Staða leikskóla Reykjavíkurborgar – Að horfast í augu við raunveruleikann Anna Hrefna Ingimundardóttir skrifar 24. maí 2016 07:00 Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir stöðugum niðurskurði á undanförnum árum og ekkert lát virðist vera á kröfum til þeirra um að skera við nögl hvarvetna í leikskólastarfinu. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum leikskóla borgarinnar seinustu misserin og ekki er útlit fyrir að það muni fara minnkandi. Þrátt fyrir þetta reyna fulltrúar í borginni að telja okkur trú um að frekari niðurskurður muni ekki hafa nein áhrif á þjónustuna. Reyndar hefur þjónusta leikskóla Reykjavíkurborgar haldist með ólíkindum góð þrátt fyrir fjárhag, enda vinnur þar fórnfúst starfsfólk sem ber augljóslega hag barnanna fyrir brjósti. En hversu mikið lengur getum við reynt á þolinmæði leikskólastarfsmanna? Skóla- og frístundasviði borgarinnar var gert að skera niður um nær 700 m.kr. á þessu ári og leikskólar borgarinnar þurfa að taka á sig sinn skerf af þeim niðurskurði. Vandamálið er þó að þar eru vasar löngu orðnir galtómir. Víða eru laus pláss á leikskólum borgarinnar en ekki fást heimildir frá borginni til að taka við börnum á biðlista nema þau hafi náð tilskildum aldri. Mun það vera vegna fjárhagsaðstæðna hjá borginni en ekki þröngs húsakosts eða manneklu. Það er því langsótt að halda því fram að fjármagnsskortur hafi engin áhrif á þjónustu.Kröfur í orði en ekki á borði Miklar kröfur eru gerðar til leikskólastjórnenda og -kennara í lögum og námsskrám hvað varðar metnað og gæði leikskólastarfsins. Þær kröfur verða merkingarlausar og í raun ábyrgðarlausar ef þeim fylgir ekki það fjármagn sem þarf til að standa undir þeim. Reykjavíkurborg er vissulega í þröngri stöðu fjárhagslega, en þar sem útsvar er í hámarki og niðurskurðarkröfur hafa reynt á þolmörk leikskólastarfsins þarf að leita annarra leiða til að koma til móts við vandamálið sem skapast hefur í leikskólum sveitarfélagsins. Ein augljós leið væri að hverfa frá þeirri stefnu að lækka kostnaðarþátttöku foreldra. Tekjur skóla- og frístundasviðs sem hlutfall af útgjöldum (leikskólar og dagforeldrar falla undir það svið) hafa farið úr 13,2% í 8,3% (m.v. áætlun fyrir árið 2016) á einungis fimm árum. Launakostnaður fyrirtækja og stofnana hækkaði talsvert á Íslandi eftir síðustu kjarasamninga og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Rekstrarkostnaður leikskólanna er því að hækka skarpt hlutfallslega en tekjur til borgarinnar vegna þeirra ekki að aukast að sama skapi. Fjárframlög til leikskólanna frá borginni eru í raun að skerðast þegar þau ættu að vera að aukast. Frá árinu 2005 hafa vísitala neysluverðs og stórir kostnaðarliðir, s.s. laun starfsmanna sveitarfélaga, u.þ.b. tvöfaldast á meðan leikskólagjöld hafa lækkað um 10% að nafnvirði. Í stað aukinna fjárframlaga til að mæta þessum aukna kostnaði er stjórnendum gert að lækka heildarlaunakostnað og skera enn frekar niður í leikskólastarfinu að öðru leyti, s.s. í matarkostnaði og námsgögnum. Fækka þarf fiskmáltíðum. Nú þegar er aðeins gert ráð fyrir 1.815 kr. á hvert barn á ári í námsgagnakostnað. Hversu miklu minna mætti það vera? Í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru leikskólagjöld um 20-50% hærri en í Reykjavík, að Seltjarnarnesi undanskildu. Má þó telja afar ólíklegt að kostnaður við leikskólastarfið sé minni í Reykjavík þar sem t.a.m. fasteignaverð er hæst. Þess má geta að undirrituð óskaði eftir skýringum á því af hverju leikskólagjöld hefðu ekki verið hækkuð á meðan ráðist hefði verið í mikinn niðurskurð en engin svör bárust frá Reykjavíkurborg.Enginn fiskur í hádeginu? Það er vel mögulegt að fulltrúar í borginni telji það almenna kröfu foreldra að þeir borgi sem allra minnst og jafnvel ekki neitt fyrir dagvistun leikskólabarna sinna. En foreldrar gera líka aðrar kröfur, t.d. þær að unnt sé að kaupa námsgögn til að efla þroska barnanna á þessum mótandi árum, að börn og starfsmenn leikskólanna búi við heilsusamlegan húsakost og að hægt sé að bjóða upp á holla fæðu á matmálstímum. Er ekki annars eitthvað bogið við það að erfitt sé að sjá reykvískum leikskólabörnum fyrir fiskmáltíðum í hádeginu á velmegunartímum? Sú staðreynd verður ekki umflúin að umönnun barna fylgir töluverður kostnaður og foreldrar gera sér fulla grein fyrir því. Ef afleiðing stefnu Reykjavíkurborgar er sú að fjárhagsstaða leikskóla í Reykjavík heldur áfram að versna með þeim hætti sem hún hefur gert að undanförnu, með tilheyrandi óumflýjanlegri hrörnun á gæðum skólastarfsins, má efast verulega um að sú stefna sé í þökk foreldra. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla borgarinnar eiga mikið lof skilið fyrir að hafa staðið sig með prýði við erfiðar aðstæður að undanförnu. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann, hætta niðurskurðinum og hækka leikskólagjöld?Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Fæstum foreldrum leikskólabarna í Reykjavík dylst sú alvarlega staða sem komin er upp í leikskólum borgarinnar. Leikskólastjórar hafa staðið frammi fyrir stöðugum niðurskurði á undanförnum árum og ekkert lát virðist vera á kröfum til þeirra um að skera við nögl hvarvetna í leikskólastarfinu. Mikið álag hefur verið á starfsmönnum leikskóla borgarinnar seinustu misserin og ekki er útlit fyrir að það muni fara minnkandi. Þrátt fyrir þetta reyna fulltrúar í borginni að telja okkur trú um að frekari niðurskurður muni ekki hafa nein áhrif á þjónustuna. Reyndar hefur þjónusta leikskóla Reykjavíkurborgar haldist með ólíkindum góð þrátt fyrir fjárhag, enda vinnur þar fórnfúst starfsfólk sem ber augljóslega hag barnanna fyrir brjósti. En hversu mikið lengur getum við reynt á þolinmæði leikskólastarfsmanna? Skóla- og frístundasviði borgarinnar var gert að skera niður um nær 700 m.kr. á þessu ári og leikskólar borgarinnar þurfa að taka á sig sinn skerf af þeim niðurskurði. Vandamálið er þó að þar eru vasar löngu orðnir galtómir. Víða eru laus pláss á leikskólum borgarinnar en ekki fást heimildir frá borginni til að taka við börnum á biðlista nema þau hafi náð tilskildum aldri. Mun það vera vegna fjárhagsaðstæðna hjá borginni en ekki þröngs húsakosts eða manneklu. Það er því langsótt að halda því fram að fjármagnsskortur hafi engin áhrif á þjónustu.Kröfur í orði en ekki á borði Miklar kröfur eru gerðar til leikskólastjórnenda og -kennara í lögum og námsskrám hvað varðar metnað og gæði leikskólastarfsins. Þær kröfur verða merkingarlausar og í raun ábyrgðarlausar ef þeim fylgir ekki það fjármagn sem þarf til að standa undir þeim. Reykjavíkurborg er vissulega í þröngri stöðu fjárhagslega, en þar sem útsvar er í hámarki og niðurskurðarkröfur hafa reynt á þolmörk leikskólastarfsins þarf að leita annarra leiða til að koma til móts við vandamálið sem skapast hefur í leikskólum sveitarfélagsins. Ein augljós leið væri að hverfa frá þeirri stefnu að lækka kostnaðarþátttöku foreldra. Tekjur skóla- og frístundasviðs sem hlutfall af útgjöldum (leikskólar og dagforeldrar falla undir það svið) hafa farið úr 13,2% í 8,3% (m.v. áætlun fyrir árið 2016) á einungis fimm árum. Launakostnaður fyrirtækja og stofnana hækkaði talsvert á Íslandi eftir síðustu kjarasamninga og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Rekstrarkostnaður leikskólanna er því að hækka skarpt hlutfallslega en tekjur til borgarinnar vegna þeirra ekki að aukast að sama skapi. Fjárframlög til leikskólanna frá borginni eru í raun að skerðast þegar þau ættu að vera að aukast. Frá árinu 2005 hafa vísitala neysluverðs og stórir kostnaðarliðir, s.s. laun starfsmanna sveitarfélaga, u.þ.b. tvöfaldast á meðan leikskólagjöld hafa lækkað um 10% að nafnvirði. Í stað aukinna fjárframlaga til að mæta þessum aukna kostnaði er stjórnendum gert að lækka heildarlaunakostnað og skera enn frekar niður í leikskólastarfinu að öðru leyti, s.s. í matarkostnaði og námsgögnum. Fækka þarf fiskmáltíðum. Nú þegar er aðeins gert ráð fyrir 1.815 kr. á hvert barn á ári í námsgagnakostnað. Hversu miklu minna mætti það vera? Í öðrum sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins eru leikskólagjöld um 20-50% hærri en í Reykjavík, að Seltjarnarnesi undanskildu. Má þó telja afar ólíklegt að kostnaður við leikskólastarfið sé minni í Reykjavík þar sem t.a.m. fasteignaverð er hæst. Þess má geta að undirrituð óskaði eftir skýringum á því af hverju leikskólagjöld hefðu ekki verið hækkuð á meðan ráðist hefði verið í mikinn niðurskurð en engin svör bárust frá Reykjavíkurborg.Enginn fiskur í hádeginu? Það er vel mögulegt að fulltrúar í borginni telji það almenna kröfu foreldra að þeir borgi sem allra minnst og jafnvel ekki neitt fyrir dagvistun leikskólabarna sinna. En foreldrar gera líka aðrar kröfur, t.d. þær að unnt sé að kaupa námsgögn til að efla þroska barnanna á þessum mótandi árum, að börn og starfsmenn leikskólanna búi við heilsusamlegan húsakost og að hægt sé að bjóða upp á holla fæðu á matmálstímum. Er ekki annars eitthvað bogið við það að erfitt sé að sjá reykvískum leikskólabörnum fyrir fiskmáltíðum í hádeginu á velmegunartímum? Sú staðreynd verður ekki umflúin að umönnun barna fylgir töluverður kostnaður og foreldrar gera sér fulla grein fyrir því. Ef afleiðing stefnu Reykjavíkurborgar er sú að fjárhagsstaða leikskóla í Reykjavík heldur áfram að versna með þeim hætti sem hún hefur gert að undanförnu, með tilheyrandi óumflýjanlegri hrörnun á gæðum skólastarfsins, má efast verulega um að sú stefna sé í þökk foreldra. Starfsmenn og stjórnendur leikskóla borgarinnar eiga mikið lof skilið fyrir að hafa staðið sig með prýði við erfiðar aðstæður að undanförnu. En er ekki kominn tími til að horfast í augu við raunveruleikann, hætta niðurskurðinum og hækka leikskólagjöld?Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 24. maí
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun