Golf

Tiger tekur golfhring með Trump

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Tiger og Trump á góðri stundu.
Tiger og Trump á góðri stundu. Vísir/getty
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, nýtur lífsins þessa dagana en á dagskrá hjá honum er meðal annars golfhringur með Tiger Woods.

Trump sem verður sennilega einn besti kylfingurinn meðal þjóðarhöfðingja heimsins er með 2,8 í forgjöf. Töluverð bæting frá Obama sem er með 13 í forgjöf.

Tiger sneri aftur á PGA-mótaröðina um daginn en Tiger sem er talinn einn af bestu kylfingum allra tíma hefur glímt við meiðsli undanfarin ár.

Er þetta ekki í fyrsta skiptið sem Tiger leikur með valdamiklum mönnum en hann lék á sínum tíma hring með núverandi forseta, Barack Obama.


Tengdar fréttir

Tiger íhugaði alvarlega að hætta

Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í dag en það sá hann ekki endilega fyrir sér er hann lá heima hjá sér mjög þjáður eftir tvær bakaðgerðir.

Getur Tígurinn enn bitið frá sér?

Golfheimurinn gleðst í dag því nú snýr einn besti kylfingur allra tíma, Tiger Woods, loksins aftur á golfvöllinn. Biðin hefur verið löng en kylfingurinn segist ­loksins vera tilbúinn. Hann er stressaður og ­getur ekki beðið eftir því að mótið hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×