Innlent

Mikill viðbúnaður vegna elds á Snorrabraut

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Allt tiltækt lið var kallað út vegna eldsins.
Allt tiltækt lið var kallað út vegna eldsins. Vísir/Stefán
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan hálftvö í nótt vegna elds í bílskúr á Snorrabraut. Samkvæmt fyrstu upplýsingum sem slökkviliðið fékk var hugsanlega maður inni í bílskúrnur. Var því mikill viðbúnaður og voru þrír slökkviliðsbílar auk sjúkrabíla sendir á staðinn.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn reyndist svo ekki vera neinn inni í skúrnum og var búið að slökkva eldinn nú rétt rúmlega tvö að því er Jóhann Ásgeirsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við Vísi. Að hans sögn er skúrinn mikið skemmdur eftir eldinn.

Enginn var fluttur á sjúkrahús vegna eldsins en eldsupptök eru ókunn og rannsakar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×