Trump tilkynnir skattalækkun í dag Sæunn Gísladóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Donald Trump, bandaríkjaforseti, hefur lofað skattalækkunum. Vísir/EPA Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um skattaáætlun sína í dag. Bloomberg greinir frá því að hann muni tilkynna lækkun á fyrirtækjaskatti í 15 prósent, en það var eitt af kosningaloforðum hans. Fyrirtækjaskattur er nú milli 15 og 35 prósent í Bandaríkjunum og töluvert hærri en í mörgum öðrum löndum. Áætlað er að ríkissjóður Bandaríkjanna verði af mörgum milljörðum dollara árlega vegna þess að fyrirtæki reyni að forðast þennan skatt. Talið er að Trump muni leggja línurnar um hvaða skattabreytingar verði boðaðar í dag, en svo muni nákvæmar lýsingar á áformunum verða kynntar síðar þegar búið verður að ræða þær við starfsmenn ríkissjóðs og leiðtoga í þinginu. Ekki eru allir á einu máli um lækkunina, Paul Ryan þingforseti vill til að mynda 20 prósenta skatt. Áætlanirnar eru kynntar á sérstökum tíma í bandarískum stjórnmálum, en stjórnmálamenn eru nú að reyna að komast að niðurstöðu um útgjöld til að koma í veg fyrir að loka þurfi hluta af ríkisstofnunum eftir helgi. Á mánudaginn sagðist framkvæmdastjóri ríkissjóðs Bandaríkjanna sannfærður um að hagvöxtur gæti numið þremur prósentum að meðaltali eða meira í Bandaríkjunum á næstunni sem myndi, auk meira innstreymis frá aflandssvæðum, bera kostnaðinn af skattalækkununum.Markaðir brugðust vel við fregnunumBandarískir hlutabréfamarkaðir tóku kipp í dag og náði Nasdaq vísitalan methæðum, yfir 6.000 stig í fyrsta sinn. Reuters greinir frá því að greiningaraðilar tengi hækkunina við góðar afkomur tæknifyrirtækja sem vega þungt í vísitölunni, en einnig við loforð Trump um að lækka skatta. Aðrar vísitölur hækkuðu einnig í dag, Dow vísitalan náði yfir 21.000 stigum yfir daginn og var nálægt methæðum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um skattaáætlun sína í dag. Bloomberg greinir frá því að hann muni tilkynna lækkun á fyrirtækjaskatti í 15 prósent, en það var eitt af kosningaloforðum hans. Fyrirtækjaskattur er nú milli 15 og 35 prósent í Bandaríkjunum og töluvert hærri en í mörgum öðrum löndum. Áætlað er að ríkissjóður Bandaríkjanna verði af mörgum milljörðum dollara árlega vegna þess að fyrirtæki reyni að forðast þennan skatt. Talið er að Trump muni leggja línurnar um hvaða skattabreytingar verði boðaðar í dag, en svo muni nákvæmar lýsingar á áformunum verða kynntar síðar þegar búið verður að ræða þær við starfsmenn ríkissjóðs og leiðtoga í þinginu. Ekki eru allir á einu máli um lækkunina, Paul Ryan þingforseti vill til að mynda 20 prósenta skatt. Áætlanirnar eru kynntar á sérstökum tíma í bandarískum stjórnmálum, en stjórnmálamenn eru nú að reyna að komast að niðurstöðu um útgjöld til að koma í veg fyrir að loka þurfi hluta af ríkisstofnunum eftir helgi. Á mánudaginn sagðist framkvæmdastjóri ríkissjóðs Bandaríkjanna sannfærður um að hagvöxtur gæti numið þremur prósentum að meðaltali eða meira í Bandaríkjunum á næstunni sem myndi, auk meira innstreymis frá aflandssvæðum, bera kostnaðinn af skattalækkununum.Markaðir brugðust vel við fregnunumBandarískir hlutabréfamarkaðir tóku kipp í dag og náði Nasdaq vísitalan methæðum, yfir 6.000 stig í fyrsta sinn. Reuters greinir frá því að greiningaraðilar tengi hækkunina við góðar afkomur tæknifyrirtækja sem vega þungt í vísitölunni, en einnig við loforð Trump um að lækka skatta. Aðrar vísitölur hækkuðu einnig í dag, Dow vísitalan náði yfir 21.000 stigum yfir daginn og var nálægt methæðum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira