Dýrmætt að fá að þakka fyrir sig Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 11:00 Pil Christoffersen. Charlotta Rós Sigmundsdóttir er tuttugu og sex ára gömul. Hún ólst upp í Breiðholtinu og naut aðstoðar Vilborgar Oddsdóttur félagsráðgjafa, við að mennta sig. „Þegar ég kom til Vilborgar mætti mér annað viðhorf en tíðkaðist annar staðar,“ segir Charlotta frá. Vilborg aðstoðaði Charlottu við kaup á bókum og greiddi skólagjöldin fyrir hana. Hún lauk námi í framreiðslu við Menntaskólann í Kópavogi . „Menntun er sterkasta vopnið til að berjast út úr vítahring fátæktar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Þegar ég lít til baka man ég eftir rosa miklum mun á metnaði og viðhorfum krakkanna í skólanum og okkar sem bjuggum í „féló-blokkinni“. Sá munur ýtti enn frekar undir það að við einöngruðumst. En við höfðum þó alltaf hvert annað.“ Charlotta kláraði sveinsprófið og hefur starfað sem veitingastjóri síðastliðin ár. „Ég er mjög sátt í dag, er að bæta við mig háskólanámi í viðskiptafræði, á eigin íbúð, feril og gott líf.Sjá einnig:Vilborg Oddsdóttir: Fátækt deyr þegar draumar fá líf Ég fór til Vilborgar nokkrum árum eftir útskrift. Mig langaði alltaf til að þakka henni fyrir hjálpina og reyna að gefa eitthvað til baka. Á þeim tíma var ég að vinna sem vaktstjóri á veitingastað. Við vorum með umbunarkerfi sem gekk út á að verðlauna vel unnin störf. Ég ákvað að verðlaunin yrðu þau að gefa gjöf og keypti gjafabréf hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Vilborg var glöð að sjá mig og örugglega fegin að sjá að það hafði ræst eitthvað úr mér,“ segir hún og hlær. „Út frá því hefur Vilborg samband við mig og ég fer til Svíþjóðar á vegum velferðarráðuneytis þar sem unnin var skýrsla um fátækt fyrir Nordic Welfare Center. Verkefnið vatt upp á sig og Charlotta er núna stödd í Brussel á PEPP-ráðstefnu (People Experiencing Poverty) og flýgur þaðan yfir til Finnlands til að fylgja eftir útgáfu á bók.Mynd/Pil ChristoffersenAfrakstur verkefnisins kemur út á morgun, sunnudag. Charlotta er á meðal tuttugu og fjögurra ungra rithöfunda sem eiga efni í safnbókinni Á morgun er aldrei nýr dagur (Tomorrow is Never a New Day). Bókin er gefin út af Ordskælv í tilefni af afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir textarnir í bókinni hverfast um sama þema: reynsluna af því að alast upp við fátækt á Norðurlöndum. „Ég vona að krakkar fái að lesa það sem við skrifuðum og finni að þau eru ekki ein. Að það er í lagi með þau, að þau eru jafngóð. Að það er í lagi að alast upp í öðruvísi aðstæðum og þetta fyrirmyndarfjölskyldulíf er ekki allt. Það þýðir ekki að þú verðir verr staddur í framtíðinni. Fátækt er nefnilega svo skrítið fyrirbæri, hún er nokkurs konar ástand. Hún er ekki örlög. Fólk segir stundum að ég sé með bein í nefinu, að ég sé mjög ákveðin. Ég efast um að ég hefði orðið það í heitum potti í Garðabænum. Ég er stolt og ánægð. Ég þurfti að ryðja mér leið.“ Mikilvægast finnst Charlottu að henni tókst að varpa frá sér skömminni. „Ég hitti þessa krakka sem höfðu búið við fátækt í tengslum við þetta verkefni. Ég heyrði aldrei neinn þeirra tala um að hann óskaði sér að vera öðruvísi, að hafa fengið annað hlutskipti. Ekki ég heldur. Ég væri ekki ég ef ég væri ekki með þessa litríku reynslu að baki, ég sá alls konar og upplifði margt sem ég hefði ekki upplifað í meira fyrirmyndarumhverfi. En það sem flestir óskuðu sér var að losna við skömmina og átökin sem fóru í að reyna að leyna aðstæðum. Þess óskaði ég mér líka.