Bjóða foreldrum lán fyrir tölvu með vöxtum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla. Aðsend/Guðmundur karl Sveitarfélagið Árborg býður foreldrum og nemendum spjaldtölvur á kaupleigu, en spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla á Selfossi. Sveitarfélagið kaupir þá tækin, með afslætti, á 45.042 krónur. Sveitarfélagið hefur svo samþykkt að lána fjölskyldum fyrir kaupunum á 3,5 prósent vöxtum. „Það er mun hagstæðara en aðrar lánastofnanir eru að bjóða og er þetta gert til að halda verði í algjöru lágmarki,“ segir í kynningarbæklingi sem foreldrum var sendur. Vert er að nefna að foreldrar eru ekki skyldugir til að kaupa tæki. Nemendur geta fengið afnot af tækjum í eigu skólans. Þau tæki eru af eldri gerð og geymd í skólanum.Siv Friðleifsdóttir„Það er ekki í anda grunnskólalaga að foreldrar fjármagni spjaldtölvuvæðingu skólans,“ segir Þröstur Jónasson, stjórnarmaður hjá Heimilum og skóla, landssamtökum foreldra. „Í Kópavogi til dæmis var farin sú leið að sveitarfélagið kaupir spjaldtölvur fyrir alla og nemendurnir hafa allir sams konar tæki til afnota án endurgjalds. Foreldrar geta líka keypt spjaldtölvuna á góðum afslætti og nemandinn haldið henni í sumarfríum og eftir að skólagöngu lýkur.“ Leifur Viðarsson, kennari við Vallaskóla, segir hugmyndinni almennt vel tekið meðal foreldra. „Það er auðvitað enginn skyldugur að kaupa tæki og við munum gæta þess að engin mismunun verði í því.“ Foreldri barns í skólanum, Eva Ísfeld, segist skilja hugsunina að baki. „Að efnaminni foreldrar geti fengið aðstoð við tækjakaupin . En þetta strýkur mér öfugt verð ég að segja, að sveitarfélagið sé að lána fyrir námsgögnum með vöxtum.“ Velferðarvaktin stendur fyrir könnun hjá sveitarfélögum landsins um kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagöngu. Sveitarfélögin eru hvött til að halda þeim kostnaði í lágmarki til að koma til móts við þá sem standa höllum fæti. „Kostnaðarþátttaka nemenda upp á tugi þúsunda króna samrýmist ekki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna. Velferðarvaktin hefur hvatt sveitarfélög til að leggja hana af eða halda í lágmarki svo bágur efnahagur komi ekki niður á lífi barna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg býður foreldrum og nemendum spjaldtölvur á kaupleigu, en spjaldtölvuvæðing stendur fyrir dyrum í Vallaskóla á Selfossi. Sveitarfélagið kaupir þá tækin, með afslætti, á 45.042 krónur. Sveitarfélagið hefur svo samþykkt að lána fjölskyldum fyrir kaupunum á 3,5 prósent vöxtum. „Það er mun hagstæðara en aðrar lánastofnanir eru að bjóða og er þetta gert til að halda verði í algjöru lágmarki,“ segir í kynningarbæklingi sem foreldrum var sendur. Vert er að nefna að foreldrar eru ekki skyldugir til að kaupa tæki. Nemendur geta fengið afnot af tækjum í eigu skólans. Þau tæki eru af eldri gerð og geymd í skólanum.Siv Friðleifsdóttir„Það er ekki í anda grunnskólalaga að foreldrar fjármagni spjaldtölvuvæðingu skólans,“ segir Þröstur Jónasson, stjórnarmaður hjá Heimilum og skóla, landssamtökum foreldra. „Í Kópavogi til dæmis var farin sú leið að sveitarfélagið kaupir spjaldtölvur fyrir alla og nemendurnir hafa allir sams konar tæki til afnota án endurgjalds. Foreldrar geta líka keypt spjaldtölvuna á góðum afslætti og nemandinn haldið henni í sumarfríum og eftir að skólagöngu lýkur.“ Leifur Viðarsson, kennari við Vallaskóla, segir hugmyndinni almennt vel tekið meðal foreldra. „Það er auðvitað enginn skyldugur að kaupa tæki og við munum gæta þess að engin mismunun verði í því.“ Foreldri barns í skólanum, Eva Ísfeld, segist skilja hugsunina að baki. „Að efnaminni foreldrar geti fengið aðstoð við tækjakaupin . En þetta strýkur mér öfugt verð ég að segja, að sveitarfélagið sé að lána fyrir námsgögnum með vöxtum.“ Velferðarvaktin stendur fyrir könnun hjá sveitarfélögum landsins um kostnaðarþátttöku grunnskólanema varðandi skólagöngu. Sveitarfélögin eru hvött til að halda þeim kostnaði í lágmarki til að koma til móts við þá sem standa höllum fæti. „Kostnaðarþátttaka nemenda upp á tugi þúsunda króna samrýmist ekki anda Barnasáttmálans né grunnskólalaganna. Velferðarvaktin hefur hvatt sveitarfélög til að leggja hana af eða halda í lágmarki svo bágur efnahagur komi ekki niður á lífi barna,“ segir Siv Friðleifsdóttir, formaður Velferðarvaktarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent