Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Dr. Sigrún Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2017 09:00 Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar