Að slátra mjólkurkúnni Guðrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. ágúst 2017 07:00 Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að lesa og heyra af því hvernig menn telja sjókvíaeldi einkamál þeirra sem hafa atvinnu af því. Við veiðiréttareigendur sem höfum bent á leiðir til að stunda laxeldi betur en nú er gert þykjum óskaplega afskiptasöm. Kannski ekki að ástæðulausu. Við vitum hvaða afleiðingar það getur haft fyrir lífsviðurværi okkar ef hrun verður í villta laxastofninum en tekjur af starfsemi veiðifélaga skipta sköpum fyrir margar fjölskyldur í sveitum landsins. Allt hjálpast þetta að, þó hrun verði í einni starfsemi hjá okkur þá bætir annað það upp því eggin eru ekki öll í sömu körfunni. Hér á bæ hafa veiðileigutekjur oftsinnis bjargað miklu þegar illa hefur gengið annaðhvort í mjólkurframleiðslunni til dæmis þegar kvótinn var settur á eða þegar samdráttur er í lambakjötinu. Jörðin komst í eigu afa og ömmu árið 1927, ári eftir að Veiðifélag Norðurár var stofnað en það var einmitt stofnað því veiðiréttareigendur sáu að þannig væri hagsmunum þeirra og árinnar best borgið, til heilla og framfara. Að þurfa að sjá á eftir veiðileigutekjum er svolítið eins og þurfa að slátra bestu mjólkurkúnni. Það gerir maður ekki ótilneyddur. Fiskeldi er komið til að vera. Stór hluti daglegrar fisksneyslu er eldisfiskur. Það eru til þekktar leiðir til að vanda sig í fiskeldi til dæmis með því að stunda það á landi. Ekki er hægt að segja að hér á Íslandi hefi verið staðið almennilega að því að móta þessa nýju atvinnugrein. Það þarf að móta rekstrarumhverfið áður en farið er af stað svo allir sem vilja starfa í greininni viti að hverju þeir ganga. Í umfjöllun um sjókvíaeldið hefur margoft verið bent á hættuna sem steðjar að lífríkinu vegna þess og hvers lags ógn sjókvíaeldið er við náttúrulega laxastofninn. Hvaða tryggingar eru settar fram fyrir þeim skaða sem við, sem höfum tekjur af villta laxinum, gætum orðið fyrir? Hann gæti orðið verulegur. Skaðinn lendir á veiðifélögunum. Hver er tilbúinn að ábyrgjast tjónið? Það er hreinasta hörmung að upplifa það aftur og aftur að engin virðing sé borin fyrir náttúrulegu lífríki. Skammtímahagsmunir þeirra sem vilja græða aðeins meiri pening vega þyngra. Höfundur er bóndi á Glitstöðum í Norðurárdal.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar