Erlent

Myndband sýnir menn skjóta hákarl með skammbyssu og hlæja

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Málið er til rannsóknar.
Málið er til rannsóknar. Vísir/Getty
Dýraverndunarsinnar í Miami Flórída eru hneykslaðir á myndbandi sem sýnir illa meðferð á hákarli. Í myndbandinu má sjá menn hlæja á meðan þeir skjóta hákarlinn og horfa á hann blæða út. Árásir manna gagnvart hákörlum hafa verið algengar í fylkinu undanfarið. 

Russ Rector, einn dýraverndunarsinnanna sem fordæmir atvikið, segir að maðurinn sem hafi tekið myndbandið hafi sent honum það og nú sé verið að rannsaka málið. Ekki er vitað hvar eða hvenær myndbandið var tekið. Samkvæmt Samtökum um verndun villtra dýrategunda og fiska í Flórída er það ólöglegt að skjóta hákarla í sjónum við Flórída. Hins vegar sé það ekki bannað utan þeirrar lögsögu.

Haft er eftir ríkisstjóra Flórída, Rick Scott, að hann vilji herða reglur og að hann vilji alfarið bana fiskveiðar sem séu gerðar á ómannúðlegan hátt.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Rétt er að vara við því að myndefnið er ekki fyrir viðkvæma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×