Einar Andri gerir upp leik Íslands: Enginn dæmdur af þessum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. janúar 2017 21:55 Rúnar Kárason skýtur að marki í kvöld. Vísir/EPA Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar og sérfræðingur Vísis um HM í handbolta, segir að sigurinn gegn Angóla í kvöld hafi verið leikur sem þurfti að klára. Ísland vann fjórtán marka sigur, 33-19, eftir að hafa verið með átta marka forystu í hálfleik, 16-8. Einar Andri segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið skárri. Sjá einnig: Umfjöllun: Angóla - Ísland 19-33 | Auðveldur sigur á Angóla „Við vorum klaufar að vera ekki meira en átta mörkum yfir. Gaui fór illa með tvö hraðaupphlaup og við fórum illa með nokkur færi þar að auki. Við hefðum átt að vera 10-12 mörkum yfir í hálfleik miðað við spilamennskuna,“ sagði Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og markvörslunni en Björgvin Páll varði þrettán skot í fyrri hálfleiknum. „Við vorum með leikinn í okkar höndum en það vantaði herslumuninn að slátra leiknum algerlega,“ sagði han.Erfitt að spila gegn svona liði Það voru margar breytingar gerðar á liðinu í síðari hálfleik og Einar Andri segir að það hafi haft sín áhrif. „Þetta hikstaði hjá okkur. Þetta var ekki nógu gott í tæpar 20 mínútur. Það var fúlt að missa forystuna niður í sjö mörk,“ sagði Einar Andri en á þessum kafla skoraði Angóla sjö mörk gegn sex mörkum Íslands. „Sigurinn var auðvitað aldrei í hættu en ég var að vonast til þess að við hefðum náð að rúlla fyrr yfir þá. En ég skil ákvörðun Geirs vel og að hann hafi viljað nota marga leikmenn. Næst eigum við leik gegn Makedóníu sem er úrslitaleikur fyrir okkur í riðlinum.“ „Ég veit ekki hvort að hann var að velta markatölunni eitthvað fyrir sér en það er vissulega erfitt að spila á móti svona liði, liði sem spilar óhefðbundinn handbolta og hangir lengi á boltanum.“ Hann segir að dómarapar leiksins, Lars Geipel og Marcus Helbig, hafi meira að segja fallið í þann pytt að fylgja eftir þeirri línu sem þeir eiga að gera. „Angóla fékk að spila langar sóknir og fékk ódýr fríköst. En þetta dómarapar er eitt það besta heimi og þetta sýnir að það er erfitt fyrir alla að halda einbeitingunni.“Fá aukamann fyrr inn í sóknina „Þessi leikur skipti engu máli nema bara að við þurftum að fá sigur. Það verður enginn dæmdur af þessum leik. Nú þurfum við að vinna Makedóníu og þá verður þriðja sætið í riðlinum voandi okkar,“ segir Einar Andri. Hann hrósaði varnarleiknum og sagði hann svipaðan og í mótinu hingað til. „Við höfum verið að lifa á vörn og markvörslu og það eina sem þeir náðu að nýta sér voru neglur utan af velli.“ „Það var svo erfitt að spila við þá í sókn. Þeir eru það sterkir og stórir. Það var erfitt að opna þá og fara á þá maður á móti manni. Við settum aukamann inn á undir lokin og við hefðum mátt gera það fyrr.“ Hann hrósaði Guðjóni Val fyrir frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik en segir að það hafi í raun enginn annar útileikmaður sem hafi staðið upp úr. „Þetta rann bara áfram. Þeir náðu sem betur fer að hvíla Rúnar ágætlega og Ólafur spilaði bara vörn. Það er því enginn þreyttur eftir þennan leik.“ Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk af vítalínunni í jafn mörgum tilraunum. Hann fékk hrós frá Einari Andra. „Ég held að þjálfarar U-21 liðsins hafi sagt í fyrra að hann hafi nýtt 28 af 29 sínum á EM síðasta sumar. Hann er ótrúleg vítaskytta og flottur leikmaður.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn Fleiri fréttir Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri Sjá meira