Tækifærunum fjölgar Inga María Árnadóttir skrifar 14. mars 2016 12:00 Það er og verður alltaf mikilvægt að gagnrýna störf þeirra er sitja við stjórnvölinn. Það veitir aðhald og skapar málefnalega umræðu. En hvort sem maður er fullorðinn eða barn getur það valdið vonbrigðum, pirringi eða reiði, ef hvorki hrós né önnur jákvæð viðbrögð eru gefin við góðu framtaki. Einhverjum gæti þótt einkennilegt að ég skuli fyllast stolti yfir annarra manna afreki en nú finn ég mig knúna til að nýta þá takmörkuðu þekkingu sem ég hef í uppeldisfræði og hæla þeim jákvæðu breytingum sem eru í vændum á heilsugæslunni.Breytt fyrirkomulag á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Fram til þessa hefur fjármögnun heilsugæslustöðva á Íslandi fyrst og fremst miðast út frá fjárlögum áranna á undan. Nú stendur hins vegar til að breyta fyrirkomulaginu þannig að úthlutun fjármagns til reksturs heilsugæslunnar endurspegli þann sjúklingahóp sem hver stöð þjónar. Hópurinn sem skráður er hjá hverri stöð er skilgreindur eftir líklegri þörf fyrir þjónustu. Því fær heilsugæslustöð t.d. meira greitt fyrir sjúkling sem er aldraður og með þunga sjúkdómsbyrði eða konu sem er barnshafandi heldur en þann sem er almennt við góða heilsu. Með því að láta fjármagnið fylgja sjúklingnum skapast samkeppni á milli stöðva til að veita sem besta þjónustu til þess að halda fjármagninu í viðkomandi stöð. Í dag er heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti rekin af ríkinu, að frátöldum tveimur einkareknum heilsugæslustöðvum sem reknar eru í samstarfi við ríkið, og fjármögnuð með skatttekjum. Annars staðar á Norðurlöndunum er þjónusta heilsugæslunnar almennt ekki á hendi opinberra aðila heldur einkaaðila. Hefur það gefist vel, enda sveigjanleiki til að umbuna starfsfólki meiri sem skilar sér í betri þjónustu við skjólstæðinga. Nú stendur til að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár á þessu ári. Auglýst verður eftir rekstraraðilum sem uppfylla kröfur til rekstrarins sem þarf annaðhvort að vera á hendi opinberrar stofnunar eða félags sem stofnað er um rekstur stöðvarinnar. Slíkt félag skal verða sjálfstæður lögaðili og meirihluti eigenda verður að vera heilbrigðisstarfsfólk sem starfar við stöðina, í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þá verður óheimilt að taka arð út úr rekstri heilsugæslustöðvanna. Þetta grundvallaratriði kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti tekið að sér reksturinn í hagnaðarskyni og því skilar hagnaður af rekstrinum sér í frekari uppbyggingu á stöðinni.Fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu Útgjöld til heilbrigðismála vaxa hratt á Íslandi og hefur OECD spáð því að ef ekkert verður að gert muni útgjöldin nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu árið 2050. Íslenska heilbrigðiskerfið yrði þannig það dýrasta í heimi. OECD metur svo að heilbrigðismál verði helsta viðfangsefni ríkisstjórna á Vesturlöndum næstu áratugina. Stjórnmálamenn verða því að setja heilbrigðismálin í forgang og finna leiðir til nýta fjárveitingarnar betur í stað þess að auka útgjöld á sama tíma og fólki er tryggð sómasamleg heilbrigðisþjónusta. Aukinn einkarekstur getur leyst vandann að hluta en hann gerir hinu opinbera kleift að auka þjónustu og framkvæma meira en ella með tilkomu fjármagnsins sem einkaaðilinn leggur til. Þannig er hægt að ráðast út í framkvæmdir sem hefðu annars ekki rúmast innan fjárheimilda hins opinbera.Samstarf einkaaðila og hins opinberaFjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins byggist á almennri skattlagningu og ríkið sér um að deila út fjármunum til reksturs þess. Sú skoðun, að allir skuli hafa jafnan aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, er mjög rík í þjóðarsál Íslendinga. Um það ríkir þverpólitísk sátt og því mun fólk ekki verða látið reiða sig á einkatryggingar til viðbótar við opinbera tryggingu til að greiða fyrir grunnheilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eins og þekkist t.d. í Bandaríkjunum. Einkarekin grunnþjónusta er þannig veitt af einkaaðilum en að hluta eða öllu leyti greidd af hinu opinbera. Umræðan um einkavæðingu er því villandi en orðið einkaframkvæmd hefur t.a.m. verið notað yfir enska hugtakið „public-private partnership“ en það lýsir ekki samstarfinu á milli einkaaðila og hins opinbera. Slík umfjöllun elur á misskilningi þess eðlis að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu leiði til aukinnar greiðsluþátttöku sjúklinga þar sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að hið opinbera greiði með þjónustunni. Ljóst að aukin aðkoma einkaaðila í heilbrigðisþjónustu hefur margt gott fram að færa. Með því að auka fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisþjónustunnar verður þjónustan við sjúklingana betri, aukinn sveigjanleiki skapast til að umbuna starfsfólkinu og starfsumhverfið eftirsóknarverðara. Tækifærum fjölgar og þannig skapast hvati fyrir ungt fólk til að sækja í auknum mæli í þessi störf. Þar að auki hefur stefna stjórnvalda markvisst verið að auka hlut kvenna í atvinnulífinu frá því að Jóhanna Sigurðardóttir kom af stað styrkjum til atvinnumála kvenna. Víðast hvar eru konur í meirihluta þeirra sem starfa við heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Því mætti einnig líta á aukningu á einkarekstri á þessu sviði sem leið til að auka hlut kvenna í atvinnurekstri þar sem rekstraraðilar þurfa að uppfylla ofangreindar kröfur. Höfundur er hjúkrunarfræðinemi og skrifar á www.romur.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er og verður alltaf mikilvægt að gagnrýna störf þeirra er sitja við stjórnvölinn. Það veitir aðhald og skapar málefnalega umræðu. En hvort sem maður er fullorðinn eða barn getur það valdið vonbrigðum, pirringi eða reiði, ef hvorki hrós né önnur jákvæð viðbrögð eru gefin við góðu framtaki. Einhverjum gæti þótt einkennilegt að ég skuli fyllast stolti yfir annarra manna afreki en nú finn ég mig knúna til að nýta þá takmörkuðu þekkingu sem ég hef í uppeldisfræði og hæla þeim jákvæðu breytingum sem eru í vændum á heilsugæslunni.Breytt fyrirkomulag á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Fram til þessa hefur fjármögnun heilsugæslustöðva á Íslandi fyrst og fremst miðast út frá fjárlögum áranna á undan. Nú stendur hins vegar til að breyta fyrirkomulaginu þannig að úthlutun fjármagns til reksturs heilsugæslunnar endurspegli þann sjúklingahóp sem hver stöð þjónar. Hópurinn sem skráður er hjá hverri stöð er skilgreindur eftir líklegri þörf fyrir þjónustu. Því fær heilsugæslustöð t.d. meira greitt fyrir sjúkling sem er aldraður og með þunga sjúkdómsbyrði eða konu sem er barnshafandi heldur en þann sem er almennt við góða heilsu. Með því að láta fjármagnið fylgja sjúklingnum skapast samkeppni á milli stöðva til að veita sem besta þjónustu til þess að halda fjármagninu í viðkomandi stöð. Í dag er heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti rekin af ríkinu, að frátöldum tveimur einkareknum heilsugæslustöðvum sem reknar eru í samstarfi við ríkið, og fjármögnuð með skatttekjum. Annars staðar á Norðurlöndunum er þjónusta heilsugæslunnar almennt ekki á hendi opinberra aðila heldur einkaaðila. Hefur það gefist vel, enda sveigjanleiki til að umbuna starfsfólki meiri sem skilar sér í betri þjónustu við skjólstæðinga. Nú stendur til að fjölga heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu um þrjár á þessu ári. Auglýst verður eftir rekstraraðilum sem uppfylla kröfur til rekstrarins sem þarf annaðhvort að vera á hendi opinberrar stofnunar eða félags sem stofnað er um rekstur stöðvarinnar. Slíkt félag skal verða sjálfstæður lögaðili og meirihluti eigenda verður að vera heilbrigðisstarfsfólk sem starfar við stöðina, í að minnsta kosti 80% starfshlutfalli. Þá verður óheimilt að taka arð út úr rekstri heilsugæslustöðvanna. Þetta grundvallaratriði kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar geti tekið að sér reksturinn í hagnaðarskyni og því skilar hagnaður af rekstrinum sér í frekari uppbyggingu á stöðinni.Fjölbreytt rekstrarform í heilbrigðiskerfinu Útgjöld til heilbrigðismála vaxa hratt á Íslandi og hefur OECD spáð því að ef ekkert verður að gert muni útgjöldin nema rúmum 15% af vergri landsframleiðslu árið 2050. Íslenska heilbrigðiskerfið yrði þannig það dýrasta í heimi. OECD metur svo að heilbrigðismál verði helsta viðfangsefni ríkisstjórna á Vesturlöndum næstu áratugina. Stjórnmálamenn verða því að setja heilbrigðismálin í forgang og finna leiðir til nýta fjárveitingarnar betur í stað þess að auka útgjöld á sama tíma og fólki er tryggð sómasamleg heilbrigðisþjónusta. Aukinn einkarekstur getur leyst vandann að hluta en hann gerir hinu opinbera kleift að auka þjónustu og framkvæma meira en ella með tilkomu fjármagnsins sem einkaaðilinn leggur til. Þannig er hægt að ráðast út í framkvæmdir sem hefðu annars ekki rúmast innan fjárheimilda hins opinbera.Samstarf einkaaðila og hins opinberaFjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins byggist á almennri skattlagningu og ríkið sér um að deila út fjármunum til reksturs þess. Sú skoðun, að allir skuli hafa jafnan aðgang að nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag, er mjög rík í þjóðarsál Íslendinga. Um það ríkir þverpólitísk sátt og því mun fólk ekki verða látið reiða sig á einkatryggingar til viðbótar við opinbera tryggingu til að greiða fyrir grunnheilbrigðisþjónustu frá einkaaðilum eins og þekkist t.d. í Bandaríkjunum. Einkarekin grunnþjónusta er þannig veitt af einkaaðilum en að hluta eða öllu leyti greidd af hinu opinbera. Umræðan um einkavæðingu er því villandi en orðið einkaframkvæmd hefur t.a.m. verið notað yfir enska hugtakið „public-private partnership“ en það lýsir ekki samstarfinu á milli einkaaðila og hins opinbera. Slík umfjöllun elur á misskilningi þess eðlis að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu leiði til aukinnar greiðsluþátttöku sjúklinga þar sem fólk gerir sér almennt ekki grein fyrir því að hið opinbera greiði með þjónustunni. Ljóst að aukin aðkoma einkaaðila í heilbrigðisþjónustu hefur margt gott fram að færa. Með því að auka fjölbreytileika í rekstri heilbrigðisþjónustunnar verður þjónustan við sjúklingana betri, aukinn sveigjanleiki skapast til að umbuna starfsfólkinu og starfsumhverfið eftirsóknarverðara. Tækifærum fjölgar og þannig skapast hvati fyrir ungt fólk til að sækja í auknum mæli í þessi störf. Þar að auki hefur stefna stjórnvalda markvisst verið að auka hlut kvenna í atvinnulífinu frá því að Jóhanna Sigurðardóttir kom af stað styrkjum til atvinnumála kvenna. Víðast hvar eru konur í meirihluta þeirra sem starfa við heilbrigðis- og umönnunarþjónustu. Því mætti einnig líta á aukningu á einkarekstri á þessu sviði sem leið til að auka hlut kvenna í atvinnurekstri þar sem rekstraraðilar þurfa að uppfylla ofangreindar kröfur. Höfundur er hjúkrunarfræðinemi og skrifar á www.romur.is
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar