Píratar höfnuðu tillögu sem hefði opnað á Uber Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. maí 2016 19:00 Píratar felldu tillögu í kosningakerfi sínu um að leyfa skuli akstur leigubifreiðar sem hlutastarf og að felldar skuli úr gildi takmarkanir á fjölda leigubíla. Þetta þýðir að Píratar hafa í raun lagst gegn starfsemi Uber á Íslandi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber hefur undanfarin tvö ár haft til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Píratar hafa verið að mælast sem stærsti eða næststærsti flokkur landsins í nýlegum könnunum. Stefna flokksins mótast rafrænt í sérstöku kosningakerfi á netinu. Á dögunum var kosið um tillögu um leigubifreiðar í kosningakerfinu en reglugerð um leigubifreiðar stendur starfsemi Uber fyrir þrifum hér á landi.Í tillögunni sem var felld segir meðal annars: „Afnema skal takmörkun á fjölda leigubifreiða, þar sem slík takmörkun dregur úr samkeppni og atvinnufrelsi. (...) Leyfa skal akstur leigubifreiðar sem hlutastarf. Seinni efnisgrein 7. gr. reglugerðar um leigubifreiðar skal falla brott. (...) Afnema skal skyldu leigubílstjóra til að vera á skrá hjá bifreiðastöð með starfsleyfi. Afnema skal lágmarksfjölda atvinnuleyfishafa hjá bifreiðastöð.“ Þetta eru nákvæmlega þær reglugerðarbreytingar sem þurfa að eiga sér stað svo Uber geti starfað hér á landi. En þessi tillaga var felld í kosningakerfi Pírata með 52 atkvæðum gegn 40.Bjartur Thorlacius tölvuforritari og meðlimur í Pírötum.365/Þorbjörn ÞórðarsonBjartur Thorlacius tölvuforritari er höfundur tillögunnar sem var felld. „Tillagan sem ég lagði fram gengur út á að það sé auðveldara að stofna leigubílastöðvar. Núna er lágmarks fjöldi bifreiða hjá hverri leigubílastöð. Við viljum lækka eða afnema það lágmark þannig að hver sem er geti stofnað leigubílastöð. Það breytir öllu í starfsumhverfi leigubílstjóra að þeir geti hótað því að segja upp og hefja sinn eigin rekstur í stað þess að vera bundnir við einhverja ákveðna leigubílastöð,“ segir Bjartur. Hann segir að tillagan verði lögð fram aftur í breyttri mynd. „Hinn almenni Pírati vildi ekki samþykkja tillöguna vegna þess að við höfðum ekki leitað álits hjá núverandi leigubílstjórum sem eru stór hagsmunahópur, þetta er þeirra lifibrauð. Það sem við ætlum að gera næst er að leita álits hjá núverandi leigubílstjórum og sjá hvort breytingarnar gagnist þeim ekki líka, svo breytingarnar gagnist öllum.“ Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira
Píratar felldu tillögu í kosningakerfi sínu um að leyfa skuli akstur leigubifreiðar sem hlutastarf og að felldar skuli úr gildi takmarkanir á fjölda leigubíla. Þetta þýðir að Píratar hafa í raun lagst gegn starfsemi Uber á Íslandi. Bandaríska hugbúnaðar- og leigubílafyrirtækið Uber hefur undanfarin tvö ár haft til skoðunar að hefja rekstur á Íslandi en fyrirtækið hefur notið gríðarlegra vinsælda í Bandaríkjunum og víðar. Uber kemur í nokkrum flokkum en lægsti flokkurinn heimilar í raun hverjum sem er að taka farþega gegn greiðslu svo lengi sem viðkomandi hefur verið samþykktur af Uber. Píratar hafa verið að mælast sem stærsti eða næststærsti flokkur landsins í nýlegum könnunum. Stefna flokksins mótast rafrænt í sérstöku kosningakerfi á netinu. Á dögunum var kosið um tillögu um leigubifreiðar í kosningakerfinu en reglugerð um leigubifreiðar stendur starfsemi Uber fyrir þrifum hér á landi.Í tillögunni sem var felld segir meðal annars: „Afnema skal takmörkun á fjölda leigubifreiða, þar sem slík takmörkun dregur úr samkeppni og atvinnufrelsi. (...) Leyfa skal akstur leigubifreiðar sem hlutastarf. Seinni efnisgrein 7. gr. reglugerðar um leigubifreiðar skal falla brott. (...) Afnema skal skyldu leigubílstjóra til að vera á skrá hjá bifreiðastöð með starfsleyfi. Afnema skal lágmarksfjölda atvinnuleyfishafa hjá bifreiðastöð.“ Þetta eru nákvæmlega þær reglugerðarbreytingar sem þurfa að eiga sér stað svo Uber geti starfað hér á landi. En þessi tillaga var felld í kosningakerfi Pírata með 52 atkvæðum gegn 40.Bjartur Thorlacius tölvuforritari og meðlimur í Pírötum.365/Þorbjörn ÞórðarsonBjartur Thorlacius tölvuforritari er höfundur tillögunnar sem var felld. „Tillagan sem ég lagði fram gengur út á að það sé auðveldara að stofna leigubílastöðvar. Núna er lágmarks fjöldi bifreiða hjá hverri leigubílastöð. Við viljum lækka eða afnema það lágmark þannig að hver sem er geti stofnað leigubílastöð. Það breytir öllu í starfsumhverfi leigubílstjóra að þeir geti hótað því að segja upp og hefja sinn eigin rekstur í stað þess að vera bundnir við einhverja ákveðna leigubílastöð,“ segir Bjartur. Hann segir að tillagan verði lögð fram aftur í breyttri mynd. „Hinn almenni Pírati vildi ekki samþykkja tillöguna vegna þess að við höfðum ekki leitað álits hjá núverandi leigubílstjórum sem eru stór hagsmunahópur, þetta er þeirra lifibrauð. Það sem við ætlum að gera næst er að leita álits hjá núverandi leigubílstjórum og sjá hvort breytingarnar gagnist þeim ekki líka, svo breytingarnar gagnist öllum.“
Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Sjá meira