Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Dr. Sigrún Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2017 09:00 Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun