Þekkingarsköpun háskólasamfélagsins: framtíð þjóðar Stjórn Vísindafélags Íslendinga skrifar 21. maí 2016 07:00 Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntun, rannsóknir og nýsköpun eru undirstaða efnahagslegra framfara og hryggjarstykki í uppbyggingu velferðar- og þekkingarsamfélaga. Háskólakerfið á Íslandi hefur vaxið hratt á undanförnum árum og háskólar breyst frá því að sinna fyrst og fremst kennslu í alþjóðlega viðurkenndar rannsóknastofnanir þar sem öflun og hagnýting þekkingar er drifkraftur starfsins. Mikilvægi háskólastarfs fyrir framþróun samfélaga endurspeglast í því hve fjármögnun háskóla er ofarlega á forgangslista nágrannaþjóða okkar. Sem dæmi má nefna að Finnland jók framlög til háskólastigsins um 118% á árunum 1999-2010. Á sama tíma jukust framlög til háskóla á Íslandi um einungis 7%, en löndin vörðu jafnmiklu fé á nemanda á háskólastigi árið 1999. Ísland hefur lengi staðið hinum norrænu ríkjunum að baki þegar kemur að fjármögnun háskólastigsins og hefur nú dregist enn meira aftur úr. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að háskólastigið er síst umfangsmeira á Íslandi en í nágrannalöndum, aðeins á síðustu árum hefur svipað hlutfall útskrifast með háskólagráðu á Íslandi og að meðaltali á Norðurlöndum. Blikur hafa verið á lofti um vilja stjórnvalda til aukinna fjárfestinga í háskólastiginu hér á landi. Vísinda- og tækniráð, þar sem forsætisráðherra er formaður, setti fram metnaðarfulla stefnu árið 2014 þar sem gert var ráð fyrir stórauknum stuðningi við háskólana. Samkvæmt stefnunni er markmiðið að ná meðaltali OECD-landanna í fjármögnun háskólakerfisins á þessu ári og meðaltali Norðurlanda árið 2020. Því skýtur skökku við að í fjármálaáætluninni sem ríkisstjórn Íslands hefur lagt fram er lítil sem engin aukning á framlögum til háskólanna og því um algjöra stefnubreytingu að ræða. Sú breyting er óskiljanleg í ljósi þess að í dag þarf 60% meira fé til þess að ná meðaltali OECD og 120% aukningu til að ná Norðurlöndunum. Því er ljóst að Ísland mun dragast enn meira aftur úr hvað varðar uppbyggingu háskólakerfisins á næstu fimm árum nái fjármálaáætlun þessi óbreytt fram að ganga, þvert á stefnu Vísinda- og tækniráðs.Alvarlegar afleiðingar Afleiðingar áframhaldandi undirfjármögnunar háskólastigsins munu verða alvarlegar. Háskólar geta ekki tryggt gæði rannsókna og kennslu með þessu áframhaldi. Langvarandi fjárhagslegt svelti gerir háskólunum einfaldlega ekki kleift að sinna hlutverki sínu með tilheyrandi afleiðingum fyrir menntun og nýsköpun í landinu. Sem þjóð verðum við að spyrja okkur hvort við viljum háskólakerfi sem styður við framþróun íslensks samfélags. Ef Ísland vill stefna í sömu átt og nágrannaþjóðir okkar verðum við að efla fjármögnun háskólakerfisins svo það megi tryggja að ungt fólk hafi aðgengi að menntun af sömu gæðum og þar tíðkast. Aðeins þannig geta íslenskir háskólar sinnt þekkingarsköpun sem stuðlar að uppbyggingu þekkingarsamfélags og tryggir samkeppnishæfi Íslands á alþjóðavettvangi.Stjórn Vísindafélags ÍslendingaÞórarinn Guðjónssonforseti, prófessor, Háskóla ÍslandsErna Magnúsdóttirrannsóknasérfræðingur, Háskóla ÍslandsKristján Leóssonframkvæmdastjóri, Nýsköpunarmiðstöð ÍslandsMargrét Eggertsdóttirrannsóknaprófessor, Stofnun Árna MagnússonarÞórólfur Þórlindssonprófessor, Háskóla ÍslandsAnna Ingólfsdóttirprófessor, Háskóla ReykjavíkurSteinunn Gestsdóttirprófessor, Háskóla Íslands Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun