Íslandsvinurinn Moore: „Njótið ömurlega lífsins ykkar á eyjunni“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. ágúst 2017 12:12 Michael Moore tekur á hinum ýmsu kvillum bandarísks samfélags í myndum sínum. MYND/GETTY Hinn umdeildi heimildarmyndargerðarmaður Michael Moore er sannfærður um að ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu sé röng. Hann var ekkert að skafa af því í samtali við sjónvarpsstöðins Channel 4 á dögunum: „Njótið ömurlega lífsins ykkar á eyjunni,“ sagði Moore og beindi orðum sínum að Bretum áður en hann bætti við „Þið eruð enn hluti af Evrópu en það er greinilegt að mörg ykkar vilja ekki vera hluti af henni.“ Michael Moore var fenginn í viðtal til að ræða nýjustu kvikmynd kappans, Where to Invade Next eða Hvert skal næst gera innrás. Þar fer hann fögrum orðum um veikindaleyfi Ítala, skólamáltíðir í Frakklandi og kemst að þeirri niðurstöðu að heimurinn væri töluvert betri staður ef konur fengju að ráða ferðinni. Þá leikur Ísland stóra rullu í myndinni en við tökur hér á landi árið 2015 ræddi Moore meðal annars við Vigdísi Finnbogadóttur, sérstaka saksóknarann Ólaf Þór Hauksson og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekkt sem Dísa í World Class.Sjá einnig: Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael MooreÍ viðtalinu á Channel 4 sagði Moore að honum, eins og mörgum, hafi ákvörðunin um að kjósa um áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu hafa komið sér á óvart en að honum þætti hún samt skiljanleg. „Þið búið við mikla réttlætanlega reiði, fólk sem áður var í millistétt á nú erfitt með að ná endum saman. Brexit hjá ykkur og Trump í Bandaríkjunum eru eins og Molotov-eldsprengjur sem það kastaði inn í kerfið sem brást því.“ Michael Moore var með þeim fyrstu sem spáði því að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum vestanhafs og segir hann að eina leiðin til að halda honum í skefjum sé að rugla hann í ríminu. „Hann á mjög auðvelt með að tapa þræðinum. Hann er hörundsár og ef við verðum eins og býflugnager í kringum hann næstu árin þá er líklega hægt að koma í veg fyrir eitthvað af þeim óskunda sem hann mun reyna framkvæma.“ Viðtalsbrot við Moore má sjá hér að neðan Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira
Hinn umdeildi heimildarmyndargerðarmaður Michael Moore er sannfærður um að ákvörðun Breta um að segja sig úr Evrópusambandinu sé röng. Hann var ekkert að skafa af því í samtali við sjónvarpsstöðins Channel 4 á dögunum: „Njótið ömurlega lífsins ykkar á eyjunni,“ sagði Moore og beindi orðum sínum að Bretum áður en hann bætti við „Þið eruð enn hluti af Evrópu en það er greinilegt að mörg ykkar vilja ekki vera hluti af henni.“ Michael Moore var fenginn í viðtal til að ræða nýjustu kvikmynd kappans, Where to Invade Next eða Hvert skal næst gera innrás. Þar fer hann fögrum orðum um veikindaleyfi Ítala, skólamáltíðir í Frakklandi og kemst að þeirri niðurstöðu að heimurinn væri töluvert betri staður ef konur fengju að ráða ferðinni. Þá leikur Ísland stóra rullu í myndinni en við tökur hér á landi árið 2015 ræddi Moore meðal annars við Vigdísi Finnbogadóttur, sérstaka saksóknarann Ólaf Þór Hauksson og Hafdísi Jónsdóttur, einnig þekkt sem Dísa í World Class.Sjá einnig: Þjóðþekktir Íslendingar í nýrri stiklu Michael MooreÍ viðtalinu á Channel 4 sagði Moore að honum, eins og mörgum, hafi ákvörðunin um að kjósa um áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu hafa komið sér á óvart en að honum þætti hún samt skiljanleg. „Þið búið við mikla réttlætanlega reiði, fólk sem áður var í millistétt á nú erfitt með að ná endum saman. Brexit hjá ykkur og Trump í Bandaríkjunum eru eins og Molotov-eldsprengjur sem það kastaði inn í kerfið sem brást því.“ Michael Moore var með þeim fyrstu sem spáði því að Donald Trump myndi bera sigur úr býtum vestanhafs og segir hann að eina leiðin til að halda honum í skefjum sé að rugla hann í ríminu. „Hann á mjög auðvelt með að tapa þræðinum. Hann er hörundsár og ef við verðum eins og býflugnager í kringum hann næstu árin þá er líklega hægt að koma í veg fyrir eitthvað af þeim óskunda sem hann mun reyna framkvæma.“ Viðtalsbrot við Moore má sjá hér að neðan
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fleiri fréttir Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Sjá meira