Má fjármálaráðherra hafna krónunni? Benedikt Jóhannesson skrifar 20. júlí 2017 07:00 Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenska krónan er óútreiknanleg eins og glöggt hefur komið fram undanfarna daga. Örlitlar breytingar í utanríkisverslun og gjaldeyrisflæði geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar á hag fyrirtækja og almennings. Sterk króna ógnar nú afkomu fyrirtækja sem græddu vel á veikri krónu fyrir fáeinum misserum. Störf í nýsköpun og þekkingariðnaði, sem áttu að tryggja fjölbreytni atvinnulífsins, streyma úr landi á ný. Krónan er hemill á heilbrigð viðskipti. Við almenningi blasir ólík mynd. Eftir hrunið var krónan lítils virði og kaupmáttur dvínaði. Nú er öldin önnur. Krónan hefur náð sömu hæðum og fyrir hrun og það er lítið mál að skjótast á fjarlæg heimshorn. Kaupmáttur hefur aukist mikið á Íslandi að undanförnu og verkefni næstu missera er að varðveita hann. Krónan leiðir til óstöðugleika, býr til sveiflur sem leiða til óábyrgra fjárfestingarákvarðana og óstöðugs kaupmáttar. Vextir eru og verða mun hærri á Íslandi en í viðmiðunarlöndum vegna óstöðugleika krónunnar. Þetta er ósanngjarnt og leiðir til óþarfa átaka í samfélaginu. Viðreisn var stofnuð til þess að stuðla að sátt og stöðugleika. Slíkur stöðugleiki næst aldrei nema með stöðugum gjaldmiðli sem stendur undir nafni og býður upp á svipaða vexti og í nágrannalöndum. Viðreisn bendir á myntráð til þess að festa gengi krónunnar. Mörg Evrópuríki hafa nýtt slíka lausn í áratugi, flest sem áfanga í því að taka upp evru. Eftir hrun töldu sumir krónuvinir að það tæki Íslendinga áratugi að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru. Eina skilyrðið sem við föllum á núna er of háir vextir. En má fjármálaráðherra hafna krónunni? Fjármálaráðherrar í nítján Evrópulöndum hafa þegar hafnað sínum miðli fyrir evruna. Enn fleiri nýta sér evruna án beinnar aðildar eða tengja gjaldmiðil sinn beint við evru. Já, fjármálaráðherra ber skylda til að leggja til þann kost sem er farsælastur fyrir Íslendinga. Nú er tíminn til þess að ýta gömlum kreddum til hliðar og þora að marka leið stöðugleika þar sem hagsmunir almennings og fyrirtækja fara saman. Viðreisn velur stöðugleikann, en til þess að öðlast hann þurfum við öll að vera óhrædd við breytingar eins fljótt og hægt er.Höfundur er fjármálaráðherra
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun