Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 21. maí 2016 07:00 Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar