Fjórir óskyldir Dóminíkar í fangelsi vegna fíkniefnasmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 17. júní 2016 06:45 Fangaklefar í fangelsinu á Litla-Hrauni. Hér á landi sitja nú í fangelsi þrjár konur og einn karl frá Dóminíska lýðveldinu. Öll reyndu þau að smygla inn í landið fíkniefnum frá Hollandi. Fréttablaðið/heiða Rúmlega þrítug kona frá Dóminíska lýðveldinu var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí síðastliðinn með um 350 grömm af kókaíni innvortis. Í dag er hún í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Akureyri. Einnig eru tvær aðrar konur frá sama landi í fangelsi á Íslandi fyrir innflutning fíkniefna en allar þrjár eru hollenskir ríkisborgarar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þekkjast konurnar ekki, en komu allar frá Hollandi til Íslands hver í sínum mánuðinum á þessu ári. Hinar tvær voru báðar sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn mánudag. Önnur þeirra er á sjötugsaldri og fékk fimmtán mánaða dóm fyrir innflutning á rúmum 600 grömmum af kókaíni. Hún kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Hin konan er á fimmtugsaldri og var handtekin nokkrum dögum áður. Hún fékk tuttugu mánaða dóm fyrir innflutning á tæplega 750 grömmum af kókaíni. Þetta staðfesta lögmenn síðastnefndu tveggja kvennanna. Þá er karlmaður, einnig frá Dóminíska lýðveldinu, í fangelsi á Litla-Hrauni fyrir innflutning á rúmum 700 grömmum af kókaíni. Hann var handtekinn 11. febrúar á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru að minnsta kosti fjórir einstaklingar í fangelsi á Íslandi frá Dóminíska lýðveldinu fyrir innflutning á kókaíni. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregluna ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. Á síðasta ári féllu tveir dómar í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands og Barry Van Tuijl var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á tæplega 210 þúsund MDMA-töflum og rúmlega 30 kílóum af amfetamíni. Bæði eru þau hollenskir ríkisborgarar og smygluðu efnunum frá Hollandi. Þá er eitt umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu en fjórir menn eru í farbanni vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Um er að ræða rúm tuttugu kíló af kókaíni sem komu hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Rúmlega þrítug kona frá Dóminíska lýðveldinu var handtekin á Keflavíkurflugvelli þann 15. maí síðastliðinn með um 350 grömm af kókaíni innvortis. Í dag er hún í gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Akureyri. Einnig eru tvær aðrar konur frá sama landi í fangelsi á Íslandi fyrir innflutning fíkniefna en allar þrjár eru hollenskir ríkisborgarar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins þekkjast konurnar ekki, en komu allar frá Hollandi til Íslands hver í sínum mánuðinum á þessu ári. Hinar tvær voru báðar sakfelldar í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn mánudag. Önnur þeirra er á sjötugsaldri og fékk fimmtán mánaða dóm fyrir innflutning á rúmum 600 grömmum af kókaíni. Hún kom til landsins 28. febrúar síðastliðinn. Hin konan er á fimmtugsaldri og var handtekin nokkrum dögum áður. Hún fékk tuttugu mánaða dóm fyrir innflutning á tæplega 750 grömmum af kókaíni. Þetta staðfesta lögmenn síðastnefndu tveggja kvennanna. Þá er karlmaður, einnig frá Dóminíska lýðveldinu, í fangelsi á Litla-Hrauni fyrir innflutning á rúmum 700 grömmum af kókaíni. Hann var handtekinn 11. febrúar á Keflavíkurflugvelli. Þannig eru að minnsta kosti fjórir einstaklingar í fangelsi á Íslandi frá Dóminíska lýðveldinu fyrir innflutning á kókaíni. Sveinbjörn Halldórsson, lögreglufulltrúi hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, segir lögregluna ekki geta tjáð sig um málin að svo stöddu. Á síðasta ári féllu tveir dómar í umfangsmiklum fíkniefnamálum. Mirjam Foekje van Twuijver var dæmd í ellefu ára fangelsi fyrir smygl á tæplega tuttugu kílóum af fíkniefnum til Íslands og Barry Van Tuijl var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir smygl á tæplega 210 þúsund MDMA-töflum og rúmlega 30 kílóum af amfetamíni. Bæði eru þau hollenskir ríkisborgarar og smygluðu efnunum frá Hollandi. Þá er eitt umfangsmikið fíkniefnamál til rannsóknar hjá lögreglu en fjórir menn eru í farbanni vegna málsins, tveir Íslendingar og tveir Hollendingar. Um er að ræða rúm tuttugu kíló af kókaíni sem komu hingað til lands með Norrænu í september síðastliðnum.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira