Að sækja námslánin í skattaskjól Arngrímur Vídalín skrifar 4. maí 2016 13:00 Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Ágætu stjórnvöld, Ég verð stundum svolítið hugsi yfir því hvað námsmönnum er gert erfitt fyrir hér á landi alveg að ófyrirsynju, og það er ekki alveg laust við þá tilfinningu að það andi köldu yfir axlirnar á okkur með reglulegu millibili. Árlega er námsmönnum á formi lánasjóðs afhentur sendiboði til að skjóta, eins konar persónugerving ráðherra sem hægt er að kasta sín á milli á spjótseggjum og urða í mógröf fram að næstu úthlutunarreglum. Á meðan lánasjóðnum blæðir getur ráðherrann gengið óskaddaður milli fjöldafunda og talað um gildi menntunar og árangur sinn í starfi. Svona hefur þetta gengið lengur en elstu menn muna. En nú er svo komið að ekki verður skorið meir niður. Þar sem áður var svigrúm hljóða nýjar úthlutunarreglur upp á það að þeir nemendur sem ætla sér alla leið í doktorsnám geta ekki leyft sér neina útúrdúra þar sem heildarfjöldi lánshæfra eininga hefur nú verið skorinn niður allrækilega. Hefðbundið grunnnám (3 ár) eru 180 einingar, framhaldsnám (2 ár) 120 einingar, og doktorsnám (3-4 ár) 180-240 einingar. Fyrir þessu öllu var lánað auk 120 eininga til viðbótar samanlagt á hvaða námsstigi sem var. Nú aftur á móti verður ekki lánað nema fyrir 60 einingum á doktorsstigi auk 120 aukaeininga á grunn-, framhalds- eða doktorsstigi. Þetta þýðir að heildarfjöldi lánshæfra eininga er skorinn úr 600 niður í 480 – um tvö heil ár. Svigrúmið er ekkert og doktorsnemar við Íslensku- og menningardeild, þar sem doktorsnámið er fjögur ár en ekki þrjú, fá ekki lengur námslán út sinn námsferil. Það eru kaldar kveðjur til námsbrautar sem markar Háskóla Íslands einna mestrar sérstöðu í heiminum. Nýjustu úthlutunarreglur mætti orða á formi dæmisögu svona: Námsmaður hefur grunnnám en ákveður eftir fyrsta vetur að námið henti sér ekki. Því skiptir hann um svið og lýkur svo blönduðu grunnprófi í skyldum fögum á fjórum vetrum. Þvínæst lýkur hann meistaraprófi á tveim vetrum og hefur nú í hyggju að leggja stund á doktorsnám í faginu. Þá kemur á daginn að viðkomandi námsmaður hefur nýtt allt svigrúm sem úthlutunarreglur bjóða upp á og hefur því aðeins rétt til námslána í einn vetur af þrem eða fjórum sem doktorsnámið tekur. Þetta er raunhæft dæmi fyrir marga námsmenn. Niðurstaðan verður að doktorsnámi er því sem næst sjálfhætt við íslenska háskóla þar sem aðeins lítið brot doktorsnema hlýtur styrki úr samkeppnissjóðum eða getur framfleytt sér með öðrum hætti meðan á námi stendur. Doktorsnám hljóðar, þegar best lætur, upp á 70 stunda vinnuviku. Sú sérfræðiþekking sem verður til fyrir vikið er ómetanleg, en nú á skyndilega að ampútera hana frá menntakerfinu. Þessi skerðing á sér stað á sama tíma og stjórnvöld halda mjög á lofti fordæmalausum árangri sínum í að bæta kjör landsmanna auk bættrar stöðu ríkissjóðs og rekstrarafgangs af honum. Auðvitað efast ekki nokkur manneskja um þennan árangur og þó orkar það eitthvað einkennilega á sinnið að námsmenn fái enga hlutdeild í þeim árangri sem þeim er þó sagt að hafi náðst. Ef staða ríkissjóðs er svo góð sem sagt er hlýtur tilefni að vera til að auka heldur möguleika fólks á að stunda nám en að draga úr því litla sem þeim þó hefur staðið til boða fram að þessu. Málsmetandi maður hafði á dögunum orð á því að erfitt væri að eiga peninga á Íslandi og má til sanns vegar færa líkt og nýleg dæmi sýna, en það er sömuleiðis erfitt að eiga þá ekki og þurfa að reiða sig á lánastofnanir meðan maður fórnar bestu árum lífsins til að afla sér dýrmætrar þekkingar, jafnvel þótt þær séu starfræktar af ríkinu og svo eigi að heita að það sé í þágu stúdenta sem þær eru starfræktar. Ýmsum kynni að þykja þetta benda til þess að stjórnvöld deili ekki kjörum með venjulegu fólki og þekki því ekki aðstæður námsmanna af eigin raun, enda eiga námsmenn sér ekkert skjól annað en lánasjóðinn. Illar tungur segja nú að þetta hljóti að vera liður í því að beina námsmönnum heldur að einkareknum lánasjóðum sem nú gera sig líklega til að hasla sér völl, en með því ráðherrar starfa í umboði kjósenda sem eru andvígir slíkri einkavæðingu í menntakerfinu nær það auðvitað ekki nokkurri átt, eða hvað? Það væri verra ef námsmenn þyrftu eftirleiðis að sækja námslánin í skattaskjól. Ef ekki mætti af öðru dæma en athöfnum núverandi stjórnvalda í málefnum stúdenta skyldi engan undra þótt þeir og þeirra á meðal doktorsnemar spyrji sjálfa sig hvort allt þetta sé ef til vill til marks um einhvers konar andúð stjórnarflokkanna á menntun. Nú vitum við auðvitað að það getur tæpast verið, en hvað á að segja þeim? Hvernig stendur á þessari aðför að háskólakerfinu þegar ríkisreksturinn er allur í þessu líka lukkunnar velstandi? Hvað, ágætu stjórnvöld, vakir eiginlega fyrir ykkur?
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun