Innlent

Skjálfti varð í Mýrdalsjökli

Atli Ísleifsson skrifar
Fáeinir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið.
Fáeinir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið. Vísir/gva
Skjálfti 3,2 að stærð varð í Austmannsbungu í Mýrdalsjökli klukkan 22:18 í gærkvöldi.

Á vef Veðurstofunnar segir að fáeinir eftirskjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

Einnig segir að um 450 skjálftar hafi verið staðsettir með SIL-mælakerfi Veðurstofu Íslands í vikunni. „Stærsti skjálfti vikunnar mældist í suðaustanverðri Kötluöskjunni þann 15. júlí kl. 19:12, 3.3 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu og á landgrunnsbrúnni austur af landi mældist einn skjálfti 3.2 að stærð, þann 10. júli kl 01:58.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×