Átján ár í ofbeldissambandi: „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2017 19:00 Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira