Hrútalykt á fundi Lilju í Brussel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2016 14:30 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir var eina konan sem sat fund utanríkisráðherra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem haldinn var í Brussel í gær og lauk í dag. Aukin samvinna Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, þróun öryggismála í Evrópu og aðgerðir til að stuðla að friði og stöðugleika voru meðal umræðuefna á fundi. Lilja er greinilega hugsi yfir kynjahlutfalli á meðal ráðherranna en hún tísti um málefnið, birti mynd af öllum ráðherrunum og spurði hvað væri að myndinni? Tístinu fylgdu myllumerkin #womeninpolitics og #genderequity.Þótt svarið við spurningunni sé augljóst eru nokkrir sem grínast og segja meðal annars að Boris Johnson, kollegi Lilju í Bretlandi, eigi ekki heima þarna. Þá telur annar að utanríkisráðherra Kanada, Stephane Dion, sé grunsamlega líkur tenniskappanum John McEnroe.Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins kemur fram að ráðherrarnir hafi fundað með starfssystkinum sínum frá Finnlandi og Svíþjóð, ásamt utanríkismálastjóra ESB, um aukna samvinnu við Evrópusambandið um netöryggismál, öryggismál á hafi og aðgerðir til að koma á stöðugleika og friði. Í kjölfarið var gefin út samstarfsyfirlýsing og aðgerðaráætlun vegna aukins samstarfs við ESB. Þá var fundað um þróun mála á Balkanskaga og stuðning við ríki á austur- og suðurjaðri bandalagsins, ekki síst í Miðausturlöndum og Norður-Afríku. Þá voru samskiptin við Rússland rædd og mikilvægi þess að draga úr spennu. Lilja Alfreðsdóttir segir mikla samstöðu hafa einkennt fundinn. „Pólitískt mikilvægi Atlantshafsbandalagsins hefur síst minnkað. Aðildarríkin hafa bæði þétt og víkkað sitt samstarf á sama tíma og nokkur óvissa ríkir innan Evrópusambandsins. Atlantshafsbandalagið rammar inn samstarf Evrópuþjóðanna og Bandaríkjanna og brúin yfir Atlantshafið er sterk,“ segir Lilja.John Kerry lætur af embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna á næstunni.Vísir/GettyFundurinn var sá síðasti áður en nýr forseti Bandaríkjanna tekur við embætti og síðasti fundur John Kerry sem utanríkisráðherra. Í kveðjuræðu sinni ræddi Kerry um mikilvægi samstarfsins og styrk Atlantshafsbandalagsins. Lilja tekur í sama streng. „Atlantshafsbandalagið er sterkt og hefur í gegnum tíðina staðið af sér pólitíska sviptivinda. Aðildarríkin 28 eru ólík um margt, en þau standa sameinuð gegn utanaðkomandi öryggisógnum og styðja varnir hvers annars. Öryggissamvinnan á sér djúpar rætur í stjórnkerfum aðildarlandanna og fyrirséðar breytingar í hópi leiðtoga áhrifamikilla aðildarþjóða munu ekki breyta eðli NATO samstarfsins,“ segir hún. Í morgun var fundað með utanríkisráðherra Úkraínu þar sem farið var yfir stöðu mála í Úkraínu, umbótastarf þarlendra stjórnvalda og áframhaldandi stuðning Atlantshafsbandalagsins. Að endingu funduðu þátttökuríki í stuðningsaðgerðum alþjóðaliðsins í Afganistan með utanríkisráðherra landsins og fulltrúum Sameinuðu þjóðanna. Gert er ráð fyrir að stuðningur alþjóðaliðsins haldi áfram út næsta ár að því er segir á heimasíðu ráðuneytisins.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira