Áskorun flugmanna á flugvél Landhelgisgæslu Íslands Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni skrifar 24. júní 2016 07:00 Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við undirritaðir sem störfum sem flugmenn á eftirlits-, leitar- og björgunarflugvél Landhelgisgæslu Íslands mótmælum harðlega lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli áður en flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli er opnuð af flugöryggisástæðum, eins og kveðið er á um í fyrra samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar. Því er engin flugbraut með þessari stefnu á suðvesturhorni landsins opin, til að takast á við válynd suðvestanveður, en þar eru neyðarsjúkrahús og miðstöð almannavarna og björgunarþjónustu landsins staðsett. Þá hörmum við það að ekkert tillit var tekið til flugöryggishagsmuna sjúkra-, leitar-, björgunar- og almannavarnaflugs við þá ákvörðun að loka flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli og óttumst afleiðingarnar af þeirri ráðstöfun þar sem oft á tíðum þarf að fara í slík neyðarflug þegar veður eru hvað verst og aðstæður hvað varasamastar, því hefur flugöryggi þeirra sem slíkt flug stunda verið skert. Viljum við taka undir yfirlýsingu frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna frá 14. júní sl. en þar segir: „Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli. Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka flugbraut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22.maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu máli skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga. Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra- og neyðarflutninga. Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á Suðvesturlandi.“ Við undirritaðir förum fram á að samningar standi þannig að flugbraut 07/25 á Keflavíkurflugvelli verði opnuð án tafar og að flugbraut 06/24 í Reykjavík verði í að minnsta kosti opin fram að þeim tíma. Jakob Ólafsson Hafsteinn Heiðarsson Garðar Árnason Hólmar Logi Sigmundsson Ívar Atli Sigurjónsson flugmenn hjá Landhelgisgæslu Íslands
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar