#metoo: Þöggun vinnuveitenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2017 07:00 Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun