Lentu í mesta vatnsleka í sögu jarðganga í Noregi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. maí 2017 23:00 Norskir jarðgangamenn hafa nú komist fyrir mesta vatnsleka sem þarlendir hafa kynnst við gangagröft en raunir þeirra minna á það sem bormenn Vaðlaheiðarganga upplifðu. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Mælifellsgöngin á Þelamörk. Myndirnar í byrjun fréttarinnar, sem sjá má hér að ofan, eru ekki úr Vaðlaheiðargöngum heldur úr Noregi; úr göngum sem skandinavíska verktakafyrirtækið NCC grefur fyrir Statens vegvesen, norsku vegagerðina, í gegnum Mælefjell, eða Mælifell á Þelamörk, á leiðinni milli Haugasunds og Drammen en göngin nýtast einnig umferð milli Oslóar og Björgvinjar. Það sem norsku bormennirnir lentu í sýnir að bormenn Vaðlaheiðarganga eru ekki þeir einu sem þurft hafa að glíma við óvæntar uppákomur. Í norsku göngunum opnuðust einnig vatnsæðar og svo mikill var krafturinn í bununni að Norðmenn höfðu aldrei kynnst öðrum eins vatnsþrýstingi í þarlendum jarðgöngum. Hér fossa út tvöþúsund lítrar vatns á mínútu, sagði norska ríkissjónvarpið í frétt á síðasta ári og vatnslekinn átti eftir að aukast í þrjúþúsund lítra á mínútu. Lekinn í Vaðlaheiðargöngum var reyndar tíu sinnum meiri þegar mest gekk á þar, eða yfir 500 lítrar á sekúndu. Í frétt fyrir þremur mánuðum kom fram að norska vegagerðin óttaðist níu mánaða seinkun en ekki hafa birst tölur um viðbótarkostnað. Verktökunum tókst að lokum að komast fyrir vatnslekann og svo skemmtilega vill til að síðasta haftið í Mælifellsgöngunum norsku var sprengt nú í byrjun maímánaðar, um svipað leyti og í Vaðlaheiði. Það er raunar fleira líkt með þessum göngum. Þau eru ámóta löng; göngin undir Vaðlaheiði 7,5 kílómetrar en Mælifellsgöngin 9,4 kílómetrar. Tilgangurinn með Vaðlaheiðargöngum er að stytta leiðina um 16 kílómetra og taka af fjallveg um Víkurskarð. Tilgangurinn með þeim norsku er að stytta leiðina um 10 kílómetra og taka af seinfarinn veg í kringum fjallið en með þeim á aksturstími stórra trukka að styttast um 18 mínútur. Baráttu NCC við vatnsflauminn má kynnast nánar á þessu myndbandi. Tengdar fréttir Síðasta haftið í Vaðlaheiðargöngum var sprengt í dag Um er að ræða eina erfiðustu gangnagerð sem ráðist hefur verið í hér á landi. 28. apríl 2017 20:27 Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Norskir jarðgangamenn hafa nú komist fyrir mesta vatnsleka sem þarlendir hafa kynnst við gangagröft en raunir þeirra minna á það sem bormenn Vaðlaheiðarganga upplifðu. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um Mælifellsgöngin á Þelamörk. Myndirnar í byrjun fréttarinnar, sem sjá má hér að ofan, eru ekki úr Vaðlaheiðargöngum heldur úr Noregi; úr göngum sem skandinavíska verktakafyrirtækið NCC grefur fyrir Statens vegvesen, norsku vegagerðina, í gegnum Mælefjell, eða Mælifell á Þelamörk, á leiðinni milli Haugasunds og Drammen en göngin nýtast einnig umferð milli Oslóar og Björgvinjar. Það sem norsku bormennirnir lentu í sýnir að bormenn Vaðlaheiðarganga eru ekki þeir einu sem þurft hafa að glíma við óvæntar uppákomur. Í norsku göngunum opnuðust einnig vatnsæðar og svo mikill var krafturinn í bununni að Norðmenn höfðu aldrei kynnst öðrum eins vatnsþrýstingi í þarlendum jarðgöngum. Hér fossa út tvöþúsund lítrar vatns á mínútu, sagði norska ríkissjónvarpið í frétt á síðasta ári og vatnslekinn átti eftir að aukast í þrjúþúsund lítra á mínútu. Lekinn í Vaðlaheiðargöngum var reyndar tíu sinnum meiri þegar mest gekk á þar, eða yfir 500 lítrar á sekúndu. Í frétt fyrir þremur mánuðum kom fram að norska vegagerðin óttaðist níu mánaða seinkun en ekki hafa birst tölur um viðbótarkostnað. Verktökunum tókst að lokum að komast fyrir vatnslekann og svo skemmtilega vill til að síðasta haftið í Mælifellsgöngunum norsku var sprengt nú í byrjun maímánaðar, um svipað leyti og í Vaðlaheiði. Það er raunar fleira líkt með þessum göngum. Þau eru ámóta löng; göngin undir Vaðlaheiði 7,5 kílómetrar en Mælifellsgöngin 9,4 kílómetrar. Tilgangurinn með Vaðlaheiðargöngum er að stytta leiðina um 16 kílómetra og taka af fjallveg um Víkurskarð. Tilgangurinn með þeim norsku er að stytta leiðina um 10 kílómetra og taka af seinfarinn veg í kringum fjallið en með þeim á aksturstími stórra trukka að styttast um 18 mínútur. Baráttu NCC við vatnsflauminn má kynnast nánar á þessu myndbandi.
Tengdar fréttir Síðasta haftið í Vaðlaheiðargöngum var sprengt í dag Um er að ræða eina erfiðustu gangnagerð sem ráðist hefur verið í hér á landi. 28. apríl 2017 20:27 Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00 Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Síðasta haftið í Vaðlaheiðargöngum var sprengt í dag Um er að ræða eina erfiðustu gangnagerð sem ráðist hefur verið í hér á landi. 28. apríl 2017 20:27
Vaðlaheiðargöng farin 30% fram úr áætlun Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er samkvæmt nýjustu tölum stjórnenda verkefnisins rúmir ellefu milljarðar króna á verðlagi í árslok 2011. Verkið er því komið allt að 30 prósentum fram úr áætlun. 22. febrúar 2017 08:00
Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. 23. apríl 2015 00:01