Getur Tígurinn enn bitið frá sér? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2016 06:00 Tiger Woods er einn sigursælasti kylfingur allra tíma og snýr nú aftur til keppni eftir langa fjarveru vegna bakmeiðsla. vísir/getty Í dag eru liðnir 467 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á þeim tíma hefur hann hrunið niður í 898. sæti á heimslistanum. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsbyggðin mun fylgjast grannt með kylfingi sem er nálægt þúsundasta sæti heimslistans. Mótið sem Tiger tekur þátt í heitir Hero World Challenge og það sem meira er þá er þetta mót á hans vegum. Í mótinu taka þátt 18 af bestu kylfingum heims í glæsilegu umhverfi á Bahamaeyjum. Á þessum langa tíma sem hann hefur haldið sig frá vellinum hefur Tiger gengist undir tvær bakaðgerðir og verið þjáður af verkjum. Hann átti erfitt með gang um tíma og í rauninni var þá ekki útlit fyrir að hann ætti afturkvæmt á golfvöllinn. Tiger var algjör yfirburðakylfingur er hann kom fram á sjónarsviðið. Um það bera vitni 79 sigrar í PGA-mótum og 14 risatitlar. Síðasti sigurinn í risamóti kom þó árið 2008. Síðasta mót sem hann vann var árið 2013. Nú er Tiger orðinn fertugur. Búinn að ganga í gegnum ýmislegt og hefur nú seinni hluta ferilsins. Nýtt upphaf eftir miklar raunir. En er eitthvert bit í honum enn? Hans allra hörðustu aðdáendur hafa trú á því. Bíða eftir að það kvikni á ljósi og gamli góði Tiger komi aftur. Aðrir segja að þetta sé einfaldlega búið spil. Hann muni aldrei ná álíka styrk eftir allt sem á undan er gengið. „Ég vil spila golf allt mitt líf en ég get ekki keppt að eilífu. Ég kalla þetta seinni hlutann á ferli mínum. Ég myndi glaður vilja geta keppt við þá bestu allt mitt líf en það er víst ekki raunhæft,“ sagði Tiger. Þó að hann sé ekki lengur sami kylfingurinn og hann var, er metnaðurinn alltaf sá sami. Hann ætlar að sigra í öllum mótum sem hann tekur þátt í. „Þeir munu gera sitt besta til þess að vinna mig og ég ætla mér að vinna þá. Í hvert skipti sem ég fer í mót þá ætla ég að sigra. Ég veit að það er metnaðarfullt markmið en metnaðurinn og trúin er enn til staðar.“ Tiger segist hafa lagt mikið á sig til þess að geta komið til baka. „Þetta var áskorun sem hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta hefur líka reynt á þolinmæðina sem hefur ekki alltaf verið mín sterkasta hlið. Þessi vinna hefur skilað mér hingað. Það er langt síðan ég hef fengið adrenalín í líkamann. Ég er tilbúinn,“ sagði Tiger ákveðinn en viðurkennir að það sé spenna í honum. „Ég er stressaður. Ég er stressaður fyrir öll mót sem ég tek þátt í. Ef mér stendur ekki á sama þá verð ég stressaður. Það er gott að hafa það þannig. Að nýta spennuna í grimmd og einbeitingu. Það er mjög gott. Ef ég væri ekki stressaður þá væri mér alveg sama. Þá vil ég ekki vera lengur á vellinum. Ég get fullvissað alla um að ég get ekki beðið eftir því að komast aftur út á völlinn.“ Tiger þurfti líka að venjast því á nýjan leik að ganga heilan golfvöll. Þegar hann var að byrja að spila golfið aftur notaði hann alltaf golfbíl. Kylfusveinninn hans var fljótur að henda honum inn í bílskúr. „Það er skrítið að segja það en ég þurfti að venjast göngunni aftur. Maður gleymir muninum á því að vera í golfskóm og íþróttaskóm. Ég get gengið á hlaupabretti í tvo til þrjá tíma en það er ekki það sama og að ganga á golfvelli,“ sagði Tiger. „Það er mikill munur á því. Líka bara að standa mikið. Það er mikill munur á því að spila golf og ganga eða keyra. Ég þurfti að koma mér í takt í að ganga á vellinum og byrja að tala eins og ég geri þar.“Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. grafík/fréttablaðið Golf Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira
Í dag eru liðnir 467 dagar síðan Tiger Woods tók síðast þátt í golfmóti. Á þeim tíma hefur hann hrunið niður í 898. sæti á heimslistanum. Þetta verður í fyrsta skipti sem heimsbyggðin mun fylgjast grannt með kylfingi sem er nálægt þúsundasta sæti heimslistans. Mótið sem Tiger tekur þátt í heitir Hero World Challenge og það sem meira er þá er þetta mót á hans vegum. Í mótinu taka þátt 18 af bestu kylfingum heims í glæsilegu umhverfi á Bahamaeyjum. Á þessum langa tíma sem hann hefur haldið sig frá vellinum hefur Tiger gengist undir tvær bakaðgerðir og verið þjáður af verkjum. Hann átti erfitt með gang um tíma og í rauninni var þá ekki útlit fyrir að hann ætti afturkvæmt á golfvöllinn. Tiger var algjör yfirburðakylfingur er hann kom fram á sjónarsviðið. Um það bera vitni 79 sigrar í PGA-mótum og 14 risatitlar. Síðasti sigurinn í risamóti kom þó árið 2008. Síðasta mót sem hann vann var árið 2013. Nú er Tiger orðinn fertugur. Búinn að ganga í gegnum ýmislegt og hefur nú seinni hluta ferilsins. Nýtt upphaf eftir miklar raunir. En er eitthvert bit í honum enn? Hans allra hörðustu aðdáendur hafa trú á því. Bíða eftir að það kvikni á ljósi og gamli góði Tiger komi aftur. Aðrir segja að þetta sé einfaldlega búið spil. Hann muni aldrei ná álíka styrk eftir allt sem á undan er gengið. „Ég vil spila golf allt mitt líf en ég get ekki keppt að eilífu. Ég kalla þetta seinni hlutann á ferli mínum. Ég myndi glaður vilja geta keppt við þá bestu allt mitt líf en það er víst ekki raunhæft,“ sagði Tiger. Þó að hann sé ekki lengur sami kylfingurinn og hann var, er metnaðurinn alltaf sá sami. Hann ætlar að sigra í öllum mótum sem hann tekur þátt í. „Þeir munu gera sitt besta til þess að vinna mig og ég ætla mér að vinna þá. Í hvert skipti sem ég fer í mót þá ætla ég að sigra. Ég veit að það er metnaðarfullt markmið en metnaðurinn og trúin er enn til staðar.“ Tiger segist hafa lagt mikið á sig til þess að geta komið til baka. „Þetta var áskorun sem hefur kostað blóð, svita og tár. Þetta hefur líka reynt á þolinmæðina sem hefur ekki alltaf verið mín sterkasta hlið. Þessi vinna hefur skilað mér hingað. Það er langt síðan ég hef fengið adrenalín í líkamann. Ég er tilbúinn,“ sagði Tiger ákveðinn en viðurkennir að það sé spenna í honum. „Ég er stressaður. Ég er stressaður fyrir öll mót sem ég tek þátt í. Ef mér stendur ekki á sama þá verð ég stressaður. Það er gott að hafa það þannig. Að nýta spennuna í grimmd og einbeitingu. Það er mjög gott. Ef ég væri ekki stressaður þá væri mér alveg sama. Þá vil ég ekki vera lengur á vellinum. Ég get fullvissað alla um að ég get ekki beðið eftir því að komast aftur út á völlinn.“ Tiger þurfti líka að venjast því á nýjan leik að ganga heilan golfvöll. Þegar hann var að byrja að spila golfið aftur notaði hann alltaf golfbíl. Kylfusveinninn hans var fljótur að henda honum inn í bílskúr. „Það er skrítið að segja það en ég þurfti að venjast göngunni aftur. Maður gleymir muninum á því að vera í golfskóm og íþróttaskóm. Ég get gengið á hlaupabretti í tvo til þrjá tíma en það er ekki það sama og að ganga á golfvelli,“ sagði Tiger. „Það er mikill munur á því. Líka bara að standa mikið. Það er mikill munur á því að spila golf og ganga eða keyra. Ég þurfti að koma mér í takt í að ganga á vellinum og byrja að tala eins og ég geri þar.“Mótið verður í beinni á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 18.00. grafík/fréttablaðið
Golf Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Sjá meira