Löggilding starfsheitis heilsunuddara komi í veg fyrir áreiti Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. apríl 2016 19:30 Íslenskir heilsunuddarar af báðum kynjum verða reglulega fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sínu. Formaður Félags heilsunuddara segir félagið sorglega lítið geta gert, þar sem þau séu hvorki með séttarfélag né kjarasamninga, en löggilding starfsheitisins fæst ekki samþykkt af Velferðarráðuneytinu. Um 180 meðlimir eru í félagi heilsunuddara á Íslandi. Nám til heilsunuddara er þrjú ár og á bilinu 15-20 manns útskrifast úr því á hverju ári. Reglulega koma upp atvik þar sem nuddarar af báðum kynjum lenda í kynferðisáreiti í vinnunni. „Nudd er eina starfsstéttin svo ég viti til sem er notuð sem yfirskin fyrir vændi. Þetta vita allir. Það hefur komið fyrir að nuddarar í sakleysi sínu hafa sett inn smáauglýsingu einhverstaðar og hafa bara fengið til sín hrúgu af kúnnum sem eru að leita að annari þjónustu. Við hjá félaginu getum sorglega lítið gert í þessu og það þykir okkur mjög leiðinlegt. Við bendum fólki þó á að tala við lögreglu,“ segir Unnur Kolka Leifsdóttir, formaður Félags heilsunuddara. Ástæðan fyrir úrræðaleysinu er að félagið getur ekki stofnað stéttarfélag með kjarasamningum þar sem starfsheiti heilsunuddara fæst ekki löggilt. Því gera nuddara aðrar ráðstafanir sín á milli við aðstæðum sem upp geta komið. „Það eru óskrifaðar reglur meðal nuddara. Ein ef þessum reglum er að vera ekki ein að nudda ókunnugt fólk. Önnur regla sem er kannski óvenjuleg er að fólk auglýsir sig ekki í smáauglýsingum blaða. Frekar að dreifa nafnspjöldum, láta orðið ganga og eitthvað slíkt,“ segir Unnur. Félag heilsunuddara hefur í tuttugu ár reynt að fá starfsheitið heilsunuddari löggilt en ekki haft erindi sem erfiði. Síðast var lögð inn umsókn fyrir þremur árum en í vikunni hafnaði Velferðarráðuneytið henni. Var sú ákvörðun meðal annars rökstudd þannig að ekki væri þörf á fleiri löggiltum heilbrigðisstéttum í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Unnur gefur lítið fyrir þau rök og segir íslenskt nuddnám mjög gott á alþjóðlegan mælikvarða. Hún telur að löggildingin myndi breyta miklu fyrir stéttina. „Ég held að þetta sé kannski eina leiðin fyrir okkur til að verja okkur fyrir þessu. Það er margt annað sem ég get talið upp en þetta er kannski eitt það brýnasta, að við getum verndað okkar stétt með þessum hætti.“ Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Íslenskir heilsunuddarar af báðum kynjum verða reglulega fyrir kynferðislegu áreiti í starfi sínu. Formaður Félags heilsunuddara segir félagið sorglega lítið geta gert, þar sem þau séu hvorki með séttarfélag né kjarasamninga, en löggilding starfsheitisins fæst ekki samþykkt af Velferðarráðuneytinu. Um 180 meðlimir eru í félagi heilsunuddara á Íslandi. Nám til heilsunuddara er þrjú ár og á bilinu 15-20 manns útskrifast úr því á hverju ári. Reglulega koma upp atvik þar sem nuddarar af báðum kynjum lenda í kynferðisáreiti í vinnunni. „Nudd er eina starfsstéttin svo ég viti til sem er notuð sem yfirskin fyrir vændi. Þetta vita allir. Það hefur komið fyrir að nuddarar í sakleysi sínu hafa sett inn smáauglýsingu einhverstaðar og hafa bara fengið til sín hrúgu af kúnnum sem eru að leita að annari þjónustu. Við hjá félaginu getum sorglega lítið gert í þessu og það þykir okkur mjög leiðinlegt. Við bendum fólki þó á að tala við lögreglu,“ segir Unnur Kolka Leifsdóttir, formaður Félags heilsunuddara. Ástæðan fyrir úrræðaleysinu er að félagið getur ekki stofnað stéttarfélag með kjarasamningum þar sem starfsheiti heilsunuddara fæst ekki löggilt. Því gera nuddara aðrar ráðstafanir sín á milli við aðstæðum sem upp geta komið. „Það eru óskrifaðar reglur meðal nuddara. Ein ef þessum reglum er að vera ekki ein að nudda ókunnugt fólk. Önnur regla sem er kannski óvenjuleg er að fólk auglýsir sig ekki í smáauglýsingum blaða. Frekar að dreifa nafnspjöldum, láta orðið ganga og eitthvað slíkt,“ segir Unnur. Félag heilsunuddara hefur í tuttugu ár reynt að fá starfsheitið heilsunuddari löggilt en ekki haft erindi sem erfiði. Síðast var lögð inn umsókn fyrir þremur árum en í vikunni hafnaði Velferðarráðuneytið henni. Var sú ákvörðun meðal annars rökstudd þannig að ekki væri þörf á fleiri löggiltum heilbrigðisstéttum í íslensku heilbrigðiskerfi að svo stöddu. Unnur gefur lítið fyrir þau rök og segir íslenskt nuddnám mjög gott á alþjóðlegan mælikvarða. Hún telur að löggildingin myndi breyta miklu fyrir stéttina. „Ég held að þetta sé kannski eina leiðin fyrir okkur til að verja okkur fyrir þessu. Það er margt annað sem ég get talið upp en þetta er kannski eitt það brýnasta, að við getum verndað okkar stétt með þessum hætti.“
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira