Áhrif alhæfinga í ágreiningi Lilja Bjarnadóttir skrifar 13. desember 2017 07:00 Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Alhæfingar eru algjört eitur þegar kemur að ágreiningi, en vandamálið er að oft alhæfum við án þess að gera okkur grein fyrir því og áhrifum þess á viðmælanda okkar. Alhæfingar einkennast af „allt-eða-ekkert“ viðhorfi og valkostir eru settir fram sem annaðhvort – eða. Þetta geta verið setningar eins og „Hún svarar mér aldrei“ eða „Hann ræður ekki við breytingar“. Alhæfingar stilla fólki upp við vegg og leiða til þess að það fer í vörn til þess að bjarga ímynd sinni. Áhrifin eru að hin raunverulegu skilaboð komast ekki til skila og samskiptin verða stirðari. Til þess að bregðast við alhæfingum er gott að velta fyrir sér hvort innistæða sé fyrir þeim við nánari skoðun: Færðu aldrei svar við neinu eða er það kannski mismunandi eftir því hvert efnið er? Er hann ófær um að ráða við allar breytingar eða ræður hann ekki við breytingar sem hann er ósammála?Leiðir til lausna Þegar við erum viðtakandinn er fyrsta skrefið að átta sig á því að um alhæfingu sé að ræða. Ein leið getur verið að umorða og spyrja hvort þú hafir skilið staðhæfinguna rétt („Bíddu, áttu við að ég komi aldrei fram við þig af virðingu?“). Til þess að forðast sjálf að nota alhæfingar er gott að sleppa orðunum alltaf og aldrei og með því að fylgja þessu ferli: 1. Lýsum staðreyndum út frá okkar upplifun (t.d. hvað þú sást eða heyrðir) en á hlutlausan hátt. Varastu að koma með eigin ályktanir um það hvað veldur hegðuninni. 2. Hvaða áhrif hegðunin hefur á þig og hvaða tilfinningar það vekur hjá þér. 3. Beiðnin er næst, sem yfirleitt væri „Getum við talað um þetta“ eða biðjum aðilann um að hjálpa okkur að skilja betur sína hlið. Það er freistandi að koma strax með lausnina, en þá eigum við á hættu að draga ályktanir sem leiða til misskilnings og frekari ágreinings. Lausnin felst í því að ná fram samvinnu milli aðila – án þess að stilla þeim upp við vegg.Höfundur er sáttamiðlari og lögfræðingur.