“Brot úr frásögn Charlottu: VillingablokkinÍ dag er fyrsti skóladagurinn minn. Kennarinn minn heitir Iðunn og er svo góð við mig. Í lok dagsins knúsa ég hana bless, henni finnst það pínku skrítið og hlær. Ég labba ein heim og get ekki beðið eftir að segja mömmu frá öllu því skemmtilega sem gerðist í dag. Við vorum að flytja í nýja blokk sem ríkisstjórnin á og mamma segir að við megum búa hér eins lengi og við viljum. Á leiðinni heim hitti ég strák sem vill vera samfó. Um leið og ég segi honum hvar ég á heima verður hann skrítinn og furðuleg gretta kemur á hann.„Áttu heima í villingablokkinni?“ spyr hann og labbar í burtu áður en ég næ að svara.Hvað meinar hann með villingablokk? Eru bara villingar sem eiga heima hérna, eða er ég villingur af því ég bý í þessari blokk?Við vorum ótrúlega heppin – við fengum garð! Við búum á neðstu hæð og þurfum ekki að labba upp stigana. Andri er strax búinn að eignast vin sem er í sama bekk og heitir Gústi. Hann býr á annarri hæð í stigaganginum með fullt af fólki. Pabbi hans heitir líka Gústi og er fyllibytta og þegar hann drekkur fær hann ekki að komast inn til sín. Gústi gamli sefur stundum á ganginum og ég er stundum hrædd við að fara út á morgnana, því einu sinni reyndi hann að elta mig. Heima hjá Gústa eru þrjú svefnherbergi en það eru sjö í fjölskyldunni, allavega núna, hin systir Gústa litla var að flytja heim með ameríska manninum sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli, litlu barni og tveimur hundum. Það er kannski ekkert skrítið að Gústi gamli sofi á ganginum, kannski er bara ekkert pláss fyrir hann.[…]Mamma situr inni í eldhúsi með bjór í glasi og starir ákveðin út í loftið. Ég heilsa henni en hún horfir strangt á mig og svarar mér eins og hún sé einhvers staðar annars staðar. Hún segist þurfa að drekka í sig kjark því það séu hlutir sem þurfi að gera.„Enginn annar ætlar að gera þetta svo þá verð ég bara að gera það sjálf, það er ekki er hægt að treysta á þessa kalla sem tala um sig eins og stóra menn en eru svo bara aumingjar þegar á reynir, hvað þá yfirvöldin – hvern eru þau að vernda, allavega ekki fólkið í landinu og hvað þá þá sem minna mega sín!“Ég smeygi mér að herberginu mínu, hún er hvort sem er að spjalla við sjálfa sig en ekki mig.Mamma hafði greinilega farið út því nú heyri ég hana koma inn og setjast við eldhúsborðið, ég slekk á tónlistinni og hlusta eftir fleira fólki, en hún er ein og að tala í símann. Ég heyri að hún kynnir sig með nafni og heimilisfangi.„Gott kvöld. Ég vildi bara láta ykkur vita að ég var að koma heim en ég var að enda við að brjóta allar rúður á íbúð hér í næsta stigagangi. Svoleiðis er mál með vexti að það býr barnaníðingur í íbúðinni og það virðist vera að öllum sé sama. Ég sá ekkert annað í stöðunni en að taka málin í mínar hendur. Ég er heima og þið vitið hvar mig er að finna ef þið hafið frekari spurningar. Nú jæja vinur, já ég geri það, takk og vertu bless.“Ég get ekki hamið mig um að hlæja, það heyrðist greinilega gegnum símann að hún væri drukkin, en þetta var samt ótrúlega pent hjá henni. Ég fer fram og spyr hana hvað þeir hafi sagt.„Charlotta, ég var að tala við lögregluna.“„Já mamma, ég heyrði það, hvað sögðu þeir eiginlega?