Hrútalykt á fundi Lilju í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Fleiri fréttir Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Sjá meira