Handtekinn var með háreisti í útför Sævars Snærós Sindradóttir skrifar 17. júní 2016 06:45 Réttarhöld og rannsókn Guðmundar og Geirfinnsmálsins stóðu yfir um margra ára skeið. Guðmundur Einarsson hvarf í janúar árið 1974 en sakborningar í málinu voru handteknir í lok árs 1975. Dómur féll í Hæstarétti árið 1980. Mynd/ Bragi Guðmundsson Annar mannanna sem handtekinn var vegna Guðmundarmálsins á þriðjudag hefur ítrekað sagst í samtölum við fólk hafa borið ábyrgð á hvarfi Guðmundar Einarssonar í janúar árið 1974. Maðurinn er óreglumaður sem kom að málinu á upphafsstigum þess. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Fréttablaðið að maðurinn hafi neitað öllum ásökunum lögreglu í skýrslutöku á þriðjudag.Í samtali við Vísi í gær sagði Sigursteinn Másson, sem gerði myndina Aðför að lögum árið 1996, að maðurinn hefði þá greint sér frá því að hann bæri ábyrgð á hvarfi Guðmundar. „Á sínum tíma komum við þessu á framfæri til þar til bærra aðila en þetta var bara eitt af svo mörgu sem var að koma fram á þeim tíma en eftir því sem tíminn líður sér maður að það hefði verið full ástæða til að rannsaka þetta miklu betur. Þessum manni var líka sleppt úr gæsluvarðhaldi um leið og hann gaf þennan framburð á þessum tíma. Það er í sjálfu sér vitnisburður sem lögreglan hefði fyrir löngu síðan átt að kanna,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að maðurinn sem um ræðir eigi sér langa sögu um óreglu. Hann var síðast sakfelldur í mars á þessu ári fyrir þjófnað á listaverki í Hallgrímskirkju. Maðurinn dvaldi langdvölum í fangelsi erlendis við slæmar aðstæður á níunda áratugnum og hlaut þá samúð þjóðarinnar. Við útför Sævars Marínós Ciesielski, sem dæmdur var ábyrgur fyrir dauða Guðmundar, í Dómkirkjunni árið 2011 hafði maðurinn háreisti og læti og truflaði athöfnina. Málkunnugir manninum segja hann hafa verið sakbitinn vegna málsins alla tíð, hvort sem það sé vegna meintrar aðildar eða þess að hann benti á Sævar sem aðila málsins í yfirheyrslu hjá lögreglu árið 1975. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu á miðvikudag og greindi frá því að tveir menn hefðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Í frétt RÚV í gær kom fram að húsleit hefði ekki verið gerð á heimilinu eins og Morgunblaðið greindi frá á fimmtudag heldur hafi húsleitarheimild þurft til að handtaka manninn sem um ræðir hér að ofan. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ábendingin sem unnið væri eftir væri ekki alveg ný af nálinni heldur borist lögreglu á allra síðustu árum. Greint var frá nöfnum hinna handteknu í frétt á Vísi í gær. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Annar mannanna sem handtekinn var vegna Guðmundarmálsins á þriðjudag hefur ítrekað sagst í samtölum við fólk hafa borið ábyrgð á hvarfi Guðmundar Einarssonar í janúar árið 1974. Maðurinn er óreglumaður sem kom að málinu á upphafsstigum þess. Lögmaður mannsins sagði í samtali við Fréttablaðið að maðurinn hafi neitað öllum ásökunum lögreglu í skýrslutöku á þriðjudag.Í samtali við Vísi í gær sagði Sigursteinn Másson, sem gerði myndina Aðför að lögum árið 1996, að maðurinn hefði þá greint sér frá því að hann bæri ábyrgð á hvarfi Guðmundar. „Á sínum tíma komum við þessu á framfæri til þar til bærra aðila en þetta var bara eitt af svo mörgu sem var að koma fram á þeim tíma en eftir því sem tíminn líður sér maður að það hefði verið full ástæða til að rannsaka þetta miklu betur. Þessum manni var líka sleppt úr gæsluvarðhaldi um leið og hann gaf þennan framburð á þessum tíma. Það er í sjálfu sér vitnisburður sem lögreglan hefði fyrir löngu síðan átt að kanna,“ sagði Sigursteinn í samtali við Vísi. Fréttablaðið hefur fengið staðfest að maðurinn sem um ræðir eigi sér langa sögu um óreglu. Hann var síðast sakfelldur í mars á þessu ári fyrir þjófnað á listaverki í Hallgrímskirkju. Maðurinn dvaldi langdvölum í fangelsi erlendis við slæmar aðstæður á níunda áratugnum og hlaut þá samúð þjóðarinnar. Við útför Sævars Marínós Ciesielski, sem dæmdur var ábyrgur fyrir dauða Guðmundar, í Dómkirkjunni árið 2011 hafði maðurinn háreisti og læti og truflaði athöfnina. Málkunnugir manninum segja hann hafa verið sakbitinn vegna málsins alla tíð, hvort sem það sé vegna meintrar aðildar eða þess að hann benti á Sævar sem aðila málsins í yfirheyrslu hjá lögreglu árið 1975. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu á miðvikudag og greindi frá því að tveir menn hefðu verið handteknir og yfirheyrðir vegna málsins. Þeim var sleppt að lokinni skýrslutöku. Í frétt RÚV í gær kom fram að húsleit hefði ekki verið gerð á heimilinu eins og Morgunblaðið greindi frá á fimmtudag heldur hafi húsleitarheimild þurft til að handtaka manninn sem um ræðir hér að ofan. Fréttablaðið greindi frá því í gær að ábendingin sem unnið væri eftir væri ekki alveg ný af nálinni heldur borist lögreglu á allra síðustu árum. Greint var frá nöfnum hinna handteknu í frétt á Vísi í gær.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira