#metoo: Þöggun vinnuveitenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2017 07:00 Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar