Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson skrifar 22. júní 2017 07:00 Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í fyrstu blaðagrein sinni um íslenska sjókvíaeldið í norskri eigu beinir framkvæmdastjóri eldisstöðvasambandsins athyglinni að erlendum fjárfestum sem landinn á að hafa með elju og dugnaði laðað til landsins. Rétt er það að norsk eldisfyrirtæki hafa í gegnum íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki eignast meirihluta í nánast öllum sjókvíaeldisfyrirtækjum landsins og hafa í gegnum sömu aðila helgað sér öll „leyfileg“ eldissvæði á Vestfjörðum, Austfjörðum og við Eyjafjörð. Ef tekið er tillit til þess að norsku bjargvættirnir þurfa að greiða fleiri hundruð milljónir fyrir hvert þúsund tonna eldisleyfi í heimalandinu og að ekki hafa verið gefin út eldisleyfi í Noregi fyrir eldi í opnum sjókvíum síðustu tvö árin, er ekki að undra að tekist hafi að laða þá til Íslands þar sem þeir ganga að svo gott sem ókeypis leyfum í gegnum umboðsmenn sína.1.500 lögbýli eiga veiðirétt Næst eru það bændur sem eiga jarðir með veiðirétti sem fá að heyra það frá nýja framkvæmdastjóranum, sem segir þá fámenna hjörð og ef ekki flesta búna að selja undan sér til innlendra og erlendra laxveiðilorda, fámenns en fyrirferðarmikils frekjuhóps nokkurra karla sem gefi dauðann og djöfulinn í fólkið í landinu. Enginn mótmælir því að efnaðir aðilar hafa í gegnum tíðina keypt eitthvað af jörðum sem eiga land að laxveiðiám, en hitt stendur þó eftir óhaggað, að yfir 1.500 lögbýli eiga veiðirétt í fjölmörgum veiðiám landsins og lax- og silungsveiðistarfsemi veltir árlega 20-30 milljörðum. Annað sem rétt er að benda nýja framkvæmdastjóranum á er að stór hluti þeirra sem vilja ekki sjá sjókvíaeldi á norskum laxi í opnum kvíum við Íslandsstrendur er ósköp venjulegt fólk sem ann náttúru landsins og vill veg hennar sem mestan.Reglur þverbrotnar Varðandi lög og reglugerðir þá held ég að flestir sem eitthvað hafa fylgst með þeim málum átti sig á að þær stjórnsýslustofnanir sem eiga að hafa eftirlit með eldinu virðast meira eða minna óhæfar til að framkvæma raunhæft eftirlit, enda hafa eldisfyrirtækin að mestu leyti verið látin sjá um að hafa eftirlit með sjálfum sér. Settar reglur eru þverbrotnar af eldisfyrirtækjum, Umhverfisstofnun og MAST, og það sem framkvæmdastjórinn kallar „ströng lög og reglugerðir“ eru ef betur er að gáð ófullkomin og vanþróuð eins og staðan er í dag. Hvergi örlar á að farið sé eftir nýju náttúruverndarlögunum og Umhverfisstofnun lætur hafa eftir sér á prenti að stofnuninni beri ekki skylda til að gefa út starfsleyfi til laxeldis á norskum eldislaxi með hliðsjón af náttúruverndarlögum.Talað niður til ráðherra umhverfismála Varðandi annað í skrifum hins nýja framkvæmdastjóra sambands íslenskra eldisstöðva í norskri eigu er þetta að segja. Hér fer maður sem greinilega hefur ákveðið að nota hroka og niðurtal sem innlegg í umræðuna þar sem hann meðal annars ýjar að því að umhverfisráðherrann hlusti meira en góðu hófi gegni á freku kallana sem dreifi rakalausum, tilfinningaþrungnum fullyrðingum, iðulega hreinum lygum, málstað sínum til framdráttar. Sjaldan hef ég séð talað jafn rækilega niður til ráðherra málaflokksins og gert er í þessari grein. Slík nálgun er óboðleg manni sem vill láta taka sig alvarlega. Höfundur er tónlistarmaður.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun