Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 21. maí 2016 07:00 Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun