Hálfri milljón safnað á nokkrum klukkutímum: "Þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2016 09:56 „Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“ Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Ég skil ekki hvaðan þessi velvild er öll sömul komin,“ segir vísindamaðurinn Sævar Helgi Bragason í samtali við Vísi. Frá því var greint í gær að Stjörnufræðivefur Sævars Helga væri komin í gjaldþrot en ástæðuna má rekja til kaupa vefsins á sólmyrkvagleraugum fyrir grunnskólabörn landsins í mars í fyrra.Sævar ræddi málin í Brennslunni á FM 957 í morgun. Viðtalið má heyra hér að ofan. Sævar Helgi útskýrði í samtali við Vísi í gær að misskilningur á milli hans og endurskoðanda hans hefði verið að ræða. Vefurinn skuldaði 450 þúsund krónur í virðisaukaskatt sem væri ástæða þess að vefurinn var úrskurðaður gjaldþrota. Skemmst er frá því að segja að síðan tíðindi af gjaldþrotinu voru flutt í fjölmiðlum í gær er staðan breytt. Fólk úr öllum áttum hefur lagt peninga inn á reikning Sævars Helga og þegar Sævar athugaði stöðuna í gærkvöldi höfðu rúmlega 450 þúsund krónur safnast.Sólmyrkvann í fyrra má sjá í myndbandinu að neðan.Hálft tonn af sólmyrkvagleraugum „Ég er á leiðinni til endurskoðandans fljótlega og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Sævar Helgi glaður í bragði. Fjölmargir hafi spurt hann í gær hvernig það gæti lagt sitt af mörkum og hafi hann bent því á reikningsnúmer vefsins þar sem hægt væri að styrkja hann. „Það fór aldeilis á flug,“ segir Sævar sem átti eftir að skoða stöðuna í dag. „Ef það kemur eitthvað meira, sem mig grunar, mun allt aukalega verða notað í frekara fræðslustarf,“ segir Sævar Helgi sem sá til þess að 70 þúsund sólmyrkvagleraugu rötuðu til grunnskóla landsins í aðdraganda sólmyrkvans í fyrra. Sævar Helgi segist hafa orðið var við að fólk deildi fréttum af gjaldþrotinu í gær og greinilegt að margir vildu hjálpa. Hann hafi ætlað að greiða þetta sjálfur en hann sé afskaplega þakklátur að þurfa ekki að gera það.Óskar Páll Elfarsson tók þessa glæsilegu mynd af unnustu sinni á sólmyrkvanum í fyrra.MYnd/Óskar Páll ElfarssonVill sjónauka í alla grunskóla „Manni líður stundum eins og maður sé einn í öllu og þykir mjög vænt um að finna fyrir þessum stuðningi. Ég kann þessu fólki bestu þakkir fyrir og veit ekki hvernig ég get þakkað því nægjanlega,“ segir Sævar. Hann vonast til þess að vesenið með skattinn verði úr sögunni en viðurkennir að hann viti ekki neitt um það hvernig þau mál gangi fyrir sig. „Mér skilst að skatturinn geti verið harður í horn að taka en ég vona að þeir sjái aumur á manni. Þetta eru ekki stjarnfræðilegar upphæðir.“ Aðspurður um næstu verkefni segist Sævar Helgi áfram vilja efla vísindastarf í skólum hér á landi. Næsti draumur sé að útvega öllum grunnskólum sjónauka til að geta skoðað sólina. „Það væri stærðarinnar verkefni,“ segir Sævar Helgi. Þá geti krakkarnir skoðað hvernig sólin snýst, séð hvernig sólblettir breytast, fylgst með virku svæðunum þar sem sprengingar verða sem að einhverjum tíma liðnum valda norðurljósum. „Það þarf að halda áfram að efla vísindastarf. Ekki eru sveitarfélögin og ríkið að standa sig.“
Tengdar fréttir Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52 „Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43 Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Tók einstakar myndir af sólmyrkvanum og unnustu sinni "Mig langaði að gera eitthvað öðruvísi við myrkvann en bara að mynda sólina á himninum,“ segir Óskar Páll Elfarsson. 21. mars 2015 12:52
„Vonum að fólkið sem sá myrkvann sé hamingjusamt“ Sólmyrkvinn fór fram úr björtustu vonum formanns Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. 20. mars 2015 12:43
Fólk hópaðist saman til að fylgjast með sólmyrkvanum Mikill fjöldi er saman kominn, meðal annars við Háskóla Íslands, Hörpu, Hallgrímskirkju, Perluna og þar sem hof ásatrúarmanna rís í Öskjuhlíð. 20. mars 2015 09:25