Átján ár í ofbeldissambandi: „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2017 19:00 Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Kona, sem var beitt líkamlegu- og andlegu ofbeldi af maka sínum í 18 ár, segir að þeir sem beittir eru ofbeldi af maka nái ekki að hugsa rökrétt. Það breyti öllu að geta sagt það upphátt að maður sé beittur ofbeldi og viðurkenna það fyrir sjálfum sér. María Hjálmtýsdóttir byrjaði með barnsföður sínum 18 ára gömul. Hún segir það hafa verið upphafið að 18 ára ofbeldissambandi. Hún sagði sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 en áður hafði frásögn hennar birst á bleikt.is. Maðurinn er af erlendu bergi brotinn en með íslenskan ríkisborgararétt. Fljótlega eignuðust þau tvö börn. Næstu ár einkenndust af andlegu- og líkamlegu ofbeldi að sögn Maríu. Hún útskýrir að hann hafi passað að slíta markvisst á öll tengsl hennar við þá sem hún var nánust en hún á góða fjölskyldu og hefur alltaf verið vinamörg. Hún upplifði sig þó mjög eina þennan tíma þar sem maðurinn réð því alltaf hvort og hvenær hún hitti fólkið sitt. „Hann er rosa góður og elskar þig ofsalega mikið nema þegar þú gerir eitthvað vitlaust,“ segir María og útskýrir að hún hafi ekki hugsað skýrt þegar hún var með manninum. „Maður fer að búa til rökrétt úr einhverju sem er ekkert rökrétt. Á meðgöngunni réðst hann á mig og þá varð þetta líkamlegt ofbeldi. Það að segjast vera beittur ofbeldi er bara einhvernvegin orð sem maður notar ekkert þegar maður er þar. Þegar þetta er makinn þinn eða barnsfaðir þá er voða erfitt að segja þetta er ofbeldismaður,“ segir María. Eftir mikið ofbeldi segist María lokst hafa áttað sig á gangi mála og fór frá manninum. Hún segir að það hafi breytt öllu að viðurkenna ofbeldið fyrir sjálfri sér. „Það skiptir rosalega miklu máli að fólk tali við einhvern eiginlega alveg sama hver það er. Það getur verið einhver alveg ókunnugur. Jafnvel bara að skrifa það ef þú getur ekki sagt það en það er ofsalega erfitt að segja það upphátt í fyrsta skipti því þá fær maður svo mikið raunveruleikasjokk,“ segir María. Í dag er María í sambúð með öðrum manni. Enn fær hún þó hótanir frá sínum fyrrverandi. „Hann til dæmis hótaði lengi að setja nektarmyndir af mér á netið og setja þær á síðu nemenda þar sem ég er að kenna og ég varð rosalega hrædd,“ segir María og bætir við að í dag sé hún ekki lengur hrædd. Hann hafi ekki vald yfir henni lengur.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira