Einelti algengt meðal sjómanna Svavar Hávarðsson skrifar 14. mars 2016 07:00 Depurð, kvíði og svefnleysi var staðfest í svörum sjómannanna. fréttablaðið/hari Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Einelti um borð í íslenskum fiskiskipum virðist miklu algengara en gengur og gerist hjá öðrum starfsstéttum. Ríflega þriðjungur sjómanna, eða 38,9%, sem tóku þátt í nýlegri rannsókn sögðust hafa orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni um borð á síðastliðnum sex mánuðum áður en rannsóknin var gerð. Þetta er meðal niðurstaðna Salóme Rutar Harðardóttur, íþrótta- og heilsufræðings, í meistaraverkefni hennar við Menntavísindasvið Háskóla Íslands sem fjallar um lífsánægju og starfsumhverfi sjómanna. Salóme, sem starfar sem íþróttakennari og forvarnarfulltrúi Verkmenntaskóla Austurlands, segir niðurstöðurnar gefa vísbendingar sem verði að taka alvarlega, en 132 sjómenn víða af landinu á aldrinum 21-70 ára tóku þátt í rannsókninni – þar af tvær konur. Þá kom einnig í ljós að lífsánægja og heilsa þeirra sjómanna sem höfðu upplifað eða orðið fyrir eineltinu var marktækt minni en þeirra sem höfðu það ekki.Salóme Rut HarðardóttirSalóme setur þessar tölur í samhengi við aðrar rannsóknir um efnið – innlendar sem erlendar. Er þetta hlutfall með því hæsta sem hún hefur séð. Sé hlutfallið yfirfært á alla sjómenn á Íslandi, eða þá 4.100 sem störfuðu á sjó á árunum 2013 til 2014, má áætla að tæplega 1.600 þeirra hafi orðið fyrir eða upplifað einelti eða áreitni á vinnustað sínum. Til samanburðar segir Salóme að nákvæmlega sömu spurningar voru lagðar fyrir starfsmenn stórs verslunarfyrirtækis hér á landi, þar sem rúmlega 200 manns svöruðu, og þar voru tölurnar sláandi mikið lægri – eða 4,4% samanborið við 38,9% hjá sjómönnunum. Salóme segir að niðurstöðurnar er varða einelti um borð í skipunum hafi komið henni á óvart, og eftir á að hyggja hefði hún viljað að rannsóknin tæki á þessum þætti með nákvæmari hætti. Hins vegar var nákvæmlega útlistað í rannsókninni til hvers væri verið að vísa til þegar spurt var um einelti. Þess vegna gefi niðurstöðurnar mikilvægar upplýsingar um þætti í starfsumhverfi sjómanna sem hafa neikvæð áhrif á andlega heilsu þeirra og líðan. Salóme bendir á að það sé vitað mál að afleiðingar eineltis geti verið mjög alvarlegar. Það ætti að vera forgangsmál sjávarútvegsfyrirtækja, eins og annarra fyrirtækja, að taka rétt á einelti og sporna gegn því. „Einelti getur haft áhrif á öryggi á vinnustöðum og valdið samskiptaörðugleikum milli starfsmanna þegar hættuástand skapast, sem óvíða eru verri fréttir en um borð í skipi,“ segir Salóme.Finna fyrir stöðugu andlegu álagi - Einelti á vinnustað hefur verið skilgreint sem áreitni, móðgun, útilokun, særandi sérmeðferð eða neikvæð áhrif á vinnu annarra starfsmanna. - Einelti er ákveðið ferli sem stigmagnast og veldur mjög mikilli andlegri vanlíðan þolandans þar sem honum finnst hann ekki geta varið sig fyrir stanslausu neikvæðu athæfi gerandans. Þetta neikvæða athæfi á sér þá stað oft og reglulega og yfir langt tímabil. Ekki er um einelti að ræða ef jafnokar eigast við eða ef um einstakan atburð er að ræða. - Rannsóknir sýna að margir sjómenn finna fyrir stöðugu andlegu álagi við vinnu sína; vegna veðurfars, hávaða, mikilla vinnukrafna, vaktavinnu og langrar fjarveru frá fjölskyldu og vinum sem getur reynt verulega á andlega heilsu þeirra.heimild: Salóme Rut Harðardóttir, Lífsánægja og starfsumhverfi sjómanna, Háskóli Íslands 2015
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira