Torfærutæki alls engin barnaleikföng Una Sighvatsdóttir skrifar 3. janúar 2016 20:00 Þórhildur Elínardóttir segir gildar ástæður fyrir því að lágmarksaldur til að keyra torfærutæki eins og vélsleða og fjórhjól var hækkaður úr 15 árum í 17 ár. Báðar stúlkurnar sem slösuðust alvarlega í Húnavatnssýslu á öðrum degi jóla eru nú komnar til síns heima. Stúlkurnar tvímenntu á vélsleða sem þær misstu stjórn á með þeim afleiðingum að hann lenti undir heyrúlluvagni. Sú sem ók sleðanum lá á gjörgæslu í tvo sólarhringa og því næst á Barnaspítala Hringsins en hefur nú verið útskrifuð þaðan. Samkvæmt lögreglunni á Blönduósi eru stúlkurnar fjórtán ára gamlar.17 ára aldurstakmark Vélsleðar teljast til torfærutækja, líkt og fjórhjól, þríhjól og stórir krossarar. Í umferðarlögum gildir um þessi tæki sömu skilyrði og um akstur bíla, það er að ökumaður hafi gilt ökuskírteini. „Það liggur í hlutarins eðli að til þess að mega aka þessum tækjum þá þarf fólk að vera orðið 17 ára því annars fær það ekki þessi próf sem til þarf," segir Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. „Ástæðan er sú að fólk þarf að vera komið með aldurinn og reynsluna sem það fær í ökunáminu og síðast en ekki síst þarf það að vera komið með ákveðinn þroska til þess að geta metið aðstæður og ekið samkvæmt þeim."Mun öflugri tæki en áður Umferðarlögum var breytt í þessa veru árið 1997 en áður var aldurstakmarkið 15 ár. Rökin sem færð voru fyrir lagabreytingunni voru meðal annars að þessi tæki séu orðin mun öflugri en áður. „Það er brýnt að foreldrar muni eftir því að jafnvel þó að þau séu stödd utan alfaraleiðar eða ekki á vegum þá eru þetta samt kraftmikil tæki sem ekki er sjálfgefið að fólk geti stýrt, nema það hafi reynsluna, aldurinn og réttindin," segir Þórhildur. „Mannleg mistök koma við sögu í mjög mörgum slysum en með því að sýna aðgát og skynsemi og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda þá mætti koma í veg fyrir mörg slys."Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa.Hættulegt að vanmeta tækin Bergur Stefánsson bráðalæknir hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa á torfærutækjum og séð alvarlega afleiðingar þeirra, meðal annars banaslys. Hann segir marga vanmeta tækin sem þeir eru með í höndunum. Hann bendir á að vélsleðar séu á bilinu 200-300 kíló og geti auðveldlega verið yfir 200 hestöfl. „Þetta er ekkert smáræði sem þú ert með í höndunum. Sama má segja um fjórhjólin. Þau geta verið miklu þyngri, ferðafjórhjól getur verið 400 kíló, nálægt hálfu tonni ef þú ert með bensín eða annað með þér. Ef þú veltur með því ertu að fá þvílíkt flykki á þig, margoft, og óaverkarnir sem koma eru bæði vegna hraðans ef fólkið dettur af en líka vegna tækisins sem lendir á þér." Bergur segir brýnt að vekja fólk til vitundar um að torfærutæki þurfi að umgangast af varúð. „Þetta eru alls engin barnaleikföng og ég veit ekki um marga foreldra sem rétta börnunum lyklana að bílnum og segja: „Heyrðu farðu út að leika, farðu varlega“." Tengdar fréttir Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57 Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Þórhildur Elínardóttir segir gildar ástæður fyrir því að lágmarksaldur til að keyra torfærutæki eins og vélsleða og fjórhjól var hækkaður úr 15 árum í 17 ár. Báðar stúlkurnar sem slösuðust alvarlega í Húnavatnssýslu á öðrum degi jóla eru nú komnar til síns heima. Stúlkurnar tvímenntu á vélsleða sem þær misstu stjórn á með þeim afleiðingum að hann lenti undir heyrúlluvagni. Sú sem ók sleðanum lá á gjörgæslu í tvo sólarhringa og því næst á Barnaspítala Hringsins en hefur nú verið útskrifuð þaðan. Samkvæmt lögreglunni á Blönduósi eru stúlkurnar fjórtán ára gamlar.17 ára aldurstakmark Vélsleðar teljast til torfærutækja, líkt og fjórhjól, þríhjól og stórir krossarar. Í umferðarlögum gildir um þessi tæki sömu skilyrði og um akstur bíla, það er að ökumaður hafi gilt ökuskírteini. „Það liggur í hlutarins eðli að til þess að mega aka þessum tækjum þá þarf fólk að vera orðið 17 ára því annars fær það ekki þessi próf sem til þarf," segir Þórhildur Elínardóttir upplýsingafulltrúi Samgöngustofu. „Ástæðan er sú að fólk þarf að vera komið með aldurinn og reynsluna sem það fær í ökunáminu og síðast en ekki síst þarf það að vera komið með ákveðinn þroska til þess að geta metið aðstæður og ekið samkvæmt þeim."Mun öflugri tæki en áður Umferðarlögum var breytt í þessa veru árið 1997 en áður var aldurstakmarkið 15 ár. Rökin sem færð voru fyrir lagabreytingunni voru meðal annars að þessi tæki séu orðin mun öflugri en áður. „Það er brýnt að foreldrar muni eftir því að jafnvel þó að þau séu stödd utan alfaraleiðar eða ekki á vegum þá eru þetta samt kraftmikil tæki sem ekki er sjálfgefið að fólk geti stýrt, nema það hafi reynsluna, aldurinn og réttindin," segir Þórhildur. „Mannleg mistök koma við sögu í mjög mörgum slysum en með því að sýna aðgát og skynsemi og fara eftir þeim lögum og reglum sem gilda þá mætti koma í veg fyrir mörg slys."Bergur Stefánsson er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa.Hættulegt að vanmeta tækin Bergur Stefánsson bráðalæknir hefur farið ófá sjúkraflug vegna slysa á torfærutækjum og séð alvarlega afleiðingar þeirra, meðal annars banaslys. Hann segir marga vanmeta tækin sem þeir eru með í höndunum. Hann bendir á að vélsleðar séu á bilinu 200-300 kíló og geti auðveldlega verið yfir 200 hestöfl. „Þetta er ekkert smáræði sem þú ert með í höndunum. Sama má segja um fjórhjólin. Þau geta verið miklu þyngri, ferðafjórhjól getur verið 400 kíló, nálægt hálfu tonni ef þú ert með bensín eða annað með þér. Ef þú veltur með því ertu að fá þvílíkt flykki á þig, margoft, og óaverkarnir sem koma eru bæði vegna hraðans ef fólkið dettur af en líka vegna tækisins sem lendir á þér." Bergur segir brýnt að vekja fólk til vitundar um að torfærutæki þurfi að umgangast af varúð. „Þetta eru alls engin barnaleikföng og ég veit ekki um marga foreldra sem rétta börnunum lyklana að bílnum og segja: „Heyrðu farðu út að leika, farðu varlega“."
Tengdar fréttir Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57 Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Liggur á gjörgæslu eftir vélsleðaslys Önnur stúlkan sem lenti í vélsleðaslysi í Austur-Húnavatnssýslu í gær hefur verið útskrifuð en hin er í gjörgæslu. 27. desember 2015 10:57
Útskrifuð af gjörgæslu eftir vélsleðaslys Stúlkan sem lögð var inn á gjörgæslu í gær liggur nú á Barnaspítala Hringsins. 27. desember 2015 20:10