Allt breyst á Íslandi eftir 36 ár í löggunni Snærós Sindradóttir skrifar 16. júní 2017 07:00 Undirskriftum vegna uppsagnarinnar var skilað til dómsmálaráðuneytisins í gær. Haukur Guðmundsson ráðuneytisstjóri veitti þeim viðtöku. Vísir/Eyþór Tæplega 1.200 undirskriftum var í gær skilað til dómsmálaráðuneytisins þar sem brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er mótmælt. Kristján verður 63 ára á árinu en honum var sagt upp eftir 36 ára starf í lögreglunni vegna skipulagsbreytinga. Lögreglumönnum ber skylda til að fara á eftirlaun 65 ára. „Ég hef talað við stéttarfélagið sem segir að þetta gæti þýtt 16 prósenta skerðingu á eftirlaunum. Það gæti þýtt svona 70-80 þúsund krónur á mánuði. Ef ég lifi í svona 25 til 30 ár eftir 65 ára aldurinn þá eru það eitthvað um 25 til 30 milljónir,“ segir Kristján. Vegna skyldu lögreglumanna til að hætta 65 ára fá þeir lífeyrisréttindi sín uppreiknuð eins og þeir hætti um sjötugt, eins og aðrir ríkisstarfsmenn, og eru auk þess reiknaðir upp um tvo flokka. Uppsögnin þýðir að Kristján missir þessi réttindi. „Ég hef haldið mig alveg til hlés. Það eru menn að vinna í þessu og ekki eðlilegt að ég hafi sterkar skoðanir á meðan. Svo kemur þetta bara í ljós.“ Kristján hefur verið lögreglumaður á Blönduósi í 36 ár. Hann segir bókstaflega allt í íslensku samfélagi hafa breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað við löggæslu. „Lögreglustarfið hefur breyst alveg óskaplega mikið. Þetta er allt annað starf en það var. Þegar ég byrjaði var þetta útkallslögregla sem kallað var til vegna óhappa. Nú er þetta alls konar vinna sem þarf að sinna dagsdaglega til viðbótar við að sinna útköllum.“ Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn á Blönduósi. Mynd/aðsendHann segir starfið skemmtilegt. „Já, það er mjög tilbreytingaríkt. Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukkutímanum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig menn höndla svona álag.“ Breytingar á Blönduósi hafa sömuleiðis orðið miklar á 36 árum. Blönduóslögreglan er auðvitað alræmd fyrir virkt eftirlit með hraðakstri. „Ég hef séð vegina fara úr holóttum malarvegum í vegi þar sem er hægt að keyra hratt og umferðina aukast úr því að vera einn og einn bíll í það að vera samfelld.“ Skemmtanahald sveitunga í Austur-Húnavatnssýslu hefur sömuleiðis breyst. „Sveitaböllin eru næstum liðin tíð en voru aðalskemmtanirnar hér á árum áður. En það voru engin átök fyrir okkur að sinna sveitaböllum. Það hefur bara svo margt breyst varðandi skemmtanahald með bjórnum og pöbbum.“ Landssamband lögreglumanna er að skoða réttindi Kristjáns. Á meðan sinnir hann áhugamálunum. „Ég er mikið frammi í sveit. Þar á ég nokkur hross sem ég dunda við og það er frábært.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Tæplega 1.200 undirskriftum var í gær skilað til dómsmálaráðuneytisins þar sem brottvikningu Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á Blönduósi, er mótmælt. Kristján verður 63 ára á árinu en honum var sagt upp eftir 36 ára starf í lögreglunni vegna skipulagsbreytinga. Lögreglumönnum ber skylda til að fara á eftirlaun 65 ára. „Ég hef talað við stéttarfélagið sem segir að þetta gæti þýtt 16 prósenta skerðingu á eftirlaunum. Það gæti þýtt svona 70-80 þúsund krónur á mánuði. Ef ég lifi í svona 25 til 30 ár eftir 65 ára aldurinn þá eru það eitthvað um 25 til 30 milljónir,“ segir Kristján. Vegna skyldu lögreglumanna til að hætta 65 ára fá þeir lífeyrisréttindi sín uppreiknuð eins og þeir hætti um sjötugt, eins og aðrir ríkisstarfsmenn, og eru auk þess reiknaðir upp um tvo flokka. Uppsögnin þýðir að Kristján missir þessi réttindi. „Ég hef haldið mig alveg til hlés. Það eru menn að vinna í þessu og ekki eðlilegt að ég hafi sterkar skoðanir á meðan. Svo kemur þetta bara í ljós.“ Kristján hefur verið lögreglumaður á Blönduósi í 36 ár. Hann segir bókstaflega allt í íslensku samfélagi hafa breyst á þeim tíma sem hann hefur starfað við löggæslu. „Lögreglustarfið hefur breyst alveg óskaplega mikið. Þetta er allt annað starf en það var. Þegar ég byrjaði var þetta útkallslögregla sem kallað var til vegna óhappa. Nú er þetta alls konar vinna sem þarf að sinna dagsdaglega til viðbótar við að sinna útköllum.“ Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn á Blönduósi. Mynd/aðsendHann segir starfið skemmtilegt. „Já, það er mjög tilbreytingaríkt. Þú veist aldrei hvað gerist á morgun eða hvað gerist á næsta klukkutímanum. Svo er auðvitað misjafnt hvernig menn höndla svona álag.“ Breytingar á Blönduósi hafa sömuleiðis orðið miklar á 36 árum. Blönduóslögreglan er auðvitað alræmd fyrir virkt eftirlit með hraðakstri. „Ég hef séð vegina fara úr holóttum malarvegum í vegi þar sem er hægt að keyra hratt og umferðina aukast úr því að vera einn og einn bíll í það að vera samfelld.“ Skemmtanahald sveitunga í Austur-Húnavatnssýslu hefur sömuleiðis breyst. „Sveitaböllin eru næstum liðin tíð en voru aðalskemmtanirnar hér á árum áður. En það voru engin átök fyrir okkur að sinna sveitaböllum. Það hefur bara svo margt breyst varðandi skemmtanahald með bjórnum og pöbbum.“ Landssamband lögreglumanna er að skoða réttindi Kristjáns. Á meðan sinnir hann áhugamálunum. „Ég er mikið frammi í sveit. Þar á ég nokkur hross sem ég dunda við og það er frábært.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira