Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri. Dr. Sigrún Sigurðardóttir skrifar 9. desember 2017 09:00 Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Þann 9. júní 2017 var dagur rauða nefsins, til að vekja athygli á að heimsforeldrar og UNICEF berjast saman fyrir betri heimi fyrir öll börn. Það var því vel við hæfi að sá dagur væri valinn fyrir mína doktorsvörn: Kynferðislegt ofbeldi í æsku: Afleiðingar og heildræn meðferðarúrræði. Helstu niðurstöður doktorsrannsóknar minnar eru að afleiðingar kynferðislegs ofbeldis eru alvarlegar fyrir heilsufar og líðan og geta haft í för með sér svefnvandamál, kvíða, þunglyndi, verki, vefjagigt, félagslega einangrun, misnotkun áfengis, lyfja og annarra efna, afbrot, fangelsi og sjálfsvíg. Þjáning beggja kynja er mjög djúp og raunar nánast óbærileg. Þátttakendur töldu að þeir hefðu ekki fengið nægjanlegan stuðning og skilning frá heilbrigðisstarfsfólki. Þátttaka í heildrænu meðferðarúrræðunum Gæfusporunum virtist bæta heilsu og líðan kvennanna sem tóku þátt í þeim en þau eru sérsniðin fyrir þennan hóp þolenda. Af þessum niðurstöðum má draga þá álykun að ofbeldi sé ekki einkamál einstaklingsins sem fyrir því verður. Það er ekki einkamál einnar stéttar eða stofnunar. Það er ekki á ábyrgð eins ráðuneytis eða eins ráðherra. Ofbeldi er ábyrgð samfélagsins og snertir allar mannlegar hliðar lífsins. Það er á ábyrgð dómsmálaráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis, með aðkomu félags- og jafnréttismálaráðherra og heilbrigðisráðherra. Ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar verða að taka höndum saman og vinna þverfaglega að þessum málaflokki. Að efla forvarnir og fræðslu í leik-, grunn-, og framhaldsskólum og efla menntun þeirra fagstétta sem koma að því starfi. Að efla forvarnir strax í móðurkviði, á meðgöngu, í ung- og smábarnavernd, skólahjúkrun og heilsugæslunni. Að efla menntun heilbrgiðsstarfsfólks til þess að vera betur í stakk búið til að takast á við afleiðingar og veita aðstoð. Að efla menntun innan löggæslunnar og meðal lögfræðinga sem taka að sér slík mál. Vel hefur tekist til á höfuðborgarsvæðinu á svo mörgum sviðum, en landsbyggðin hefur setið á hakanum. Við Háskólann á Akureyri er Rannsóknamiðstöð gegn ofbeldi. Þar er vettvangur til þess að vinna heildrænt með málaflokkinn. Rannsóknamiðstöðin hefur undanfarin ár tekið þátt í 16 daga átakinu með ritun blaðagreina, málþingum og ráðstefnum. Með doktorsnámi við Háskólann á Akureyri aukast enn frekar möguleikar á metnaðarfyllri rannsóknum á þessu sviði þar sem mikil og góð þverfagleg samvinna er á milli fagsviða. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, blæs til stórsóknar gegn kynferðisofbeldi. Það kom fram í ræðu forsetans sem hann hélt í París í tilefni af sextán daga átaksins. Okkar forseti hefur ekki látið sitt eftir liggja, þó svo að það hafi ekki farið eins hátt. Í Háskólanum á Akureyri er námskeið á meistarastigi og námslína, Sálræn föll og ofbeldi þar sem efnt var til átaks og ráðstefnu um kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum, Einn blár strengur. Þangað kom verndari ráðstefnunnar, Dr. Guðni Th. Jóhannesson. Macron náði athygli fjölmiðla um þetta efni og því er rétt að vekja athygli á orðum forseta okkar á ráðstefnunni Einn blár strengur: „Við verðum að vinna saman, við verðum að leggja okkar af mörkum. Það gerum við best með því að ráðast að rót vandans, leita allra leiða til að fækka kynferðisglæpum. Það gerum við með forvörnum og fræðslu, aðgæslu og eftirliti, meðferð til að minnka afbrotahegðun. Og það gerum við með því að þola engar afsakanir fyrir kynferðisofbeldi, með því að sækja þá til saka sem brjóta af sér. Svo hjálpum við þeim sem verða fyrir óþolandi háttsemi. Við sannfærum þá um að þeir beri að sjálfsögðu enga sök, að þeir megi bera höfuðið hátt. Við skulum koma í veg fyrir að blár strengur slitni, og laga strenginn ef einhver rýfur hann.“Höfundur er lektor og formaður framhaldsnámsdeildar heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar