Tvær ungar konur létust í Kaupmannahöfn: Krefjast þess að sjósleðar fái númeraplötur Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2017 14:00 Slysið varð við Langebro við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn. Vísir/afp Tvær ungar bandarískar konur eru nú látnar eftir að maður á sjósleða sigldi á bát þeirra við Langebro við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Borgarfulltrúar krefjast þess nú að númeraplötur verði settar á alla sjósleða í borginni. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi og er ljóst að mennirnir sem fóru um á sjósleðum sínum í skipaskurðinum voru á miklum hraða. Einn þeirra virðist hafa misst stjórn á sjósleðanum með þeim afleiðingum að hann fór upp á bátinn sem bandarísku konurnar voru í, en þær höfðu leigt bátinn hjá fyrirtækinu Go Boat. Önnur konan var úrskurðuð látin um klukkan átta í gærkvöldi en hin lést á sjúkrahúsi í nótt. Mennirnir á sjósleðunum flúðu af vettvangi, en lögreglu tókst að hafa uppi á þeim nokkrum kílómetrum sunnar i Brøndby-höfn þar sem þeir voru að draga sleðana upp á land. Kaupmannahafnarlögreglan segir frá því í tilkynningu að lögreglumenn hafi verið á staðnum þar sem slysið varð, en að ekki hafi verið hægt koma í veg fyrir að hópur glæpamanna (d. „en flok bøller“) hafi keyrt um eins og óðir væru. Bannað er að fara um á sjósleðum á þessu svæði. Carl Christian Ebbesen, borgarfulltrúi Dansk Folkeparti, hefur nú krafist þess að númeraplötum verði komið á sjósleða og sambærilegum fararskjótum. Hann er æðstur manna þegar kemur að frísunda- og menningarmálum í borginni. Alls voru níu manns handteknir í Brøndby og má einn þeirra búast við ákæru um að hafa orðið konunum að bana. Hinir eiga yfir höfðu sér ákæru um glæfraakstur, nema einum sem var sleppt. Fyrirtækið Go Boat hefur frá árinu 2014 leigt út rafmagnsbáta til einstaklinga sem vilja sigla um skipaskurðina og hafnarsvæðið í Kaupmannahöfn. Tengdar fréttir Kona lést í sjósleðaslysi í Kaupmannahöfn Bandarísk kona lést í sjósleðaslysi nærri Langebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 7. maí 2017 08:51 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Tvær ungar bandarískar konur eru nú látnar eftir að maður á sjósleða sigldi á bát þeirra við Langebro við Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Borgarfulltrúar krefjast þess nú að númeraplötur verði settar á alla sjósleða í borginni. Slysið varð skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi og er ljóst að mennirnir sem fóru um á sjósleðum sínum í skipaskurðinum voru á miklum hraða. Einn þeirra virðist hafa misst stjórn á sjósleðanum með þeim afleiðingum að hann fór upp á bátinn sem bandarísku konurnar voru í, en þær höfðu leigt bátinn hjá fyrirtækinu Go Boat. Önnur konan var úrskurðuð látin um klukkan átta í gærkvöldi en hin lést á sjúkrahúsi í nótt. Mennirnir á sjósleðunum flúðu af vettvangi, en lögreglu tókst að hafa uppi á þeim nokkrum kílómetrum sunnar i Brøndby-höfn þar sem þeir voru að draga sleðana upp á land. Kaupmannahafnarlögreglan segir frá því í tilkynningu að lögreglumenn hafi verið á staðnum þar sem slysið varð, en að ekki hafi verið hægt koma í veg fyrir að hópur glæpamanna (d. „en flok bøller“) hafi keyrt um eins og óðir væru. Bannað er að fara um á sjósleðum á þessu svæði. Carl Christian Ebbesen, borgarfulltrúi Dansk Folkeparti, hefur nú krafist þess að númeraplötum verði komið á sjósleða og sambærilegum fararskjótum. Hann er æðstur manna þegar kemur að frísunda- og menningarmálum í borginni. Alls voru níu manns handteknir í Brøndby og má einn þeirra búast við ákæru um að hafa orðið konunum að bana. Hinir eiga yfir höfðu sér ákæru um glæfraakstur, nema einum sem var sleppt. Fyrirtækið Go Boat hefur frá árinu 2014 leigt út rafmagnsbáta til einstaklinga sem vilja sigla um skipaskurðina og hafnarsvæðið í Kaupmannahöfn.
Tengdar fréttir Kona lést í sjósleðaslysi í Kaupmannahöfn Bandarísk kona lést í sjósleðaslysi nærri Langebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 7. maí 2017 08:51 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Kona lést í sjósleðaslysi í Kaupmannahöfn Bandarísk kona lést í sjósleðaslysi nærri Langebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. 7. maí 2017 08:51