“„Jaaa – þetta var indælis drengur. Hann spurði mig bara hvort það væri allt í lagi með mig og hvort ég vildi ekki bara fara að leggja mig!Kylfan sem ég smíðaði í áttunda bekk liggur við hliðina á henni. Hún brosir og ég hlæ, gríp utan um hana og kyssi hana á ennið.Nánar um bókina: Á morgun er aldrei nýr dagur er safnrit um að alast upp í fátækt á Norðurlöndum. Charlotta Rós er einn tuttugu og fjögurra höfunda frásagna í bókinni. Þrjár aðrar íslenskar stúlkur segja frá veruleika sínum í bókinni. Sara Dögg Helenardóttir, 21 árs móðir. Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, 17 ára menntaskólanemi, og Alexandra Melkorka Róbertsdóttir, 15 ára sem dreymir um að verða rithöfundur. Bókin er gefin út af forlaginu Ordskælv í tilefni af afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dregnar eru upp persónulegar svipmyndir af heimi sem annars er mörgum dulinn. Bókin er afurð ritlistarverkefnis fyrir ungmenni frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ordskælv er ritsmiðja og forlag í Kaupmannahöfn sem ekki er rekið í hagnaðarskyni og þar fengu ungmennin stuðning. Norræna barna- og ungmennanefndin (NORDBUK) og Norræna ráðherranefndin um menningarmál höfðu frumkvæði að verkefninu en Norræna húsið hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Á vordögum 2016 tóku rithöfundarnir ungu þátt í vinnusmiðjum þar sem þeir nutu aðstoðar leiðbeinenda á eigin móðurmáli. Í júní hittust ungmennin svo í lýðháskólanum á Biskops Arnö, þar sem þau hittu einnig aðra rithöfunda og ritstjóra. Afraksturinn eru frásagnir, sannar sögur af fátækt en höfundar voru allir sammála um að þeirra ósk væri nú og þá að fólk meðtæki veruleika þeirra og brygðist við. Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Charlotta Rós Sigmundsdóttir er tuttugu og sex ára gömul. Hún ólst upp í Breiðholtinu og naut aðstoðar Vilborgar Oddsdóttur félagsráðgjafa, við að mennta sig. „Þegar ég kom til Vilborgar mætti mér annað viðhorf en tíðkaðist annar staðar,“ segir Charlotta frá. Vilborg aðstoðaði Charlottu við kaup á bókum og greiddi skólagjöldin fyrir hana. Hún lauk námi í framreiðslu við Menntaskólann í Kópavogi . „Menntun er sterkasta vopnið til að berjast út úr vítahring fátæktar. Börn læra það sem fyrir þeim er haft. Þegar ég lít til baka man ég eftir rosa miklum mun á metnaði og viðhorfum krakkanna í skólanum og okkar sem bjuggum í „féló-blokkinni“. Sá munur ýtti enn frekar undir það að við einöngruðumst. En við höfðum þó alltaf hvert annað.“ Charlotta kláraði sveinsprófið og hefur starfað sem veitingastjóri síðastliðin ár. „Ég er mjög sátt í dag, er að bæta við mig háskólanámi í viðskiptafræði, á eigin íbúð, feril og gott líf.Sjá einnig:Vilborg Oddsdóttir: Fátækt deyr þegar draumar fá líf Ég fór til Vilborgar nokkrum árum eftir útskrift. Mig langaði alltaf til að þakka henni fyrir hjálpina og reyna að gefa eitthvað til baka. Á þeim tíma var ég að vinna sem vaktstjóri á veitingastað. Við vorum með umbunarkerfi sem gekk út á að verðlauna vel unnin störf. Ég ákvað að verðlaunin yrðu þau að gefa gjöf og keypti gjafabréf hjá Hjálparstofnun kirkjunnar. Vilborg var glöð að sjá mig og örugglega fegin að sjá að það hafði ræst eitthvað úr mér,“ segir hún og hlær. „Út frá því hefur Vilborg samband við mig og ég fer til Svíþjóðar á vegum velferðarráðuneytis þar sem unnin var skýrsla um fátækt fyrir Nordic Welfare Center. Verkefnið vatt upp á sig og Charlotta