Bragðgóðar og ilmandi jólakökur 16. desember 2017 09:30 Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, með gómsætu jólakökuna. MYNDIR/STEFÁN Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, tók þátt í laufabrauðsgerð fyrir jólin með móður sinni sem ungur strákur í Keflavík en skipti yfir í piparkökuhúsin með syni sínum þegar hann komst á fullorðinsaldur. Í dag bakar hann hins vegar allt mögulegt fyrir jólin þegar hann er í stuði, t.d. súrdeigsbrauð. „Svo er alltaf gaman að taka klassískar uppskriftir og poppa þær aðeins upp, t.d. piparkökur, sörur og marengstoppa.“ Jólin í ár verða nokkuð hefðbundin hjá Eggerti og fjölskyldu hans þar sem hann mun m.a. bjóða upp á humar, nautalund og crème brûlée í eftirrétt. Auk þess mun hann bjóða upp á heimalagaðan ís um miðnætti. „Á jóladag eru jólaboð í Keflavík. Seinna um kvöldið er hefð fyrir því að fara til æskuvinar míns Guðna Hafsteinssonar þar sem við horfum á NBA körfuboltaleik í beinni útsendingu og spilum svo pílukast fram á nótt.“ Hér gefur Eggert lesendum Fréttablaðsins tvær ljúffengar jólauppskriftir. Einstaklega falleg og bragðgóð jólakaka.Jólaterta 3 botnar: 180 g eggjahvítur 80 g sykur 100 g möndlumjöl 60 g kókosmjöl 125 g flórsykur 30 g hveiti Þeytið eggjahvítur, bætið sykrinum við og þeytið vel. Blandið restinni varlega saman við með sleif. Smyrjið á plötu og bakið við 180 gráður í 12 mínútur eða þar til botnarnir eru ljósbrúnir.Skyr-kókosmús Svissneskur marengs: 135 g eggjahvítur 200 g sykur Setjið blönduna í vatnsbað og hitið í u.þ.b. 55 gráður. Þeytið í hrærivél og setjið í skál. 300 g kókospúrra 9 g matarlímsblöð (5 blöð), hvert blað er 1,7 g 90 g svissneskur marengs 150 g rjómi 100 g skyr Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og léttþeytið rjómann. Hitið kókospúrruna í potti og bræðið matarlímsblöðin í púrrunni. Blandið varlega 90 g af marengsinum út í kókospúrruna ásamt skyrinu og rjómanum. Setjið kókosbotn í sílikonform og hellið kókosmúsinni yfir þangað til formið er hálft. Frystið.Skyr-passionmús 10 g matarlímsblöð (6 blöð), hvert blað er 1,7 g 300 g passion-púrra 225 g svissneskur marengs 200 g rjómi 100 g skyr Sama aðferð og við kókosmúsina. Hellið í lítil sílikonform og frystið. Súkkulaðimús180 g mjólk 360 g rjómi 240 g mjólkursúkkulaði 3,5 g matarlímsblöð (2 blöð) Matarlímsblöðin sett í kalt vatn. Þeytið rjómann. Hitið mjólk að suðu og hellið yfir súkkulaðið og blandið saman. Bætið matarlímsblöðunum við þegar blandan er komin niður í 35 gráðu hita en þá má blanda rjómanum saman við. Jólakakan er þannig sett saman: Hellið súkkulaðimús yfir einn kókosbotninn sem er í sílikonformi þannig að hálft formið fyllist. Setjið frosnu kókosmúsina ofan í og fyllið formið með súkkulaðimúsinni. Takið úr forminu og skreytið að vild. Setjið litlu skyr-passionmúsina ofan á kökuna. Kakósprey á kökuna 300 g dökkt súkkulaði 55% 200 g kakósmjör Blandið í skál og setjið í örbylgjuofn. Brætt saman á 45-50 gráðum. Setjið í rafmagnsspreybyssu og sprautað á frosna kökuna. Þegar heit súkkulaðiblandan fer á frosna kökuna myndast hraun áferð en hægt er að nota sömu aðferð við mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði. Einnig er hægt að gera þessa uppskrift með desert glösum og lagskipta réttinum.Ilmandi góð Pekan baka passar vel á aðventunni.Pekan baka fyrir jólinPekan bakan á sérstaklega við á aðventunni. Hana er hægt að bera fram með með þeyttum rjóma, ís eða staka með heitum kaffibolla eða heitu súkkulaði. Hentar vel í bæði kaffitímanum eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Eggert gefur hér einfalda uppskrift af tveimur bökum því alltaf er gott að eiga böku í fyrstinum þegar góða gesti ber að garði. Tvær Pekan bökur Tveir botnar, um 18 cm: 375 gr hveiti 110 gr flórsykur 250 gr smjör (kalt) 50 gr eggjarauður (2 stk) Hnoðað í hrærivél og kælið deigið. Rúllið deiginu yfir formin tvö og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.Fylling: 130 gr eggjarauður 145 gr síróp 90 gr púðursykur 80 gr smjör (brætt) 50 gr rjómi 200 gr pekanhnetur Allt hráefni, utan pekanhnetanna, þeytt í hrærivél í nokkrar mínútur. Setjið 170 gr af fyllingunni á hvorn botn og stráið 100 gr af pekanhnetum yfir hvora böku. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur. Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira
Eggert Jónsson, konditor og bakarameistari, tók þátt í laufabrauðsgerð fyrir jólin með móður sinni sem ungur strákur í Keflavík en skipti yfir í piparkökuhúsin með syni sínum þegar hann komst á fullorðinsaldur. Í dag bakar hann hins vegar allt mögulegt fyrir jólin þegar hann er í stuði, t.d. súrdeigsbrauð. „Svo er alltaf gaman að taka klassískar uppskriftir og poppa þær aðeins upp, t.d. piparkökur, sörur og marengstoppa.“ Jólin í ár verða nokkuð hefðbundin hjá Eggerti og fjölskyldu hans þar sem hann mun m.a. bjóða upp á humar, nautalund og crème brûlée í eftirrétt. Auk þess mun hann bjóða upp á heimalagaðan ís um miðnætti. „Á jóladag eru jólaboð í Keflavík. Seinna um kvöldið er hefð fyrir því að fara til æskuvinar míns Guðna Hafsteinssonar þar sem við horfum á NBA körfuboltaleik í beinni útsendingu og spilum svo pílukast fram á nótt.“ Hér gefur Eggert lesendum Fréttablaðsins tvær ljúffengar jólauppskriftir. Einstaklega falleg og bragðgóð jólakaka.Jólaterta 3 botnar: 180 g eggjahvítur 80 g sykur 100 g möndlumjöl 60 g kókosmjöl 125 g flórsykur 30 g hveiti Þeytið eggjahvítur, bætið sykrinum við og þeytið vel. Blandið restinni varlega saman við með sleif. Smyrjið á plötu og bakið við 180 gráður í 12 mínútur eða þar til botnarnir eru ljósbrúnir.Skyr-kókosmús Svissneskur marengs: 135 g eggjahvítur 200 g sykur Setjið blönduna í vatnsbað og hitið í u.þ.b. 55 gráður. Þeytið í hrærivél og setjið í skál. 300 g kókospúrra 9 g matarlímsblöð (5 blöð), hvert blað er 1,7 g 90 g svissneskur marengs 150 g rjómi 100 g skyr Setjið matarlímsblöðin í kalt vatn og léttþeytið rjómann. Hitið kókospúrruna í potti og bræðið matarlímsblöðin í púrrunni. Blandið varlega 90 g af marengsinum út í kókospúrruna ásamt skyrinu og rjómanum. Setjið kókosbotn í sílikonform og hellið kókosmúsinni yfir þangað til formið er hálft. Frystið.Skyr-passionmús 10 g matarlímsblöð (6 blöð), hvert blað er 1,7 g 300 g passion-púrra 225 g svissneskur marengs 200 g rjómi 100 g skyr Sama aðferð og við kókosmúsina. Hellið í lítil sílikonform og frystið. Súkkulaðimús180 g mjólk 360 g rjómi 240 g mjólkursúkkulaði 3,5 g matarlímsblöð (2 blöð) Matarlímsblöðin sett í kalt vatn. Þeytið rjómann. Hitið mjólk að suðu og hellið yfir súkkulaðið og blandið saman. Bætið matarlímsblöðunum við þegar blandan er komin niður í 35 gráðu hita en þá má blanda rjómanum saman við. Jólakakan er þannig sett saman: Hellið súkkulaðimús yfir einn kókosbotninn sem er í sílikonformi þannig að hálft formið fyllist. Setjið frosnu kókosmúsina ofan í og fyllið formið með súkkulaðimúsinni. Takið úr forminu og skreytið að vild. Setjið litlu skyr-passionmúsina ofan á kökuna. Kakósprey á kökuna 300 g dökkt súkkulaði 55% 200 g kakósmjör Blandið í skál og setjið í örbylgjuofn. Brætt saman á 45-50 gráðum. Setjið í rafmagnsspreybyssu og sprautað á frosna kökuna. Þegar heit súkkulaðiblandan fer á frosna kökuna myndast hraun áferð en hægt er að nota sömu aðferð við mjólkursúkkulaði og hvítt súkkulaði. Einnig er hægt að gera þessa uppskrift með desert glösum og lagskipta réttinum.Ilmandi góð Pekan baka passar vel á aðventunni.Pekan baka fyrir jólinPekan bakan á sérstaklega við á aðventunni. Hana er hægt að bera fram með með þeyttum rjóma, ís eða staka með heitum kaffibolla eða heitu súkkulaði. Hentar vel í bæði kaffitímanum eða sem eftirréttur eftir góða máltíð. Eggert gefur hér einfalda uppskrift af tveimur bökum því alltaf er gott að eiga böku í fyrstinum þegar góða gesti ber að garði. Tvær Pekan bökur Tveir botnar, um 18 cm: 375 gr hveiti 110 gr flórsykur 250 gr smjör (kalt) 50 gr eggjarauður (2 stk) Hnoðað í hrærivél og kælið deigið. Rúllið deiginu yfir formin tvö og kælið á meðan þið gerið fyllinguna.Fylling: 130 gr eggjarauður 145 gr síróp 90 gr púðursykur 80 gr smjör (brætt) 50 gr rjómi 200 gr pekanhnetur Allt hráefni, utan pekanhnetanna, þeytt í hrærivél í nokkrar mínútur. Setjið 170 gr af fyllingunni á hvorn botn og stráið 100 gr af pekanhnetum yfir hvora böku. Bakið við 170 gráðu hita í 30 mínútur.
Mest lesið Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Lífið Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Tónlist Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið „Þetta er þér að kenna“ Lífið Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ Lífið Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Lífið Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð Lífið Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Tónlist Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Fleiri fréttir Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Sjá meira