Tillögur að leiðréttingum fyrir fjárlög 2017 María Óskarsdóttir skrifar 22. nóvember 2016 07:00 Í umræðum fyrir alþingiskosningar í október sl. setti almenningur heilbrigðismál og málefni aldraðra og öryrkja efst á forgangslistann. Kjarahópur ÖBÍ hvetur nýja þingmenn til að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2017 í því skyni að bæta verulega kjör örorkulífeyrisþega. Kjör meginþorra örorkulífeyrisþega eru mjög bág, en lífeyrir almannatrygginga hefur lítið hækkað en á sama tíma hefur húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður ítrekað hækkað. Síðustu ár hafa árlegar hækkanir lífeyris almannatrygginga verið á bilinu 3% til 9,7%, nema fyrir árið 2010 þegar engin hækkun varð. Slíkar prósentuhækkanir á lágar tekjur þýða lágar krónutöluhækkanir. Óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað um 60 þús. kr. frá árinu 2009, en hann er í dag kr. rúmar 212 þúsund kr. sem þýðir rúmar 185 þús. kr. útborgað. Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega er lítið hærra, eða rúmar 250 þús. kr. og hefur hækkað um 50 þús. kr. frá árinu 2009. Á sama tíma hafa heildarlaun fullvinnandi launamanna hækkað þrisvar sinnum meira eða um 150 þúsund kr. Reyndar er það svo að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað mun minna en launavísitalan á sama tímabili og hefur valdið mikilli kjaraskerðingu hjá öryrkjum. Kjarahópur ÖBÍ leggur megin áherslu á eftirfarandi tillögur til að bæta kjör örorkulífeyrisþega: Lífeyrir almannatrygginga hækki í 390.250 kr. á mánuði og dregið verði verulega úr tekjutryggingum í almannatryggingakerfinu. Þá er lagt til að persónuafsláttur hækki og verðgildi hans verði sama og hann var við upphaf staðgreiðslukerfisins árið 1988.Ekki lúxusviðmið Upphæðin 390.250 kr. er ekki úr lausu lofti gripin heldur er hérna stuðst við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, en það viðmið gerir ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum samtals 134.108 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Hér er ekki um neitt lúxusviðmið að ræða, langt frá því, heldur getur framfærsluviðmiðið gefið vísbendingar um hvaða tekjur einstaklingur þarf að lágmarki til að geta framfleytt sér. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara er ætlað til styttri tíma heldur en viðmið ýmissa annarra t.d. dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara og neysluviðmið velferðarráðuneytisins eru sett fram án húsnæðiskostnaðar. Því er bætt við áætluðum húsnæðiskostnaði að upphæð 157.500 kr. á mánuði. Ætla má að barnlaus einstaklingur þurfi að minnsta kosti 296.608 kr. á mánuði til ráðstöfunar til að standa undir lágmarksframfærslu. Til að hafa ráðstöfunartekjur að upphæð 296.608 kr. á mánuði þarf einstaklingur að vera með 390.250 kr. á mánuði fyrir skatt. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál leggur því áherslu á að lífeyrir almannatrygginga sé ekki undir 390 þúsund kr. á mánuði. Kjarahópur ÖBÍ leggur enn fremur áherslu á að draga þurfi verulega úr tekjutengingum og þá sérstaklega að afnema þurfi krónu á móti krónu skerðingar. Því leggur hópurinn til að sérstök framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu við nær allar tekjur, verði felld inn í tekjutrygginguna og breyting þessi verði taki gildi þann 1. janúar 2017.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum fyrir alþingiskosningar í október sl. setti almenningur heilbrigðismál og málefni aldraðra og öryrkja efst á forgangslistann. Kjarahópur ÖBÍ hvetur nýja þingmenn til að hafa áhrif á fjárlagagerð ríkisins fyrir árið 2017 í því skyni að bæta verulega kjör örorkulífeyrisþega. Kjör meginþorra örorkulífeyrisþega eru mjög bág, en lífeyrir almannatrygginga hefur lítið hækkað en á sama tíma hefur húsnæðis- og heilbrigðiskostnaður ítrekað hækkað. Síðustu ár hafa árlegar hækkanir lífeyris almannatrygginga verið á bilinu 3% til 9,7%, nema fyrir árið 2010 þegar engin hækkun varð. Slíkar prósentuhækkanir á lágar tekjur þýða lágar krónutöluhækkanir. Óskertur örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað um 60 þús. kr. frá árinu 2009, en hann er í dag kr. rúmar 212 þúsund kr. sem þýðir rúmar 185 þús. kr. útborgað. Miðgildi heildartekna örorkulífeyrisþega er lítið hærra, eða rúmar 250 þús. kr. og hefur hækkað um 50 þús. kr. frá árinu 2009. Á sama tíma hafa heildarlaun fullvinnandi launamanna hækkað þrisvar sinnum meira eða um 150 þúsund kr. Reyndar er það svo að örorkulífeyrir almannatrygginga hefur hækkað mun minna en launavísitalan á sama tímabili og hefur valdið mikilli kjaraskerðingu hjá öryrkjum. Kjarahópur ÖBÍ leggur megin áherslu á eftirfarandi tillögur til að bæta kjör örorkulífeyrisþega: Lífeyrir almannatrygginga hækki í 390.250 kr. á mánuði og dregið verði verulega úr tekjutryggingum í almannatryggingakerfinu. Þá er lagt til að persónuafsláttur hækki og verðgildi hans verði sama og hann var við upphaf staðgreiðslukerfisins árið 1988.Ekki lúxusviðmið Upphæðin 390.250 kr. er ekki úr lausu lofti gripin heldur er hérna stuðst við framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara, en það viðmið gerir ráð fyrir mánaðarlegum útgjöldum samtals 134.108 kr. fyrir utan húsnæðiskostnað. Hér er ekki um neitt lúxusviðmið að ræða, langt frá því, heldur getur framfærsluviðmiðið gefið vísbendingar um hvaða tekjur einstaklingur þarf að lágmarki til að geta framfleytt sér. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara er ætlað til styttri tíma heldur en viðmið ýmissa annarra t.d. dæmigerð viðmið velferðarráðuneytisins. Framfærsluviðmið umboðsmanns skuldara og neysluviðmið velferðarráðuneytisins eru sett fram án húsnæðiskostnaðar. Því er bætt við áætluðum húsnæðiskostnaði að upphæð 157.500 kr. á mánuði. Ætla má að barnlaus einstaklingur þurfi að minnsta kosti 296.608 kr. á mánuði til ráðstöfunar til að standa undir lágmarksframfærslu. Til að hafa ráðstöfunartekjur að upphæð 296.608 kr. á mánuði þarf einstaklingur að vera með 390.250 kr. á mánuði fyrir skatt. Málefnahópur ÖBÍ um kjaramál leggur því áherslu á að lífeyrir almannatrygginga sé ekki undir 390 þúsund kr. á mánuði. Kjarahópur ÖBÍ leggur enn fremur áherslu á að draga þurfi verulega úr tekjutengingum og þá sérstaklega að afnema þurfi krónu á móti krónu skerðingar. Því leggur hópurinn til að sérstök framfærsluuppbót, sem skerðist krónu á móti krónu við nær allar tekjur, verði felld inn í tekjutrygginguna og breyting þessi verði taki gildi þann 1. janúar 2017.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar