Samstarf fjölskyldunnar gengur vel Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 17. júní 2016 09:00 Hjónin Helga Rós og Ragnar Bragason ásamt drengjunum sínum Alvin Huga og Bjarti Elí. Visir/Anton Tökur hafa gengið vel í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Vísir/Anton Hér hefur allt gengið að óskum og áfallalaust fyrir sig. Við erum að verða hálfnuð með tökurnar og erum staðsett sem stendur í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Seinni hluti tökuplansins fer svo fram víðs vegar um Reykjavíkursvæðið,“ svarar Ragnar Bragason leikstjóri spurður út í tökur á þáttaröðinni Fangar. Upphaf þessarar þáttaraðar má rekja til rannsóknarvinnu þeirra Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í kvennafangelsið í Kópavogi í heil sjö ár, en þær fara báðar með hlutverk í þáttunum. Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason skrifuðu handritið sem fjallar um Lindu, unga konu frá Reykjavík sem færð er í kvennafangelsið eftir alvarlega líkamsárás á föður sinn. „Þetta er mikið fjölskyldudrama, við kynnumst fjölskyldu sem dílar við mikinn harmleik. Í sögunni kynnist við Lindu, einni af tveimur dætrum þekkts manns úr viðskiptalífinu. Líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn og veitt honum lífshættulega áverka. Við erum í rauninni að fylgja konunum í þessari fjölskyldu eftir og sjá hvernig þær díla við þessar aðstæður,“ segir Ragnar og bætir við að í fangelsinu kynnist Linda konum af öðru sauðahúsi, sem allar hafa sögu að segja. Margir spyrja sig eflaust hvort þáttaröðin sé í líkingu við fangaþáttinn vinsæla „Orange Is the New Black“ en svo segir Ragnar alls ekki vera. „Nei alls ekki. Fangar er miklu meiri dramaþáttur, þar sem kynbundið ofbeldi, þöggun og þyngri hlutir koma fyrir,“ segir hann. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri og er því óhætt að segja hópurinn sé afar fjölbreyttur „Þetta er dásamleg blanda. Uppistaðan er konur á öllum aldri, í hópnum eru þrjár ungar leikkonur sem eru nýútskrifaðar úr Listaháskólanum og koma þarna inn með látum. Það er góður samhljómur í hópnum og gaman að sjá eldri og reyndari leikara í bland við yngri leikara, og stemmingin hefur orðið náin og falleg,“ segir Ragnar. Það vill svo skemmtilega til að öll fjölskylda Ragnars vinnur á tökustað, en hvernig ætli það hafi komið til? „Helga Rós, konan mín, er búningahönnuður og hefur unnið við megnið af því sem ég hef gert á mínum ferli, svo við erum alls ekki að vinna saman í fyrsta skipti. Strákarnir mínir tveir, Alvin Hugi og Bjartur Elí, vinna sem aðstoðarmenn við framleiðslu. Þetta er byrjandastaða í bransanum, þar sem þú ert í nánast öllu sem til fellur,“ segir Ragnar og segir samstarf fjölskyldunnar ganga frábærlega vel. Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Tökur hafa gengið vel í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Vísir/Anton Hér hefur allt gengið að óskum og áfallalaust fyrir sig. Við erum að verða hálfnuð með tökurnar og erum staðsett sem stendur í gamla kvennafangelsinu í Kópavogi. Seinni hluti tökuplansins fer svo fram víðs vegar um Reykjavíkursvæðið,“ svarar Ragnar Bragason leikstjóri spurður út í tökur á þáttaröðinni Fangar. Upphaf þessarar þáttaraðar má rekja til rannsóknarvinnu þeirra Nínu Daggar Filippusdóttur og Unnar Aspar Stefánsdóttur sem heimsóttu fanga og fangaverði í kvennafangelsið í Kópavogi í heil sjö ár, en þær fara báðar með hlutverk í þáttunum. Margrét Örnólfsdóttir og Ragnar Bragason skrifuðu handritið sem fjallar um Lindu, unga konu frá Reykjavík sem færð er í kvennafangelsið eftir alvarlega líkamsárás á föður sinn. „Þetta er mikið fjölskyldudrama, við kynnumst fjölskyldu sem dílar við mikinn harmleik. Í sögunni kynnist við Lindu, einni af tveimur dætrum þekkts manns úr viðskiptalífinu. Líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsið í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föður sinn og veitt honum lífshættulega áverka. Við erum í rauninni að fylgja konunum í þessari fjölskyldu eftir og sjá hvernig þær díla við þessar aðstæður,“ segir Ragnar og bætir við að í fangelsinu kynnist Linda konum af öðru sauðahúsi, sem allar hafa sögu að segja. Margir spyrja sig eflaust hvort þáttaröðin sé í líkingu við fangaþáttinn vinsæla „Orange Is the New Black“ en svo segir Ragnar alls ekki vera. „Nei alls ekki. Fangar er miklu meiri dramaþáttur, þar sem kynbundið ofbeldi, þöggun og þyngri hlutir koma fyrir,“ segir hann. Leikhópurinn spannar hátt í hundrað manns þar sem uppistaðan eru konur á öllum aldri og er því óhætt að segja hópurinn sé afar fjölbreyttur „Þetta er dásamleg blanda. Uppistaðan er konur á öllum aldri, í hópnum eru þrjár ungar leikkonur sem eru nýútskrifaðar úr Listaháskólanum og koma þarna inn með látum. Það er góður samhljómur í hópnum og gaman að sjá eldri og reyndari leikara í bland við yngri leikara, og stemmingin hefur orðið náin og falleg,“ segir Ragnar. Það vill svo skemmtilega til að öll fjölskylda Ragnars vinnur á tökustað, en hvernig ætli það hafi komið til? „Helga Rós, konan mín, er búningahönnuður og hefur unnið við megnið af því sem ég hef gert á mínum ferli, svo við erum alls ekki að vinna saman í fyrsta skipti. Strákarnir mínir tveir, Alvin Hugi og Bjartur Elí, vinna sem aðstoðarmenn við framleiðslu. Þetta er byrjandastaða í bransanum, þar sem þú ert í nánast öllu sem til fellur,“ segir Ragnar og segir samstarf fjölskyldunnar ganga frábærlega vel.
Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira