Umhverfisvæn jól Ingrid Kuhlman skrifar 13. desember 2017 07:00 Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingrid Kuhlman Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla hefst yfirleitt mikið neyslufyllerí. Við straujum greiðslukortin eins og enginn sé morgundagurinn og kaupum hluti sem engin þörf er fyrir og enda í kassa inni í geymslu eða jafnvel í ruslinu. Kaupsýslumenn segja okkur að undirbúa jólin í verslunum landsins og telja okkur trú um að jólin byrji þar. Afleiðingin af þessari ofneyslu er ekki aðeins að híbýli okkar, barnaherbergi, stofur og fataskápar fyllast af hlutum sem eiga sér stutta lífdaga og enda svo á haugunum. Það sem er enn verra er að með þessu göngum við á náttúruauðlindir og lífsgæði okkar sjálfra, barnanna okkar og afkomenda þeirra. Lífsstíll okkar er langt frá því að vera sjálfbær. Til að viðhalda því neyslustigi sem ríkjandi er í dag þyrftum við marga hnetti á borð við jörðina. Það er mikilvægt að við sýnum hófsemi og ábyrgð í umgengni okkar um jarðargæði, vinnum gegn sóun og ofneyslu og minnkum vistspor okkar. Höfum þetta hugfast á þessu mesta neyslutímabili ársins. Hér fyrir neðan eru nokkrar hugmyndir að umhverfisvænum jólagjöfum: Heimagerðar jólagjafir, t.d. með því að föndra, gera skartgrip, prjóna peysu eða vettlinga, gera jólakonfekt, smákökur eða sultu, gefa þurrkaða villisveppi eða annað góðgæti, búa til jólaskreytingu, eða skreyta kerti. Hægt er að fylla krukku af jurtatei, sultuðum rauðlauk, ristuðum kanilmöndlum, þurrkuðum jurtum eða karamellupoppi. Gjafabréf á eigin framlög, eins og t.d. að bjóða í matarboð að grískum sið, bjóða nýbökuðum foreldrum pössun eina kvöldstund, slá garðinn hjá ömmu, bjóða fjölskyldunni í samverustund uppi í bústað, bjóða í lautarferð eða slökun, kenna fólki að mála, taka ljósmyndir eða dansa. Upplifun eins og t.d. miði í leikhús eða á tónleika, út að borða, hestaferð, námskeið, tími í jóga, útivist, hand- eða fótsnyrting, eða tími í golfhermi. Einnig er hægt að gefa áskrift að sjónvarpsrás, veftímariti eða tónlistarvefverslun. Jólagjöf þar sem andvirðið rennur til góðgerðarmála, en slíkar gjafir er hægt að kaupa hjá mörgum félagasamtökum. Einnig er hægt að kaupa gjafabréf á netinu, t.d. á www.gjofsemgefur.is og styrkja börn til náms, gefa bóluefni, neyðarpakka o.fl. Vandaðar jólagjafir sem endast, eins og t.d. leikföng úr timbri, bækur, ljósmynd í ramma, falleg planta, margnota innkaupapokar, margnota kaffimál fyrir kaffiunnanda eða flík úr náttúrulegum efnum. Gott er að muna eftir að kaupa umhverfisvottaðar vörur (Svansmerktar) eins og kostur er. Með einföldum breytingum á umhverfishegðun okkar má draga svo um munar úr vistspori okkar. Förum vel með jörðina okkar. Við eigum bara þessa einu jörð, það er ekkert plan B.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun