Dagur mannréttinda barna er í dag Erna Reynisdóttir skrifar 20. nóvember 2017 11:00 Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þann 15. mars 2016 var samþykkt þingsályktun á Alþingi að 20. nóvember ár hvert skuli helgaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Barnaheillum – Save the Children á Íslandi var falið af þáverandi innanríkisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra að sjá um framkvæmd dagsins. Í tilefni af degi mannréttinda barna í ár opnuðu Barnaheill – Save the Children á Íslandi mannréttindasmiðju fyrir öll börn allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla hvaðanæva af landinu. Send voru bréf til kennara til að hvetja þá til þátttöku sem fólst í því að vinna skapandi verkefni um mannréttindi barna og senda inn í fjársjóðskistu á vegum Barnaheilla. Þetta árið var lögð sérstök áhersla á réttindi allra barna til þátttöku, að láta skoðanir sínar í ljós og að hafa áhrif, eins og segir í 12. og 13. grein Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Yfirskrift mannréttindasmiðjunnar 2017 er því Raddir barna. Mannréttindasmiðjan er ekki keppni heldur eins konar samsýning og samfélagsþátttaka þar sem lögð er áhersla á samvinnu og að hvert og eitt barn fái að njóta sín á eigin forsendum. Í dag verður fjársjóðskistan með verkum barnanna opnuð formlega á vefnum https://www.barnaheill.is/dagurmannrettindabarna. Þaðan geta þau börn sem hafa aldur til deilt verkum sínum og foreldrar deilt verkum barna sinna að fengnu samþykki þeirra og hvetjum við til að myllumerkið #dagurmannrettindabarna verði notað. Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á sömu vefslóð. Barnaheill hvetja alla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla til að nýta Dag mannréttinda barna til að fjalla um og fræða nemendur um mannréttindi sín.Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar