Sigríður Ingibjörg: Einkarekstur heilsugæslustöðva slæm og misheppnuð hugmynd sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. júlí 2016 12:01 „Þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður." vísir/gva Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda um að ganga til samninga um rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiskerfið sé algjörlega fjársvelt og því sé þetta skref í ranga átt. Fyrst og fremst þurfi að auka fjármagn í heilsugæslustöðvarnar sjálfar.Greint var frá því í gær að Ríkiskaup hyggjast ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er við Bíldshöfða í Reykjavík og hin er við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þrjár heilsugæslustöðvar en einu tilboðinu var hafnað.Hugmyndafræðilegur áhugi heilbrigðisráðherra „Ég hef ekki farið dult með það að ég er mjög ósátt við það að það eigi að auka einkarekstur í heilsugæslunni og tel þetta skref í ranga átt. Og nú sýnir sig líka að þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður," segir Sigríður. „Við erum með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið fjársvelt, ekki bara frá hruni heldur mun lengri tíma en það. Það þarf að veita frekari fjármunum þar inn. Þetta er bara skref í ranga átt sem hefur bara með hugmyndafræðilegan áhuga ráðherra að gera en ekki verið að líta á það sem er best fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi," bætir hún við. Sigríður segir þessar hugmyndir ekki til þess fallnar að auka aðgengi þeirra sem mest þurfa á að halda. „Það hefur sýnt sig til dæmis í Svíþjóð þar sem það hefur verið gengið ansi langt í þessum efnum. Þetta dregur í raun og veru úr aðgengi þeirra sem helst þurfa á þjónustunni að halda. Það er efnaðra fólk sem fær betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu en það er líka hópurinn sem þarf minnst á því að halda."Galið að Alþingi hafi ekki fjallað um málið Sigríður gagnrýnir það að Alþingi hafi ekki tekið þessi mál til umræðu. Hún vísar í frumvarp sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram í mars þar sem lagt er til að óheimilt verði að semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslu eða á heilbrigðisstofnun nema með samþykkt Alþingis og bann verði lagt við lögum um sjúkratryggingar. „Frumvarpið hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar þar sem við segjum að við viljum ekki að það sé heimilt að setja grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar í einkarekstur nema að undangenginni samþykkt Alþingis. Alþingi hefur ekkert fjallað um þessa stefnubreytingu. Það er algjörlega galið, þegar verið er að fjalla um mikilvægan þátt í heilbrigðisþjónustunni eins og heilsugæsluna. Svo segir ráðherra að það eigi að vera bann við útgreiðslu á arði, en í frumvarpinu okkar erum við einmitt að skrifa það skýrt inn í lögin því það er ekkert í lögunum í dag sem kemur í veg fyrir það, eins og við vitum, að heilbrigðisþjónusta í einkarekstri geti verið rekin með hagnaðarsjónarmiðum," segir Sigríður Ingibjörg. Tengdar fréttir Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00 Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, gagnrýnir ákvörðun stjórnvalda um að ganga til samninga um rekstur einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiskerfið sé algjörlega fjársvelt og því sé þetta skref í ranga átt. Fyrst og fremst þurfi að auka fjármagn í heilsugæslustöðvarnar sjálfar.Greint var frá því í gær að Ríkiskaup hyggjast ganga til samninga um tvær nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Önnur er við Bíldshöfða í Reykjavík og hin er við Urriðahvarf í Kópavogi. Aðeins þrjú tilboð bárust í þrjár heilsugæslustöðvar en einu tilboðinu var hafnað.Hugmyndafræðilegur áhugi heilbrigðisráðherra „Ég hef ekki farið dult með það að ég er mjög ósátt við það að það eigi að auka einkarekstur í heilsugæslunni og tel þetta skref í ranga átt. Og nú sýnir sig líka að þetta útboð er algjörlega misheppnað. Það barst bara eitt tilboð í hverja stöð og svo á að fara að semja þegar allir vita að bæði er þetta vond hugmynd og samningsgrundvöllurinn er ekki góður," segir Sigríður. „Við erum með heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu sem hefur verið fjársvelt, ekki bara frá hruni heldur mun lengri tíma en það. Það þarf að veita frekari fjármunum þar inn. Þetta er bara skref í ranga átt sem hefur bara með hugmyndafræðilegan áhuga ráðherra að gera en ekki verið að líta á það sem er best fyrir heilbrigðiskerfið á Íslandi," bætir hún við. Sigríður segir þessar hugmyndir ekki til þess fallnar að auka aðgengi þeirra sem mest þurfa á að halda. „Það hefur sýnt sig til dæmis í Svíþjóð þar sem það hefur verið gengið ansi langt í þessum efnum. Þetta dregur í raun og veru úr aðgengi þeirra sem helst þurfa á þjónustunni að halda. Það er efnaðra fólk sem fær betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu en það er líka hópurinn sem þarf minnst á því að halda."Galið að Alþingi hafi ekki fjallað um málið Sigríður gagnrýnir það að Alþingi hafi ekki tekið þessi mál til umræðu. Hún vísar í frumvarp sem þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram í mars þar sem lagt er til að óheimilt verði að semja við einkaaðila um rekstur heilsugæslu eða á heilbrigðisstofnun nema með samþykkt Alþingis og bann verði lagt við lögum um sjúkratryggingar. „Frumvarpið hefur ekki náð eyrum ríkisstjórnarinnar þar sem við segjum að við viljum ekki að það sé heimilt að setja grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar í einkarekstur nema að undangenginni samþykkt Alþingis. Alþingi hefur ekkert fjallað um þessa stefnubreytingu. Það er algjörlega galið, þegar verið er að fjalla um mikilvægan þátt í heilbrigðisþjónustunni eins og heilsugæsluna. Svo segir ráðherra að það eigi að vera bann við útgreiðslu á arði, en í frumvarpinu okkar erum við einmitt að skrifa það skýrt inn í lögin því það er ekkert í lögunum í dag sem kemur í veg fyrir það, eins og við vitum, að heilbrigðisþjónusta í einkarekstri geti verið rekin með hagnaðarsjónarmiðum," segir Sigríður Ingibjörg.
Tengdar fréttir Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00 Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Sjá meira
Læknar úr opinberum störfum á einkastöðvar Nýjar einkareknar heilsugæslustöðvar virðast ekki skila mörgum nýjum læknum á höfuðborgarsvæðið frá öðrum löndum. 7. júlí 2016 07:00
Ganga til samninga um heilsugæslur Ríkiskaup ganga til samningum um rekstur tveggja einkarekinna heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu . Tilboð í þriðju stöðina var hafnað. Aðeins eitt tilboð barst í hverja stöð. Lágu framlagi frá ríkinu er kennt um. 6. júlí 2016 07:00