Áhrif alhæfinga í ágreiningi Lilja Bjarnadóttir skrifar 13. desember 2017 07:00 Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar