Bjóða foreldrum lán fyrir tölvu með vöxtum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla. Aðsend/Guðmundur karl Sveitarfélagið Árborg býður foreldrum og nemendum spjaldtölvur á kaupleigu, en spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla á Selfossi. Sveitarfélagið kaupir þá tækin, með afslætti, á 45.042 krónur. Sveitarfélagið hefur svo samþykkt að lána fjölskyldum fyrir kaupunum á 3,5 prósent vöxtum. „Það er mun hagstæðara en aðrar lánastofnanir eru að bjóða og er þetta gert til að halda verði í algjöru lágmarki,“ segir í kynningarbæklingi sem foreldrum var sendur. Vert er að nefna að foreldrar eru ekki skyldugir til að kaupa tæki. Nemendur geta fengið afnot af tækjum í eigu skólans. Þau tæki eru af eldri gerð og geymd í skólanum.Siv Friðleifsdóttir„Það er ekki í anda grunnskólalaga að foreldrar fjármagni spjaldtölvuvæðingu skólans,“ segir Þröstur Jónasson, stjórnarmaður hjá Heimilum og skóla, landssamtökum foreldra. „Í Kópavogi til dæmis var farin sú leið að sveitarfélagið kaupir spjaldtölvur fyrir alla og nemendurnir hafa allir sams konar tæki til afnota án endurgjalds. Foreldrar geta líka keypt spjaldtölvuna á góðum afslætti og nemandinn haldið henni í sumarfríum og eftir að skólagöngu lýkur.“ Leifur Viðarsson, kennari við Vallaskóla, segir hugmyndinni almennt vel tekið meðal foreldra. „Það er auðvitað enginn skyldugur að kaupa tæki og við munum gæta þess að engin mismunun verði í því.“ Foreldri barns í skólanum, Eva Ísfeld, segist skilja hugsunina að baki. „Að efnaminni foreldrar geti fengið aðstoð við tækjakaupin . En þetta strýkur mér öfugt verð ég að segja, að sveitarfélagið sé að lána fyrir námsgögnum með vöxtum.“ Velferðarvaktin stendur fyrir könnun hjá sveitarfélögum landsins um kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagöngu. Sveitarfélögin eru hvött til að halda þeim kostnaði í lágmarki til að koma til móts við þá sem standa höllum fæti. „Kostnaðarþátttaka nemenda upp á tugi þúsunda króna samrýmist ekki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna. Velferðarvaktin hefur hvatt sveitarfélög til að leggja hana af eða halda í lágmarki svo bágur efnahagur komi ekki niður á lífi barna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg býður foreldrum og nemendum spjaldtölvur á kaupleigu, en spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla á Selfossi. Sveitarfélagið kaupir þá tækin, með afslætti, á 45.042 krónur. Sveitarfélagið hefur svo samþykkt að lána fjölskyldum fyrir kaupunum á 3,5 prósent vöxtum. „Það er mun hagstæðara en aðrar lánastofnanir eru að bjóða og er þetta gert til að halda verði í algjöru lágmarki,“ segir í kynningarbæklingi sem foreldrum var sendur. Vert er að nefna að foreldrar eru ekki skyldugir til að kaupa tæki. Nemendur geta fengið afnot af tækjum í eigu skólans. Þau tæki eru af eldri gerð og geymd í skólanum.Siv Friðleifsdóttir„Það er ekki í anda grunnskólalaga að foreldrar fjármagni spjaldtölvuvæðingu skólans,“ segir Þröstur Jónasson, stjórnarmaður hjá Heimilum og skóla, landssamtökum foreldra. „Í Kópavogi til dæmis var farin sú leið að sveitarfélagið kaupir spjaldtölvur fyrir alla og nemendurnir hafa allir sams konar tæki til afnota án endurgjalds. Foreldrar geta líka keypt spjaldtölvuna á góðum afslætti og nemandinn haldið henni í sumarfríum og eftir að skólagöngu lýkur.“ Leifur Viðarsson, kennari við Vallaskóla, segir hugmyndinni almennt vel tekið meðal foreldra. „Það er auðvitað enginn skyldugur að kaupa tæki og við munum gæta þess að engin mismunun verði í því.“ Foreldri barns í skólanum, Eva Ísfeld, segist skilja hugsunina að baki. „Að efnaminni foreldrar geti fengið aðstoð við tækjakaupin . En þetta strýkur mér öfugt verð ég að segja, að sveitarfélagið sé að lána fyrir námsgögnum með vöxtum.“ Velferðarvaktin stendur fyrir könnun hjá sveitarfélögum landsins um kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagöngu. Sveitarfélögin eru hvött til að halda þeim kostnaði í lágmarki til að koma til móts við þá sem standa höllum fæti. „Kostnaðarþátttaka nemenda upp á tugi þúsunda króna samrýmist ekki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna. Velferðarvaktin hefur hvatt sveitarfélög til að leggja hana af eða halda í lágmarki svo bágur efnahagur komi ekki niður á lífi barna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Innlent Fleiri fréttir Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO Sjá meira