Bílbruninn í Kópavogi: „Ekkert viss hvort manni hefði tekist að ná öllum börnunum út í tæka tíð“ Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2017 14:30 Guðbjörg Anna býr á Höfn í Hornafirði og var fjölskyldan í fríi á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin. Facebook/aron tómas „Við erum rosalega fegin því að við vorum ekki lögð af stað heim. Maður er ekkert viss hvort manni hafi tekist að ná öllum börnunum út í tæka tíð,“ segir Guðbjörg Anna Bergsdóttir, eigandi bílsins sem varð alelda á hringtogi á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar í Kópavogi síðastliðinn föstudag. Guðbjörg Anna býr á Höfn í Hornafirði og var fjölskyldan í fríi á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin. „Við fórum með bílinn okkar í viðgerð áður en við lögðum af stað heim. Bíllinn er þarna í einhvern smá tíma á verkstæðinu og svo fer bifvélavirkinn að prufukeyra hann. Skömmu síðar er okkur svo tilkynnt að kviknað hafi í bílnum.“ Verið var að skipta um háspennukefli, hjólalegu að framan og stýrisenda í bílnum. Allt er þetta framarlega í bílnum en svo virðist sem að eldurinn hafi komið upp aftarlega í bílnum, vinstra megin. Er því ljóst viðgerðin tengist á engan hátt því að eldurinn hafi komið upp. Bifvélavirkinn slapp óhultur.Bíllinn sem um ræðir.Vísir/Lillý ValgerðurGuðbjörg Anna segist hafa verið í áfalli eftir að hafa fengið fréttirnar um að eldur hafi komið upp í bílnum, enda hefði þetta allt eins getað gerst þegar hún sæti undir stýri. „Ég á fjögur börn. Bílstólarnir, leikföngin, jólagjafirnar, nýju fötin – þetta fór allt. Sparifötin fóru líka í eldinum þannig að þetta urðu sparifatalaus áramót.“Eldsupptök ókunn Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að eldsupptök séu ókunn. „Við áttum okkur ekki á hvað það er sem fer úrskeiðis. Það er ómögulegt að segja um það því bíll brann til kaldra kola. Bíllinn hafði verið í viðgerð en eldurinn tengist ekki því sem verið var að gera við bílinn. Þetta er eitthvað tengst eldsneytiskerfi bílsins eða rafkerfi. Við áttum okkur ekki á því. Þetta gerist mjög hratt og sá sem ók bílnum átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Gunnar. Tengdar fréttir Alelda bíll á hringtorgi í Kópavogi Mikill reykur lagði frá bílnum á hringtorgu á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. 30. desember 2016 11:54 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
„Við erum rosalega fegin því að við vorum ekki lögð af stað heim. Maður er ekkert viss hvort manni hafi tekist að ná öllum börnunum út í tæka tíð,“ segir Guðbjörg Anna Bergsdóttir, eigandi bílsins sem varð alelda á hringtogi á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar í Kópavogi síðastliðinn föstudag. Guðbjörg Anna býr á Höfn í Hornafirði og var fjölskyldan í fríi á höfuðborgarsvæðinu yfir jólin. „Við fórum með bílinn okkar í viðgerð áður en við lögðum af stað heim. Bíllinn er þarna í einhvern smá tíma á verkstæðinu og svo fer bifvélavirkinn að prufukeyra hann. Skömmu síðar er okkur svo tilkynnt að kviknað hafi í bílnum.“ Verið var að skipta um háspennukefli, hjólalegu að framan og stýrisenda í bílnum. Allt er þetta framarlega í bílnum en svo virðist sem að eldurinn hafi komið upp aftarlega í bílnum, vinstra megin. Er því ljóst viðgerðin tengist á engan hátt því að eldurinn hafi komið upp. Bifvélavirkinn slapp óhultur.Bíllinn sem um ræðir.Vísir/Lillý ValgerðurGuðbjörg Anna segist hafa verið í áfalli eftir að hafa fengið fréttirnar um að eldur hafi komið upp í bílnum, enda hefði þetta allt eins getað gerst þegar hún sæti undir stýri. „Ég á fjögur börn. Bílstólarnir, leikföngin, jólagjafirnar, nýju fötin – þetta fór allt. Sparifötin fóru líka í eldinum þannig að þetta urðu sparifatalaus áramót.“Eldsupptök ókunn Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í Kópavogi, segir í samtali við Vísi að eldsupptök séu ókunn. „Við áttum okkur ekki á hvað það er sem fer úrskeiðis. Það er ómögulegt að segja um það því bíll brann til kaldra kola. Bíllinn hafði verið í viðgerð en eldurinn tengist ekki því sem verið var að gera við bílinn. Þetta er eitthvað tengst eldsneytiskerfi bílsins eða rafkerfi. Við áttum okkur ekki á því. Þetta gerist mjög hratt og sá sem ók bílnum átti fótum sínum fjör að launa,“ segir Gunnar.
Tengdar fréttir Alelda bíll á hringtorgi í Kópavogi Mikill reykur lagði frá bílnum á hringtorgu á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. 30. desember 2016 11:54 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Sjá meira
Alelda bíll á hringtorgi í Kópavogi Mikill reykur lagði frá bílnum á hringtorgu á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar. 30. desember 2016 11:54