Íslendingar vilja fríverslunarsamning við Japan Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2016 10:21 Össur segir að allir vilji samninga við Japan og er lag fyrir Íslendinga. Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“ Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Össur Skarphéðinsson fagnar nú því að þingið hafi í gær samþykkt þingsályktunartillögu hans um fríverslunarsamning við Japan. Í nefndaráliti utanríkismálanefndar, sem samþykkti tillöguna óbreytta, segir að Japan sé mikilvægur markaður fyrir íslenskar afurðir, ekki síst á sviði sjávarútvegs. Íslendingar flytja inn margvíslegar vörur frá Japan. „Fríverslunarsamningur milli landanna mundi því bæta lífskjör þjóðanna beggja með lægra vöruverði og aukinni framleiðslu og veltu í viðskiptum.“Japan hefur verið að opnast Japanir hafa síðasta áratug verið að opna á viðskipti við útlönd með fríverslunarsamningum sem er breyting frá því sem verið hefur. En, þessi er stefna núverandi stjórnvalda og er þá sérstaklega vísað til þjóða sem hafa yfir miklum auðlindum að ráða. „Við umfjöllun nefndarinnar kom fram að íslensk stjórnvöld hafi lengi falast eftir fríverslunarviðræðum við Japan án árangurs. Einnig hefur verið unnið að slíkum samningum á vettvangi EFTA, en niðurstaða þeirra umleitana var gerð tvíhliða samnings milli Japans og Sviss. Nefndin tekur undir þau rök að breyttar aðstæður feli í sér tækifæri fyrir Ísland sem beri að láta á reyna af fullum þunga. 60 ára afmæli stjórnmálasambands ríkjanna á þessu ári er gott tilefni og hvatning til að hefja viðræður við fyrsta tækifæri.“Allir vilja samninga við Japan Vísir náði sambandi við Össur, en hann var þá staddur í lest erlendis með síma sem var við að verða batteríslaus. Össur var kampakátur. „Þetta eru miklir hagsmunir fyrir neytendur og útflytjendur á Íslandi. Viðskipti við Japan eru mikil og vaxandi. Sérstakt tækifæri er núna því Japam hefur verið lokað land þangað til i tíð núverandi stjórnar Shinzo Abe, sem ætlar að stórefla fríverslun.“ Össur segir þetta henta Íslandi sérstaklega vel. „Japanir vilja setja i forgang lönd sem framleiða heilnæm matvæli og búa yfir sterkum auðlindum. Á þessu ari er 60 ára afmæli stjórnmalasambands og ríki nota slík tímamót gjarnan til að gera mikilvæga samninga. Nú er því sérstakt tækifæri og brýnt að stjórnvöld fari strax í að framkvæma samþykkt Alþingis. Öll lönd heims vilja gera samning við Japani og við getum lent í langri biðröð ef við förum ekki strax í málið.“ Össur segir eindrægni Alþingis í málinu mikilvæg fyrir framgang þess og setur það sérstakan þrýsting á japönsk stjórnvöld. „Sem hafa tregðast við að semja við Íslendinga um fríverslun til þessa. Þeir hafa borið við smæð Íslands en það eru rök sem Ísland á aldrei að taka gild.“
Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent