Íslendingar vilja fríverslunarsamning við Japan Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2016 10:21 Össur segir að allir vilji samninga við Japan og er lag fyrir Íslendinga. Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“ Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Sjá meira