Sálfræðistríð Svíans virkaði ekki á heimsmeistarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Fanney heimsmeisatri í bekkpressu. vísir/daníel „Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sjá meira
„Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Íslenski boltinn Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Enski boltinn Fleiri fréttir Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sjá meira
Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12