Geir Sveins: Óvissa er alltaf óþægileg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2016 19:15 Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, fór yfir stöðuna á íslenska karlalandsliðinu í handbolta í viðtali við við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Mikil óvissa er um það hverjir munu skipa hópinn á HM. Aron Pálmarsson glímir við meiðsli í nára og er í meðhöndlun hér á landi. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem leikur með Nimes í Frakklandi, hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Nú þykir ólíklegt að Arnór Atlason verði með. „Arnór er meiddur eins og er og hefur ekkert getað spilað í Danmörku. Hann mun fara í betri skoðun og myndatöku á morgun. Þá mun í raun koma í ljós hvað þetta er. Eins og staðan er núna þá er hann meiddur og hefur það ekki alltof gott. Við verðum bara að sjá hvað gerist á næstu dögum,“ sagði Geir. „Þetta hljómar kannski eitthvað neikvætt að einhverjir skuli vera meiddir en það er bara eins og gengur og gerist. Það er mikið álag á leikmönnum sem eru að spila erlendis og þetta getur alltaf gerst. Við þurfum bara að sjá hvernig næstu dagar þróast hvað meiðsli þessara leikmanna varðar. Vonandi verða þeir allir orðnir klárir í janúar,“ sagði Geir. En er þá komið að því að henda þeim yngri, sem hafa staðið utan við liðið, út í djúpu laugina á heimsmeistaramótinu? „Ég held að það verði alltaf einhver sem fari í djúpu laugina,“ segir Geir en hann þarf að fara að velja stóran hóp á næstu dögum. „Á mánudag þurfum við að senda inn 28 manna hóp sem er þá lokahópur. Eftir það höfum við bara 28 leikmenn til að velja úr. Vonandi mun eitthvað skýrast fyrir það,“ sagði Geir. „Óvissa er alltaf óþægileg því það er betra að vita um hlutina. Ég veit að ég mun vita þetta og undirbý mig út frá því,“ sagði Geir. Það er hægt að sjá frétt Guðjón Guðmundssonar í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45 Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00 Mest lesið Leik lokið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Arnór Atlason verður líklega ekki með á HM í Frakklandi Íslenska handboltalandsliðið verður væntanlega án eins síns reyndasta leikmanns á heimsmeistaramótinu í Frakklandi sem fer fram í byrjun næsta árs. 7. desember 2016 18:45
Aron spilar ekki meira á árinu Aron Pálmarsson er kominn til ÍSlands til að fá meðhöndlun vegna nárameiðsla. HM er þó ekki í hættu. 5. desember 2016 15:00