Lífið

David og Victoria Beckham nýir Íslandsvinir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
David og Victoria Beckham hafa verið saman í tæpa tvo áratugi.
David og Victoria Beckham hafa verið saman í tæpa tvo áratugi. Vísir/AFP
Knattspyrnukempan fyrrverandi David Beckham og eiginkona hans, söngkonan og fatahönnuðurinn Victoria Beckham, eru á leið til Íslands samkvæmt heimildum DV. Þau munu dvelja hér á landi sem gestir Björgólfs Thors Björgólfssonar athafnamanns.

Sjá einnig:Þegar Beckham og Bjöggi fóru saman á íshokkíleik

David Beckham er þekktastur fyrir sparkgetu sína en hann sló í gegn fyrst hjá Manchester United en spilaði síðar með AC Milan, Real Madrid og L.A. Galaxy. Þá var hann fyrirliði enska landsliðsins. Victoria var ein af fimm söngkonum Spice Girls en tuttugu ár eru liðin síðan lag þeirra Wannabe sló í gegn.

Samkvæmt heimildum DV er stefnt að því að fara í veiði með hjónin en ekki er vitað til þess að þau hafi áður komið til Íslands. Þau eru hins vegar aðdáendur íslenskra hamborgara enda tíðir gestir á Búllunni í London eins og oft hefur verið greint frá.


Tengdar fréttir

Björgólfur og Beckham eru góðir vinir

Björgólfur Thor Björgólfsson er eini Íslendingurinn á Forbes listanum yfir ríkustu einstaklingana í heiminum, en hann er í 1121. sæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.