er núna stödd í Brussel á PEPP-ráðstefnu (People Experiencing Poverty) og flýgur þaðan yfir til Finnlands til að fylgja eftir útgáfu á bók.Mynd/Pil ChristoffersenAfrakstur verkefnisins kemur út á morgun, sunnudag. Charlotta er á meðal tuttugu og fjögurra ungra rithöfunda sem eiga efni í safnbókinni Á morgun er aldrei nýr dagur (Tomorrow is Never a New Day). Bókin er gefin út af Ordskælv í tilefni af afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir textarnir í bókinni hverfast um sama þema: reynsluna af því að alast upp við fátækt á Norðurlöndum. „Ég vona að krakkar fái að lesa það sem við skrifuðum og finni að þau eru ekki ein. Að það er í lagi með þau, að þau eru jafngóð. Að það er í lagi að alast upp í öðruvísi aðstæðum og þetta fyrirmyndarfjölskyldulíf er ekki allt. Það þýðir ekki að þú verðir verr staddur í framtíðinni. Fátækt er nefnilega svo skrítið fyrirbæri, hún er nokkurs konar ástand. Hún er ekki örlög. Fólk segir stundum að ég sé með bein í nefinu, að ég sé mjög ákveðin. Ég efast um að ég hefði orðið það í heitum potti í Garðabænum. Ég er stolt og ánægð. Ég þurfti að ryðja mér leið.“ Mikilvægast finnst Charlottu að henni tókst að varpa frá sér skömminni. „Ég hitti þessa krakka sem höfðu búið við fátækt í tengslum við þetta verkefni. Ég heyrði aldrei neinn þeirra tala um að hann óskaði sér að vera öðruvísi, að hafa fengið annað hlutskipti. Ekki ég heldur. Ég væri ekki ég ef ég væri ekki með þessa litríku reynslu að baki, ég sá alls konar og upplifði margt sem ég hefði ekki upplifað í meira fyrirmyndarumhverfi. En það sem flestir óskuðu sér var að losna við skömmina og átökin sem fóru í að reyna að leyna aðstæðum. Þess óskaði ég mér líka.“Brot úr frásögn Charlottu: VillingablokkinÍ dag er fyrsti skóladagurinn minn. Kennarinn minn heitir Iðunn og er svo góð við mig. Í lok dagsins knúsa ég hana bless, henni finnst það pínku skrítið og hlær. Ég labba ein heim og get ekki beðið eftir að segja mömmu frá öllu því skemmtilega sem gerðist í dag. Við vorum að flytja í nýja blokk sem ríkisstjórnin á og mamma segir að við megum búa hér eins lengi og við viljum. Á leiðinni heim hitti ég strák sem vill vera samfó. Um leið og ég segi honum hvar ég á heima verður hann skrítinn og furðuleg gretta kemur á hann.„Áttu heima í villingablokkinni?“ spyr hann og labbar í burtu áður en ég næ að svara.Hvað meinar hann með villingablokk? Eru bara villingar sem eiga heima hérna, eða er ég villingur af því ég bý í þessari blokk?Við vorum ótrúlega heppin – við fengum garð! Við búum á neðstu hæð og þurfum ekki að labba upp stigana. Andri er strax búinn að eignast vin sem er í sama bekk og heitir Gústi. Hann býr á annarri hæð í stigaganginum með fullt af fólki. Pabbi hans heitir líka Gústi og er fyllibytta og þegar hann drekkur fær hann ekki að komast inn til sín. Gústi gamli sefur stundum á ganginum og ég er stundum hrædd við að fara út á morgnana, því einu sinni reyndi hann að elta mig. Heima hjá Gústa eru þrjú svefnherbergi en það eru sjö í fjölskyldunni, allavega núna, hin systir Gústa litla var að flytja heim með ameríska manninum sínum sem vinnur á Keflavíkurflugvelli, litlu barni og tveimur hundum. Það er kannski ekkert skrítið að Gústi gamli sofi á ganginum, kannski er bara ekkert pláss fyrir hann.[…]Mamma situr inni í eldhúsi með bjór í glasi og starir ákveðin út í loftið. Ég heilsa henni en hún horfir strangt á mig og svarar mér eins og hún sé einhvers staðar annars staðar. Hún segist þurfa að drekka í sig kjark því það séu hlutir sem þurfi að gera.„Enginn annar ætlar að gera þetta svo þá verð ég bara að gera það sjálf, það er ekki er hægt að treysta á þessa kalla sem tala um sig eins og stóra menn en eru svo bara aumingjar þegar á reynir, hvað þá yfirvöldin – hvern eru þau að vernda, allavega ekki fólkið í landinu og hvað þá þá sem minna mega sín!“Ég smeygi mér að herberginu mínu, hún er hvort sem er að spjalla við sjálfa sig en ekki mig.Mamma hafði greinilega farið út því nú heyri ég hana koma inn og setjast við eldhúsborðið, ég slekk á tónlistinni og hlusta eftir fleira fólki, en hún er ein og að tala í símann. Ég heyri að hún kynnir sig með nafni og heimilisfangi.„Gott kvöld. Ég vildi bara láta ykkur vita að ég var að koma heim en ég var að enda við að brjóta allar rúður á íbúð hér í næsta stigagangi. Svoleiðis er mál með vexti að það býr barnaníðingur í íbúðinni og það virðist vera að öllum sé sama. Ég sá ekkert annað í stöðunni en að taka málin í mínar hendur. Ég er heima og þið vitið hvar mig er að finna ef þið hafið frekari spurningar. Nú jæja vinur, já ég geri það, takk og vertu bless.“Ég get ekki hamið mig um að hlæja, það heyrðist greinilega gegnum símann að hún væri drukkin, en þetta var samt ótrúlega pent hjá henni. Ég fer fram og spyr hana hvað þeir hafi sagt.„Charlotta, ég var að tala við lögregluna.“„Já mamma, ég heyrði það, hvað sögðu þeir eiginlega?“„Jaaa – þetta var indælis drengur. Hann spurði mig bara hvort það væri allt í lagi með mig og hvort ég vildi ekki bara fara að leggja mig!Kylfan sem ég smíðaði í áttunda bekk liggur við hliðina á henni. Hún brosir og ég hlæ, gríp utan um hana og kyssi hana á ennið.Nánar um bókina: Á morgun er aldrei nýr dagur er safnrit um að alast upp í fátækt á Norðurlöndum. Charlotta Rós er einn tuttugu og fjögurra höfunda frásagna í bókinni. Þrjár aðrar íslenskar stúlkur segja frá veruleika sínum í bókinni. Sara Dögg Helenardóttir, 21 árs móðir. Þórhildur Vígdögg Kristínardóttir, 17 ára menntaskólanemi, og Alexandra Melkorka Róbertsdóttir, 15 ára sem dreymir um að verða rithöfundur. Bókin er gefin út af forlaginu Ordskælv í tilefni af afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dregnar eru upp persónulegar svipmyndir af heimi sem annars er mörgum dulinn. Bókin er afurð ritlistarverkefnis fyrir ungmenni frá Danmörku, Finnlandi, Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Ordskælv er ritsmiðja og forlag í Kaupmannahöfn sem ekki er rekið í hagnaðarskyni og þar fengu ungmennin stuðning. Norræna barna- og ungmennanefndin (NORDBUK) og Norræna ráðherranefndin um menningarmál höfðu frumkvæði að verkefninu en Norræna húsið hefur umsjón með framkvæmd verkefnisins á Íslandi. Á vordögum 2016 tóku rithöfundarnir ungu þátt í vinnusmiðjum þar sem þeir nutu aðstoðar leiðbeinenda á eigin móðurmáli. Í júní hittust ungmennin svo í lýðháskólanum á Biskops Arnö, þar sem þau hittu einnig aðra rithöfunda og ritstjóra. Afraksturinn eru frásagnir, sannar sögur af fátækt en höfundar voru allir sammála um að þeirra ósk væri nú og þá að fólk meðtæki veruleika þeirra og brygðist við.
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Lífið Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fleiri fréttir „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög