Úr Biggest loser og í grunnbúðir Everest Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Nokkrir úr hópnum sem fara upp í grunnbúðirnar. Mynd/Sigurbjörn Sigurbjörn Gunnarsson, sem missti 93 kíló í þriðju þáttaröð Biggest Loser og vann heimakeppnina er á leiðinni í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims. Til stendur að ferðin standi yfir í alls sextán daga og fer hann með nokkuð fjölmennum gönguhóp. „Ég var búinn að vera lengi að leita mér að einhverju krefjandi að gera í ár. Rakst þá á auglýsingu frá vilborg.is um þessa ferð og eftir nokkuð langan umhugsunartíma þá ákvað ég að skella mér,“ segir Sigurbjörn. Hann segist lengi hafa fylgst með Íslendingum reyna við fjallið og hafði hann alltaf langað að reyna sjálfur. Sérstaklega þegar hann var yngri. „Þegar maður verður eldri breytast draumar manns lítillega og maður sættir sig við að sumir draumar verði ekki að veruleika,“ segir Sigurbjörn og bætir því við að þá þurfi maður að laga drauma sína að aðstæðunum. Sigurbjörn segir að án Biggest Loser væri hann ekki á leiðinni upp í grunnbúðir fjallsins. „Það er ekki spurning að ef ég hefði ekki farið í Biggest Loser þá væri ég ekki hérna í dag,“ segir hann. Þá bætir Sigurbjörn því við að ástæðan sé sú að þættirnir hafi breytt lífstíl hans nánast algjörlega. Eftir að Sigurbjörn lauk keppni í Biggest Loser í fyrra hefur hann afrekað ýmislegt sem áður hefði þótt ólíklegt. Sigurbjörn var þyngsti keppandinn í þriðju þáttaröð af keppninni. Alls fór hann úr 203,3 kílóum þegar hann hóf keppni og niður í rúm 110 kíló. Þar með missti hann nærri helming líkamsþyngdar sinnar. Í viðtali við mbl.is í fyrra sagðist Sigurbjörn stefna að því að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt fjölskyldumeðlimum. Þá stefndi hann einnig að því að ganga upp á Súlur. Honum tókst síðasta sumar bæði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hann safnaði fyrir Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri, og um verslunarmannahelgina tók hann þátt í sprett þríþraut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira
Sigurbjörn Gunnarsson, sem missti 93 kíló í þriðju þáttaröð Biggest Loser og vann heimakeppnina er á leiðinni í grunnbúðir Everest, hæsta fjalls heims. Til stendur að ferðin standi yfir í alls sextán daga og fer hann með nokkuð fjölmennum gönguhóp. „Ég var búinn að vera lengi að leita mér að einhverju krefjandi að gera í ár. Rakst þá á auglýsingu frá vilborg.is um þessa ferð og eftir nokkuð langan umhugsunartíma þá ákvað ég að skella mér,“ segir Sigurbjörn. Hann segist lengi hafa fylgst með Íslendingum reyna við fjallið og hafði hann alltaf langað að reyna sjálfur. Sérstaklega þegar hann var yngri. „Þegar maður verður eldri breytast draumar manns lítillega og maður sættir sig við að sumir draumar verði ekki að veruleika,“ segir Sigurbjörn og bætir því við að þá þurfi maður að laga drauma sína að aðstæðunum. Sigurbjörn segir að án Biggest Loser væri hann ekki á leiðinni upp í grunnbúðir fjallsins. „Það er ekki spurning að ef ég hefði ekki farið í Biggest Loser þá væri ég ekki hérna í dag,“ segir hann. Þá bætir Sigurbjörn því við að ástæðan sé sú að þættirnir hafi breytt lífstíl hans nánast algjörlega. Eftir að Sigurbjörn lauk keppni í Biggest Loser í fyrra hefur hann afrekað ýmislegt sem áður hefði þótt ólíklegt. Sigurbjörn var þyngsti keppandinn í þriðju þáttaröð af keppninni. Alls fór hann úr 203,3 kílóum þegar hann hóf keppni og niður í rúm 110 kíló. Þar með missti hann nærri helming líkamsþyngdar sinnar. Í viðtali við mbl.is í fyrra sagðist Sigurbjörn stefna að því að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt fjölskyldumeðlimum. Þá stefndi hann einnig að því að ganga upp á Súlur. Honum tókst síðasta sumar bæði að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem hann safnaði fyrir Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri, og um verslunarmannahelgina tók hann þátt í sprett þríþraut.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mest lesið Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Fleiri fréttir Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Sjá meira