Segir umræðu um kaupmátt vera blekkingu Birgir Olgeirsson skrifar 18. mars 2017 15:14 „Þetta fólk er ekki að sjá þennan 20 prósenta kaupmátt sem er alltaf verið að veifa framan í okkur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem hann hélt því fram að umræðan í kringum kaupmáttaraukningu sé blekking. „Það er fólk til dæmis með 260 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði sem er ekki búið að fá 20 prósenta kaupmáttaraukningu. Fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði hafa fengið launahækkanir en á móti virðast þær skertar vegna tekjutenginga barnabóta og vaxtabóta,“ sagði Ragnar sem sagði fæsta finna fyrir því að hér á landi hafi orðið 20 prósenta kaupmáttaraukning. „Við getum ekki sagt að einstaklingur með tvær milljónir á mánuði, sem fær 20 prósenta launahækkun og skuldar ekki krónu, sé með sömu kaupmáttaraukningu og einstaklingur á meðaltekjum eða lágmarkstekjum, 260 þúsund krónur, og er á leigumarkaði. Eða fjölskylda með tvö börn sem er að missa barna- og vaxtabætur vegna tekjutengingar.“ Hann sagði að á síðustu tveimur árum hafi í raun verið verðhjöðnun hér á landi ef húsnæðisliðurinn væri ekki tekinn inn í neysluvísitölugrunninn. Á meðan hafi verið 12,6 prósenta kjarasamningsbundnar launahækkanir hjá VR sem gerði það að verkum að hans mati að allt tal um að launahækkanir hjá almenningi ógni stöðugleika sé ekki rétt. Ragnar vill láta breyta lögum um lífeyrissjóði sem geri þeim mögulegt að stuðla að samfélagslegum verkefnum og uppbyggingu hér á landi. Þannig væri til að mynda hægt að koma upp óhagnaðardrifnum leigufélögum því ekkert gagn sé í að byggja íbúðir um allar trissur ef enginn hefur efni á að kaupa þær.Hægt er að horfa á Víglínuna í heild hér fyrir ofan: Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira
„Þetta fólk er ekki að sjá þennan 20 prósenta kaupmátt sem er alltaf verið að veifa framan í okkur,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formaður VR, í Víglínunni á Stöð 2 í dag þar sem hann hélt því fram að umræðan í kringum kaupmáttaraukningu sé blekking. „Það er fólk til dæmis með 260 þúsund krónur á mánuði á leigumarkaði sem er ekki búið að fá 20 prósenta kaupmáttaraukningu. Fjölskyldur sem búa í eigin húsnæði hafa fengið launahækkanir en á móti virðast þær skertar vegna tekjutenginga barnabóta og vaxtabóta,“ sagði Ragnar sem sagði fæsta finna fyrir því að hér á landi hafi orðið 20 prósenta kaupmáttaraukning. „Við getum ekki sagt að einstaklingur með tvær milljónir á mánuði, sem fær 20 prósenta launahækkun og skuldar ekki krónu, sé með sömu kaupmáttaraukningu og einstaklingur á meðaltekjum eða lágmarkstekjum, 260 þúsund krónur, og er á leigumarkaði. Eða fjölskylda með tvö börn sem er að missa barna- og vaxtabætur vegna tekjutengingar.“ Hann sagði að á síðustu tveimur árum hafi í raun verið verðhjöðnun hér á landi ef húsnæðisliðurinn væri ekki tekinn inn í neysluvísitölugrunninn. Á meðan hafi verið 12,6 prósenta kjarasamningsbundnar launahækkanir hjá VR sem gerði það að verkum að hans mati að allt tal um að launahækkanir hjá almenningi ógni stöðugleika sé ekki rétt. Ragnar vill láta breyta lögum um lífeyrissjóði sem geri þeim mögulegt að stuðla að samfélagslegum verkefnum og uppbyggingu hér á landi. Þannig væri til að mynda hægt að koma upp óhagnaðardrifnum leigufélögum því ekkert gagn sé í að byggja íbúðir um allar trissur ef enginn hefur efni á að kaupa þær.Hægt er að horfa á Víglínuna í heild hér fyrir ofan:
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Sjá meira